Sarpur fyrir desember, 2003

ég á nú bara alyndislegasta litla strák í heimi, ó…

ég á nú bara alyndislegasta litla strák í heimi, ójá!

hvað haldið þið að þessi elska hafi sagt í morgun? vaknaði um hálftíuleytið, kominn upp í til mömmu sinnar og pabba og fyrsta sem hann segir er:

mamma! má ég fá bros?

talandi um að bræða hjarta móður sinnar! þriggja og hálfs árs! mamman náttla settist upp og brosti til hans, hann brosti á móti, alsæll.

bestur 🙂

jæja, þá er maður búinn að sjá return of the king!…

jæja, þá er maður búinn að sjá return of the king! (passið ykkur, spoilers framundan)

fórum bara í regnbogann í gærkvöldi, til að þurfa ekki að hreyfa bílinn. þetta er alveg svolítið flott hjá jackson/walsh!!! hugsa samt að ég hefði orðið fyrir enn meiri hughrifum ef ég kynni ekki söguna svona utanbókar. en mikið svakalega eru sumar senurnar þarna glæsilegar. til dæmis þessi með kyndlunum á fjallstoppunum, og bardaginn við fílana og fleira og fleira! hlakka ekkert smá til að sjá lengdu útgáfuna, fyrir næstu jól

sumum atriðum var algerlega sleppt, eins og scouring of the shire kaflanum, og þó ég skilji það mjög vel, upp á hraðann í myndinni, saknaði ég þess svolítið samt. vantaði eiginlega alveg ástæðuna fyrir því að sam skyldi vera kosinn bæjarstjóri í hobbiton til dæmis.

ýmislegt annað sem var sleppt mátti alveg missa sín, til dæmis þegar fróði og sam voru uppgötvaðir í orkabúningunum og þurftu að þramma til baka heilan dag. hefði ekki gert sig í mynd þótt væri fínt í bókinni.

ég væri meira en til í að fara aftur að sjá þetta, og það fljótlega.

eins og samviskusamir lesarar hafa kannski tekið e…

eins og samviskusamir lesarar hafa kannski tekið eftir var svo mikill letidagur hjá mér í gær að ég nennti ekki einusinni að blogga!

sendi krakkana út að leika í snjóinn, fífa var að koma inn, að drepast úr kulda, enda á hún ekki snjógalla, freyja og finnur með meira þol. svona veður hefur barasta ekki sést í reykjavík í mörg ár. við ætluðum í smáralind (forgarð vítis) að skipta einni jólagjöfinni og kaupa miða á return of the king, og finnur átti að fara í leikskólann, snarlega hætt við hvorttveggja. gætum neyðst til að fara á morgun, þar sem skiptimiðinn á afmælisgjöfinni gildir bara til þrítugasta des 😦

tók nokkrar myndir áðan, en þar sem ég er hvergi með hýsingu get ég ekki sýnt ykkur. þoorbjöööörn (blikk, blikk;-)

gæti hinsvegar komið að því að ég þyrfti að fara út að moka!

þá er ég búin að lesa fönixregluna á íslensku, var…

þá er ég búin að lesa fönixregluna á íslensku, var reyndar búin með hana á ensku, stuttu eftir að hún kom út, en náði heldur fleiri smáatriðum núna! þetta er tær snilld! ég les bækurnar mínar eiginlega alltaf nokkuð oft (ef mér finnast þær þess virði, þ.e.a.s.) þar sem ég les svo hræðilega hratt að ég missi alltaf af sirka helmingnum. næ að endurnýta bækurnar nokkuð vel, finn alltaf eitthvað nýtt í þeim í hvert skipti sem ég les þær upp á nýtt.

fönixregluna las ég á 9 tímum sl sumar, þurfti svo að skila henni til hallveigar, þar sem þar var biðlisti eftir henni. þannig að ég fann fullt af nýjum hlutum núna 🙂

svo er það bara þriðja bókin um artemis fowl, þegar fífa er búin með hana.

eins og sést, fékk ég engar bækur í jólagjöf (nema grænan kost frá hagkaupum, fljótlesin), þannig að ég ligg í jólagjöfum elstu dótturinnar. er nú samt að hugsa um að kaupa mér da vinci lykilinn á ensku, eftir helgi, úr því engum datt í hug að gefa mér hana!

mikið svakalega getur maður verið vitlaus stundum!…

mikið svakalega getur maður verið vitlaus stundum!

við fjölskyldan vorum búin að ákveða að hafa nautasteik í matinn annan í jólum. huxuðum með okkur að það væri sniðugt að kaupa nautið frekar snemma til að láta það „hanga“ í ísskápnum nokkra daga. þannig að við kaupum okkur 3 góðar t beinsteikur fyrir viku síðan.

það voru fyrstu mistökin. hefðum ekki þurft að kaupa fyrr en á þorlák.

önnur mistökin voru að láta ekki vakúmpakka kjötinu.

og hvað haldið þið að hafi gerst, nema kjötið var náttúrlega orðið dragúldið, ojbara! þvílík synd!

mætti halda að við kynnum ekkert til verka 😦

en málið reddaðist, opið í 10-11, keypti 4 steikur frá new yorkers, og er nokkuð viss um að nóatúns t beinið hafi ekki getað verið mikið betra. þvílíkt sælgæti. jón lárus bjó til bearnaise frá grunni, ég steikti kartöfluskífur og gott ef þetta sló ekki út svínið frá í fyrradag og hangikjötið í gær. vorum með ógnarfína rauðvín með, chateau lagrange frá ’94.

ætluðum síðan að hafa spilakvöld í kvöld, bjór og popp, en það er nú eiginlega algjör helgispjöll, hmmm!

og gleðileg jól aftur, öll! jóladagur, mesti le…

og gleðileg jól aftur, öll!

jóladagur, mesti letidagur ársins. ætla reyndar að hengja upp jólagardínurnar í eldhúsinu, steingleymdi því í gær. en það tekur nú bara alveg svona 3 mínútur, annars verður bara lesið etið og drukkið hér á bæ, jú, kannski horft á eitthvað af þessum dvd diskum sem óli gaf okkur í jólagjöf.

þvílík lifandis hrúga af pökkum sem var undir trénu í gær, maður minn! við vorum ógnar stolt af krökkunum, þokkalega góð, engin frekja, enginn grátur og gnístran þegar allt var búið, allt í rólegheitunum, allir glaðir, gaman!

Gleðileg jól

Gleðileg jól

nú er undirbúningurinn að smella! bara eftir að…

nú er undirbúningurinn að smella!

bara eftir að taka til á borðinu í borðstofunni, og strauja jóladúkinn

þau koma!

skrapp í þorláksmessuboðið hjá nönnu áðan, þokkale…

skrapp í þorláksmessuboðið hjá nönnu áðan, þokkalega glæsilegt, skinkan fræga þvílíkt hnossgæti, og allt hitt náttúrlega líka. borðin svignuðu undan kræsingunum. klikkaði á því að mæta í fyrra, algjör mistök.

takk, nanna!

mín búin að bjarga jólastemningunni í húsinu :-) …

mín búin að bjarga jólastemningunni í húsinu 🙂

ég var að vandræðast yfir jólalyktarleysi, mín jólalykt er sko ilmurinn af nýsoðnu rauðkáli. ég er hins vegar ekki með fólk í mat annað kvöld, og ekki með pörusteikina í ár, þannig að eiginlega þurfti ég ekki að sjóða neitt rauðkál. og það gat ég ekki hugsað mér 😦 datt þá í hug að tengdamamma notar yfirleitt rauðkál úr krukku. kveiknar ekki á þessari fínu ljósaperu hjá minni, hringi í tengdó og býðst til að sjóða fyrir hana. boðið var náttúrlega þegið með þökkum. þannig að hér verður sett yfir rauðkál first thing tomorrow! mmm, jól!

og þorláksmessa gengin í garð finnur fékk kartö…

og þorláksmessa gengin í garð

finnur fékk kartöflu í skóinn! fannst það mjög merkilegt, var eiginlega ekkert fúll, en þegar hann byrjaði að ormast í morgun dugði alveg að spyrja hvort hann vildi aftur fá kartöflu á morgun, hann hafði ekki mikinn áhuga á því.

stelpurnar eru að fara upp í leikskóla að spila fyrir bróður sinn og hin krílin, fífa stendur hjá mér og æfir jingle bells, en freyja ætlar ekki að spila jólalag, heldur lag sem hún hefur æft í tímum, renndi yfir það í gærkvöldi og gekk bara fínt, þó sellóið hafi ekki verið snert síðan skólinn var búinn, fyrir tæpri viku

ætli maður fari svo ekki og klári síðustu jólagjafakaupin, vil helst sleppa við að þurfa að gera það á morgun.

tónleikarnir hjá hallveigu og steina voru ekkert m…

tónleikarnir hjá hallveigu og steina voru ekkert minna en FRÁBÆRIR! mér fannst ég sko ekki vera neitt jólastressuð, en tókst að róast þvílíkt samt. og allt hljómaði þetta eins og þau hefðu ekkert fyrir þessu. að minnsta kosti skein mjög vel í gegn hvað þau höfðu gaman af þessu

þjófavörnin í bílnum mínum fór í gang snemma á tónleikunum, ég rauk út (sat aftast, var sko að selja miða) sá engan en viðkomandi hefur kannski náð að komast í hvarf inn í trjálund á neskirkjulóðinni. var ekki með lykilinn á mér, en það var nóg að lemja á blessaðan bílinn og segja honum að þegja, (held reyndar að hann sé stilltur á að æpa bara í stuttan tíma)

en semsagt, meiriháttar! verst að ég held að það hafi enginn gagnrýnandi komið, frekar en á tónleikana hjá hljómeyki á fimmtudaginn 😦 súrt.

svei mér þá, það er bara kominn alvöru snjór í rey…

svei mér þá, það er bara kominn alvöru snjór í reykjavík! stelpurnar á leiðinni út í garð að byggja snjóhús. mælirinn hjá mér sýnir reyndar 3,3 gráður, þannig að það er ekki alveg víst að þetta endist lengi. held samt að ég moki hjá mér stéttina á eftir.

síðan er hallveig systir með jólatónleika í neskirkju í kvöld klukkan 21.00 ef einhver hefur hrunið ofan í jólastressið get ég lofað ró og friði, ekki einu sinni klapp á eftir.

meiri músík jólaóratorían yfir geislanum í fyrs…

meiri músík

jólaóratorían yfir geislanum í fyrsta skipti á þessari aðventu

herrscher des himmels

hvítvín í glasi

himnaríki!

við fífa vorum að koma af tónleikum hjá kammersvei…

við fífa vorum að koma af tónleikum hjá kammersveit reykjavíkur, alltaf gaman þar, en sérstaklega núna. bachprógramm, rut spilaði 2 einleiksfiðlukonserta og 2 aðra konserta, annan fyrir fiðlu og óbó, daði spilaði, hinn fyrir 2 fiðlur og þar kom unnur maría systir hennar til sögunnar.

þetta er svooo flott músík. náttúrlega búin að vera í uppáhaldi hjá manni forever! gaman.

jólakortin farin búið að pakka gjöfunum sem eig…

jólakortin farin

búið að pakka gjöfunum sem eiga að fara austur og nokkrum í viðbót

flottar jólaservéttur í jólahúsinu hér úti á horni

byrjum að skreyta utanhúss á morgun

jú, ég hugsa að við náum jólunum!

kannski verður samt ekki búið að þvo veggina og loftin 😉

jæja, þá er maður kominn í jólafríið! tja, svona …

jæja, þá er maður kominn í jólafríið! tja, svona fyrir utan jólastúss ýmislegt, kortin ekki farin af stað, íbúðin í rúst…;-)

tónleikarnir gengu bara mjög vel, var virkilega góð hugmynd með palla og móniku, ég var svolítið hrædd við að það myndi virka alveg út úr kú, en það gerði það hreint ekki, braut bara upp allt þetta a cappella prógramm okkar.

útsetningin á dingdong sló í gegn, takk king’s singers 🙂

partí á eftir heima hjá mér, slátrað nokkrum rauð- og hvítvínsflöskum, síðustu gestir út um þrjúleytið, enda var maður hálfmyglulegur í morgun! vel þess virði, samt.

og í dag bökuðum við hallveig sörur, mmm!

smá fréttatilkynning: Kæru vinir, vandamenn og …

smá fréttatilkynning:

Kæru vinir, vandamenn og aðrir forvitnir blogglesarar!

Hinir árlegu jólatónleikar Hljómeykis verða fimmtudaginn 18. desember kl. 20:00 í Fríkikjunni í Reykjavík. Á efnisskrá eru m.a. verkið Come, My Light eftir Imant Raminsh, jólalög eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Báru Grímsdóttur og Elínu Gunnlaugsdóttur. Þá verða flutt jólalög í útsetningu Róberts A. Ottósonar og Jóns Nordal auk þess sem flutt verða hefðbundin jólalög.

Sérstakir gestir á jólatónleikunum verða Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth en Hljómeyki syngur í tveimur lögum á nýjum diski þeirra „Ljósin heima“ og verða þau flutt á tónleikunum.

Stjórnandi Sönghópsins Hljómeykis er Bernharður Wilkinson.

Miðaverð er 1.500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn/námsmenn, elli- og örorkulífeyrisþega.

Lofum því að koma öllum í jólastemningu. Bannað að segja að einhver ætli á Íslensku dívurnar

🙂

hálftvöþriðjudagstíminn búinn, alltaf finnst mér é…

hálftvöþriðjudagstíminn búinn, alltaf finnst mér ég vera búin með vikuna þegar þessir ormar eru búnir. 8 krakkar, öll í sama bekk, koma hingað beint eftir skóla og þurfa mikið að tala og ólmast. ætli þau séu ekki með strangan kennara, taki þetta allt út á mér 🙂

en þau mættu auðvitað öll!

svo er að vita hvernig heimturnar verða. trúlega enginn núna í næsta tíma, ætti að vera slatti klukkan hálffjögur, slóðarnir mínir, fá sko ekki að spila nema stuttan hluta tímans. vondi kennari.

og þá tveir kennsludagar eftir fram að jólafríi :-…

og þá tveir kennsludagar eftir fram að jólafríi 🙂

gaf stóru krökkunum mínum frjálsa mætingu í síðustu vikunni (hmm, nema tónheyrn) engin ástæða til að unglingar í prófum séu að mæta í einhverja nammi/spilatíma. svo er bara að vita hvort þetta þýðir að ég fái frí í einhverjum tímum! aldrei að vita hvort einhverjir ofursamviskusamir mæti samt 😦

kemur í ljós á morgun og hinn.

þriðja síðasta æfing fyrir tónleikana okkar í kvöld, benni mættur, verður gaman.


bland í poka

teljari

  • 377.779 heimsóknir

dagatal

desember 2003
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa