Sarpur fyrir apríl, 2013

Bílaþvottavesen

Fyrir örfáum vikum, eftir eitthvert austan rokið með ösku og tilheyrandi var bíllinn orðinn ansi hreint skítugur og ljótur. Eins og gerist.

Við drifum okkur þess vegna út á þarnæstu bensínstöð á þvottaplan. Gripum í tómt. Engar slöngur. Við á næsta plan, ekkert þar heldur. Á þriðja planinu var ein slanga úti og tveir bílar að bíða. Hvað var með þetta eiginlega? Það hafði ekki verið frost í þó nokkra daga og engin ástæða til að slöngurnar væru ekki úti.

Ég hoppaði út úr bílnum og inn á stöðina (N1 við Ægisíðu) til að spyrja hvort hægt væri að setja út fleiri slöngur. Bensínafgreiðslustúlkan svaraði þá til að hún ætti ekki hægt um vik með það, þar sem slöngunum og burstunum hefði öllum verið stolið.

Ha?

Hvað í ósköpunum?

Við hinkruðum og náðum að þvo farartækið en veltum fyrir okkur hvernig á þessu gæti staðið. Hver hefur ágirnd á einhverjum slöngudruslum og notuðum kústum? Datt helst í hug að sökudólgurinn væri eigandi bílaþvottastöðva sem vildi gera fólki erfitt fyrir að þvo sjálft.

Sáum núna fyrir helgi að það voru komnar glænýjar gular vatnsslöngur og burstar á fyrstu stöðina, vonandi fær þetta nú að vera í friði. 


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

apríl 2013
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa