Sarpur fyrir júní, 2007

sumar

og notað til hins ýtrasta. Nema við skutumst í vínsmakk hjá honum Arnari, maður hálfsá eftir tveimur tímum innandyra, en drifum okkur samt, vorum búin að bóka okkur (og borga). Smökkuð var lína frá Castello di Querceto, mörg mjög fín vín. Sjálfur kastalaherrann/vínbóndinn var mættur á svæðið og talaði ensku með ekta ítölskum bíómyndahreim, eins og manni finnst ýktur. Skemmtilegur karl og mjög fróðlegt smakk.

stjórnað með ótta

Það er náttúrlega takmarkað hvað fólk sættir sig lengi við endalaust eftirlit og takmarkanir. Tja. Nema ef óttanum er alltaf haldið við.

þá er maður búinn

að keðjuverka, þetta var ekki smá skemmtilegt. Gátum ekki beðið um betra veður. Hjóluðum frá Glæsibæ, niður Suðurlandsbraut og Laugaveg, Bankastræti, Lækjargötu, yfir Tjarnarbrúna, Tjarnargötu og að ráðhúsinu, síðan hringuðum við Alþingishúsið og enduðum á að fá okkur að borða á Austurvelli.

Stendur til að halda þetta mánaðarlega síðasta föstudag í mánuði. Stay tuned.

Meira hér og hér. Myndir örugglega fljótlega.

pæling

hann Jón Lárus er með svolítið skemmtilega pælingu á síðunni í dag.

taco bell

í hádeginu, þurftum að skjótast í Hafnarfjörðinn í morgun. Það var eiginlega bara svolítið góður matur. Gæti freistast til að fara þangað af og til.

Maður er gersamlega dasaður eftir daginn, hér koma líklega ekki mjög sniðugar færslur í kvöld. Og annar svona dagur skv. spá á morgun. Jei.

heitt

heittheittheitt á pallinum. Minnir helst á sólarlönd. Farin út aftur.

kedjuverkun

sem er megaflott íslenskun (ekki góð þýðing þó) á uppátækinu Critical Mass verður haldin á föstudaginn.

Allir sem vettlingi, hjóli, hjóla/línuskautum eða hjólabrettum geta valdið mæta í Glæsibæ fyrir klukkan 12 á hádegi á föstudaginn. Fréttatilkynning hér:

Keðjuverkun eða Critical Mass er viðburður sem vanalega er haldinn seinasta föstudag í hverjum mánuði í borgum og bæjum víðsvegar um heiminn þar sem reiðhjólafólk, og jafnvel hjólabretta-, hjólaskauta- og línuskautafólk fjölmenna göturnar.

Hver hefur sínar ástæður fyrir því að vera með en algengt er að fólk vilji vekja athygli á hjólum sem samgöngumáta í stað bíla og fá fleiri til að hjóla. Eða einfaldlega hjóla saman og skemmta sér í góðra vina hópi.

Fyrsta „keðjuverkunin“ á Íslandi verður haldin föstudaginn 29. júní kl. 12. Hjólað verður frá Glæsibæ að Ráðhúsinu um Laugaveg. Áætlunin er að halda atburðinn mánaðarlega.


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa