mikið svakalega getur maður verið vitlaus stundum!
við fjölskyldan vorum búin að ákveða að hafa nautasteik í matinn annan í jólum. huxuðum með okkur að það væri sniðugt að kaupa nautið frekar snemma til að láta það „hanga“ í ísskápnum nokkra daga. þannig að við kaupum okkur 3 góðar t beinsteikur fyrir viku síðan.
það voru fyrstu mistökin. hefðum ekki þurft að kaupa fyrr en á þorlák.
önnur mistökin voru að láta ekki vakúmpakka kjötinu.
og hvað haldið þið að hafi gerst, nema kjötið var náttúrlega orðið dragúldið, ojbara! þvílík synd!
mætti halda að við kynnum ekkert til verka 😦
en málið reddaðist, opið í 10-11, keypti 4 steikur frá new yorkers, og er nokkuð viss um að nóatúns t beinið hafi ekki getað verið mikið betra. þvílíkt sælgæti. jón lárus bjó til bearnaise frá grunni, ég steikti kartöfluskífur og gott ef þetta sló ekki út svínið frá í fyrradag og hangikjötið í gær. vorum með ógnarfína rauðvín með, chateau lagrange frá ’94.
ætluðum síðan að hafa spilakvöld í kvöld, bjór og popp, en það er nú eiginlega algjör helgispjöll, hmmm!
Nýlegar athugasemdir