Sarpur fyrir desember, 2003

ég á nú bara alyndislegasta litla strák í heimi, ó…

ég á nú bara alyndislegasta litla strák í heimi, ójá!

hvað haldið þið að þessi elska hafi sagt í morgun? vaknaði um hálftíuleytið, kominn upp í til mömmu sinnar og pabba og fyrsta sem hann segir er:

mamma! má ég fá bros?

talandi um að bræða hjarta móður sinnar! þriggja og hálfs árs! mamman náttla settist upp og brosti til hans, hann brosti á móti, alsæll.

bestur 🙂

jæja, þá er maður búinn að sjá return of the king!…

jæja, þá er maður búinn að sjá return of the king! (passið ykkur, spoilers framundan)

fórum bara í regnbogann í gærkvöldi, til að þurfa ekki að hreyfa bílinn. þetta er alveg svolítið flott hjá jackson/walsh!!! hugsa samt að ég hefði orðið fyrir enn meiri hughrifum ef ég kynni ekki söguna svona utanbókar. en mikið svakalega eru sumar senurnar þarna glæsilegar. til dæmis þessi með kyndlunum á fjallstoppunum, og bardaginn við fílana og fleira og fleira! hlakka ekkert smá til að sjá lengdu útgáfuna, fyrir næstu jól

sumum atriðum var algerlega sleppt, eins og scouring of the shire kaflanum, og þó ég skilji það mjög vel, upp á hraðann í myndinni, saknaði ég þess svolítið samt. vantaði eiginlega alveg ástæðuna fyrir því að sam skyldi vera kosinn bæjarstjóri í hobbiton til dæmis.

ýmislegt annað sem var sleppt mátti alveg missa sín, til dæmis þegar fróði og sam voru uppgötvaðir í orkabúningunum og þurftu að þramma til baka heilan dag. hefði ekki gert sig í mynd þótt væri fínt í bókinni.

ég væri meira en til í að fara aftur að sjá þetta, og það fljótlega.

eins og samviskusamir lesarar hafa kannski tekið e…

eins og samviskusamir lesarar hafa kannski tekið eftir var svo mikill letidagur hjá mér í gær að ég nennti ekki einusinni að blogga!

sendi krakkana út að leika í snjóinn, fífa var að koma inn, að drepast úr kulda, enda á hún ekki snjógalla, freyja og finnur með meira þol. svona veður hefur barasta ekki sést í reykjavík í mörg ár. við ætluðum í smáralind (forgarð vítis) að skipta einni jólagjöfinni og kaupa miða á return of the king, og finnur átti að fara í leikskólann, snarlega hætt við hvorttveggja. gætum neyðst til að fara á morgun, þar sem skiptimiðinn á afmælisgjöfinni gildir bara til þrítugasta des 😦

tók nokkrar myndir áðan, en þar sem ég er hvergi með hýsingu get ég ekki sýnt ykkur. þoorbjöööörn (blikk, blikk;-)

gæti hinsvegar komið að því að ég þyrfti að fara út að moka!

þá er ég búin að lesa fönixregluna á íslensku, var…

þá er ég búin að lesa fönixregluna á íslensku, var reyndar búin með hana á ensku, stuttu eftir að hún kom út, en náði heldur fleiri smáatriðum núna! þetta er tær snilld! ég les bækurnar mínar eiginlega alltaf nokkuð oft (ef mér finnast þær þess virði, þ.e.a.s.) þar sem ég les svo hræðilega hratt að ég missi alltaf af sirka helmingnum. næ að endurnýta bækurnar nokkuð vel, finn alltaf eitthvað nýtt í þeim í hvert skipti sem ég les þær upp á nýtt.

fönixregluna las ég á 9 tímum sl sumar, þurfti svo að skila henni til hallveigar, þar sem þar var biðlisti eftir henni. þannig að ég fann fullt af nýjum hlutum núna 🙂

svo er það bara þriðja bókin um artemis fowl, þegar fífa er búin með hana.

eins og sést, fékk ég engar bækur í jólagjöf (nema grænan kost frá hagkaupum, fljótlesin), þannig að ég ligg í jólagjöfum elstu dótturinnar. er nú samt að hugsa um að kaupa mér da vinci lykilinn á ensku, eftir helgi, úr því engum datt í hug að gefa mér hana!

mikið svakalega getur maður verið vitlaus stundum!…

mikið svakalega getur maður verið vitlaus stundum!

við fjölskyldan vorum búin að ákveða að hafa nautasteik í matinn annan í jólum. huxuðum með okkur að það væri sniðugt að kaupa nautið frekar snemma til að láta það „hanga“ í ísskápnum nokkra daga. þannig að við kaupum okkur 3 góðar t beinsteikur fyrir viku síðan.

það voru fyrstu mistökin. hefðum ekki þurft að kaupa fyrr en á þorlák.

önnur mistökin voru að láta ekki vakúmpakka kjötinu.

og hvað haldið þið að hafi gerst, nema kjötið var náttúrlega orðið dragúldið, ojbara! þvílík synd!

mætti halda að við kynnum ekkert til verka 😦

en málið reddaðist, opið í 10-11, keypti 4 steikur frá new yorkers, og er nokkuð viss um að nóatúns t beinið hafi ekki getað verið mikið betra. þvílíkt sælgæti. jón lárus bjó til bearnaise frá grunni, ég steikti kartöfluskífur og gott ef þetta sló ekki út svínið frá í fyrradag og hangikjötið í gær. vorum með ógnarfína rauðvín með, chateau lagrange frá ’94.

ætluðum síðan að hafa spilakvöld í kvöld, bjór og popp, en það er nú eiginlega algjör helgispjöll, hmmm!

og gleðileg jól aftur, öll! jóladagur, mesti le…

og gleðileg jól aftur, öll!

jóladagur, mesti letidagur ársins. ætla reyndar að hengja upp jólagardínurnar í eldhúsinu, steingleymdi því í gær. en það tekur nú bara alveg svona 3 mínútur, annars verður bara lesið etið og drukkið hér á bæ, jú, kannski horft á eitthvað af þessum dvd diskum sem óli gaf okkur í jólagjöf.

þvílík lifandis hrúga af pökkum sem var undir trénu í gær, maður minn! við vorum ógnar stolt af krökkunum, þokkalega góð, engin frekja, enginn grátur og gnístran þegar allt var búið, allt í rólegheitunum, allir glaðir, gaman!

Gleðileg jól

Gleðileg jól


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

desember 2003
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031  

sagan endalausa