Sarpur fyrir júní, 2007

sumar

og notað til hins ýtrasta. Nema við skutumst í vínsmakk hjá honum Arnari, maður hálfsá eftir tveimur tímum innandyra, en drifum okkur samt, vorum búin að bóka okkur (og borga). Smökkuð var lína frá Castello di Querceto, mörg mjög fín vín. Sjálfur kastalaherrann/vínbóndinn var mættur á svæðið og talaði ensku með ekta ítölskum bíómyndahreim, eins og manni finnst ýktur. Skemmtilegur karl og mjög fróðlegt smakk.

stjórnað með ótta

Það er náttúrlega takmarkað hvað fólk sættir sig lengi við endalaust eftirlit og takmarkanir. Tja. Nema ef óttanum er alltaf haldið við.

þá er maður búinn

að keðjuverka, þetta var ekki smá skemmtilegt. Gátum ekki beðið um betra veður. Hjóluðum frá Glæsibæ, niður Suðurlandsbraut og Laugaveg, Bankastræti, Lækjargötu, yfir Tjarnarbrúna, Tjarnargötu og að ráðhúsinu, síðan hringuðum við Alþingishúsið og enduðum á að fá okkur að borða á Austurvelli.

Stendur til að halda þetta mánaðarlega síðasta föstudag í mánuði. Stay tuned.

Meira hér og hér. Myndir örugglega fljótlega.

pæling

hann Jón Lárus er með svolítið skemmtilega pælingu á síðunni í dag.

taco bell

í hádeginu, þurftum að skjótast í Hafnarfjörðinn í morgun. Það var eiginlega bara svolítið góður matur. Gæti freistast til að fara þangað af og til.

Maður er gersamlega dasaður eftir daginn, hér koma líklega ekki mjög sniðugar færslur í kvöld. Og annar svona dagur skv. spá á morgun. Jei.

heitt

heittheittheitt á pallinum. Minnir helst á sólarlönd. Farin út aftur.

kedjuverkun

sem er megaflott íslenskun (ekki góð þýðing þó) á uppátækinu Critical Mass verður haldin á föstudaginn.

Allir sem vettlingi, hjóli, hjóla/línuskautum eða hjólabrettum geta valdið mæta í Glæsibæ fyrir klukkan 12 á hádegi á föstudaginn. Fréttatilkynning hér:

Keðjuverkun eða Critical Mass er viðburður sem vanalega er haldinn seinasta föstudag í hverjum mánuði í borgum og bæjum víðsvegar um heiminn þar sem reiðhjólafólk, og jafnvel hjólabretta-, hjólaskauta- og línuskautafólk fjölmenna göturnar.

Hver hefur sínar ástæður fyrir því að vera með en algengt er að fólk vilji vekja athygli á hjólum sem samgöngumáta í stað bíla og fá fleiri til að hjóla. Eða einfaldlega hjóla saman og skemmta sér í góðra vina hópi.

Fyrsta „keðjuverkunin“ á Íslandi verður haldin föstudaginn 29. júní kl. 12. Hjólað verður frá Glæsibæ að Ráðhúsinu um Laugaveg. Áætlunin er að halda atburðinn mánaðarlega.

sund

með hjörð af krökkum í dag. Bannsett Laugardalslaug treystir ekki 7 ára ormum einum í rennibrautina, ég nennti nú ekki 118 ferðir upp og niður með 2 orma (Finn + vin), þannig að ég hékk fyrir neðan, horfði á þá hlaupa upp, leggja af stað og lenda. Hlýtur að vera nóg.

Freyja og Kristján Óli skáfrændi eru bæði 11 ára og fulltreystandi í sundi sjálfum. Hlakka til þegar Finnur verður 8 og alsyndur…

shrek III

fjölskylduferð í Laugarásbíó í kvöld, ákveðið að fara á íslensku talsetninguna, ekki fyrir börnin (þau skilja enskuna dável) heldur til að hlusta á fagran söng Mjallhvítar. Hann var flottur. Myndin svona lala, sérstaklega fyrir hlé, þéttari eftir hlé. Ekki sannfærð um að Shrek IV sé góð hugmynd, aðeins byrjað að vinda stein hérna.

Í hléi urðum við hins vegar fyrir skelfilegri árás á hljóðhimnurnar. Hvað á nú eiginlega að þýða að vera með syrpu af Bó? Til að allir hlaupi fram og kaupi sér meira nammi?

hananú

þá er ég að spá í að fara að kíkja á þessa ísraelsku texta. Var ég búin að segja frá því að ísraelskur strákur sendi mér fullt af textum og vill hafa samvinnu um júróvisjónlag. Hehehe. En gæti orðið gaman.

(kannski þess virði að taka eftir að ég flokka þetta ekki sem tónsmíðar, heldur dægradvöl…)

ummerki falin

nú sést ekki að það hafi verið sandkassi í garðinum. Nema af því að bletturinn bak við þar sem hann var er heldur grænni en restin af veggnum í kring um garðinn.

fann

svona flæskesvær, lítinn poka í Europris. Étinn. Gott að ég fer ekki oft í Júróprís. Gott snakk en ég efast um að það sé til mikið feitara…

mikið væri ég til í

að geta sett París Hilton á ignore; á ircinu er hægt að velja að maður sjái ekki færslur fólks sem pirrar mann. Til þess að fá ekki fréttir af þessu fyrirbæri þarna, þarf maður hins vegar að hætta að fletta blöðum og skoða mbl.is og álíka síður. Ekki viss um að ég færi alveg svo stóra fórn.

dagurinn

fór í útréttingar, innréttingar og afmæli.

Innréttingar, þurfum að redda smá í eldhúsinnréttinguna, settum loksins upp viftu yfir eldavélina (víst nauðsynlegt með gas) og vantar spýtu (ekki samt sög) til að hylja elementið.

Útréttingar, fundum hvar við fengjum nýja hurð fyrir neðri innganginn, lengi vantað. Restin af sumarblómunum í hús og í mold. Fundum hvar við gætum fengið nýja festingu á garðhliðið, höfum ekki getað lokað hliðinu almennilega í mörg ár.

Afmæli, heimsins besta litla frænka, hún Ragnheiður Dóra varð 7 ára í dag. Til hamingju með afmælið, skottan mín. Flott garðveisla á ættaróðalinu að Sunnuflöt 7. Bar ekki á mig sólarvörn, byrjað að klæja. Heimska ég…

heeheehee

sjá hér

endurnýjun

heilmikil endurnýjun í skírteinum fjölskyldunnar. Við Jón Lárus fengum okkur bæði ný ökuskírteini, vorum bara með þessi gömlu stóru (Jón meira að segja með skírteini sem var runnið út á pappírnum, ekki gott að þurfa að útskýra að: Víst sé þetta í gildi, fyrir ítölskum lögregluþjónum). Fór svo að skoða skírteinið mitt nýja og sá að ég er með réttindi til að keyra upp að 7,5 tonna trukk og ef ég hef tengivagn má sameinuð þyngd vera upp að 12 tonnum. Magnað. Má líka keyra rútu með upp að 16 farþegum en ekki taka gjald.

Svo fórum við í gærmorgun að endurnýja passann hennar Fífu, eins og ég hef sagt frá. Jújú, pöntuðum enga hraðmeðferð eða neitt, átti að taka 10 virka daga.

Getið þið nú hvað datt inn um bréfalúguna í dag? Engin verðlaun fyrir rétt svar.

óþolinmóð

er að verða óþolinmóð eftir að geta tekið til við að semja sálm fyrir Sálmafossinn á Menningarnótt. Bíð spennt eftir textanum (eða formi, að minnsta kosti)

meiri köttur

litli gaur

fékk leyfi til að gista í bakhúsinu í nótt. Klukkan hálftólf (já, í kvöld) sáum við hann hlaupandi hér fyrir utan. Úff, maður!

enn einn

tengillinn. Um trúarbrögð í þetta sinnið.


bland í poka

teljari

  • 380.688 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa