fyrir þá sem enn lesa, Álfareiðin í flutningi jólakvartettsins Rúdolfs.
Sarpur fyrir desember, 2011
já bíllinn komst til baka, ekki eins vondur í snjó og við óttuðumst miðað við hvað er lágt undir hann (gamla Mazdan talsvert háfættari eða á maður frekar að segja háhjólaðri?)
Dóttirin sem var veðurteppt í Kópavogi allan gærdaginn semsagt dreif sig út í morgun ásamt kærasta, mokuðu frá okkar bíl og hans fjölskyldubíl, klukkutíma hamagangur, okkar keyrði síðan í burtu en Renaultinn þeirra situr enn pikkfastur að ég viti. Mazda ftw!
Náðum í útréttingar fyrir veislu morgundagsins, reyndar með smá viðkomu í jarðarför hjá mér. Pínu sérkennilegt, sit hér heima og er reyndar búin að finna mig til en það er svona 10 mínútur í að ég þurfi að fara af stað. Nema það er hringt í mig, umsjónarkona í kórnum mínum. „Drífðu þig inn í kirkju núna! aðstandendur vilja byrja snemma, það eru víst allir komnir sem búist er við í athöfnina“. Ég auðvitað rýk af stað, vill til að það er ekki langt á staðinn. Nótum dreift, enginn tími til að æfa (sem betur fer engin flókin músík), byrjum kortéri fyrr en förin var auglýst.
Svo auðvitað tínist að fólk eftirá, steinhissa á því að athöfnin sé byrjuð. Ein kona horfir upp til okkar og bendir sárhneyksluð á úrið sitt, heldur greinilega að kórinn og organistinn stjórni því hvenær athöfnin byrjar. Spes.
Nújæja, búin snemma, Jón Lárus nær í mig og klárum útréttingar. Gátum síðan þvingað bílinn inn í stæði fyrir utan hjá okkur, Jón mokaði svo frá þannig að við getum jafnvel mögulega komist út aftur…
með snjó í Reykjavík (jájá ég veit það kemur oft svona snjór fyrir norðan og vestan…)
Þetta er svolítið flott, en bíllinn minn er fastur í uppsveitum Kópavogs og ég hef ekki hugmynd um hvenær ég fæ hann til baka. Vill til að það er ekki bráðnauðsynlegt að nota hann í bili.
var víst búin að lofa og hér efndir þó seint sé.
Messías í flutningi Hljómeykis, Kórs Áskirkju og Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðan 2. des verður í kvöld klukkan 19.00 á rás 1.
á Jólasöngvum Langholtskóra er hér, nýsett inn, njótið:
kæru vinir og aðrir lesendur, takk fyrir allt.
í heimi in my not so very humble opinion er þetta hér. Englar og hirðar (Angyalok és pástorok) eftir Zoltán Kodály. Ég get ómögulega skilið hvers vegna íslenskir barna- og kvennakórar eru ekki með það á fastri jólatónleikadagskrá. (Nobili – PLÍÍÍS!?!)
Þessi flutningur er af jólaplötu Skólakórs Garðabæjar, litlu krakkarnir í yfirröddinni voru orðnir svolítið þreyttir í upptökunni en annars mjög flott. Hér er svo annar:
jamm, samningar tókust við tryggingafélagið og við erum komin með nýjan gamlan bíl í hús. Bóndinn mun skrifa myndabloggfærslu með þeim gamla krumpaða og nýja slétta, vísa á það þegar til kemur. Hefði viljað fá sama litinn aftur en burtséð frá steingrámanum er bíllinn bara ljómandi, meira að segja nokkur smáatriði betri en í þeim gamla (t.o.m. rassahitarinn bílstjóramegin virkar, bilaður í hinum, mikil gleði, maður verður bara að passa sig á að brenna ekki fötin sín eins og gaurinn um daginn:
Svo ég haldi nú áfram með neytendamálin fengum við fína aðstoð hjá Verði, tjónafulltrúinn fann fyrir okkur tvo bíla, mælti með öðrum, okkur langaði reyndar meira í hinn (hann var sko kóngablár eins og sá gamli). Sá eigandi var síðan hættur við að selja bílinn (muuu) en hinn komst svo í okkar eigu, prúttuðum smá, aðallega um að fá að taka nýju vetrardekkin undan þeim gamla og láta hin talsvert meira slitnu sem fylgdu þeim nýrri í staðinn.
Fékkst í gegn, ekkert mál, upp á að við sæjum sjálf um að skipta um dekkin. Hjóluðum í þetta síðdegis á föstudaginn, Jón Lárus var reyndar sárlasinn, að farast úr einhverri magapest og hafði ekki farið í vinnuna en lét sig hafa það að fara í þetta stúss, hefði verið alveg vonlaust að geyma þetta fram yfir helgi. Bíllinn var skráður á hann, annars hefði ég auðvitað bara getað séð um þetta sjálf, en það er víst lítið hægt að skrifa undir fyrir aðra í svona tilfelli. Þrátt fyrir að Skoda Oktavia fjórhjóladrifsbíllinn sem við fengum í stað Volkswagen Pólósins væri ljómandi fínn þurftum við bara að koma þessum málum frá.
Allavega upp í Bernharð notaða bíla, eitt stykki bíll skipti um eigendur nokk átakalaust.
Tjónafulltrúinn hafði látið liðið í Króki vita af því að við værum á leiðinni þangað til að sækja hitt og þetta dót sem var í þeim gamla. Við þangað, römbuðum á fyrirtækið af slembilukku, inn og báðum um smá hjálp við að skipta um dekkin. Ég er alveg slatti lengi að skipta þó ég kunni það alveg og leist ekki alveg á að skipta um átta dekk, Jón var ekki til stórræðanna út af pestinni. Fólkið í Króki tók slíkt hins vegar ekki í mál, tveir almennilegir menn svippuðu bílunum báðum upp á lyftara (þeim gamla) og búkka (nýrri), drógu fram græjur og skiptu um allt saman, tók kannski kortér í allt. Hefði séð fram á sirka einn og hálfan tíma ef við hefðum þurft að vasast í þessu sjálf. Vildu síðan ekki taka krónu fyrir ómakið og óskuðu okkur bara gleðilegra jóla. Frábær þjónusta atarna.
fórum á jólahlaðborð með mínum elskulegu Hafnarfjarðarkennurum í kvöld. Allt of langt síðan ég hef gert eitthvað með þeirri skemmtilegu grúppu. (ekki ólíklegt að fimmþúsundkrónaleigubíllinn heim spili einhverja rullu þar sem oftast eru gillin í firðinum hinum fagra (nei ekki Skagafirði, það eru til fleiri fagrir!))
Í kvöld var hins vegar jólahlaðborð og það var haldið á Óðinsvéum. Sem eru um 100 metrum frá húsinu mínu. Enginn leigubílakostnaður. Ekki einu sinni nauðsyn á því að biðja unglinginn að skutla okkur og sækja. Sem hefði reyndar ekki verið hægt núna, hún er ekki skráð bílstjóri á beinskipta bílaleigubílinn (sjá færslu fyrir neðan)
Nevermænd. Óðinsvé á horni Þórsgötu og Óðinsgötu. Fínt mál. Ljómandi ágætt hlaðborð, ekki fáránlega mikið úrval heldur bara temmilegt en maturinn langoftast fínn, ekkert upp á þjónustuna við borð að klaga, diskarnir alltaf farnir áður en maður kom með næsta skammt.
Vínið hins vegar… Það þarf enginn að reyna að segja mér að það að selja fólki rauðvínsglas á þúsundkall og reyna að troða því í hvítvínsglös i þrjú skipti af fjórum sé nein tilviljun! Neibb. Tókst í fyrsta skiptið en ekki seinni þrjú. Klárt maður hellir lægra í rauðvínsglös en það var samt ekki málið þarna. Jón fékk einu sinni afsökunina: Það er ekki til glas. Hmm, hvað tekur margar sekúndur að skola úr einu tómu glasi? Eitt skiptið var reyndar glasið af réttri stærð óumbeðið…
Einu sinni skrifaði ég póst þar sem ég andskotaðist yfir ömurlegri þjónustu hjá Hljómsýn og Litsýn sjá hér. (heh nei mér finnst ekkert að því að auglýsa það upp á nýtt). Þetta er sú færsla hjá mér sem dúkkar alltaf upp með innlit í hverri einustu viku og er komin með yfir 8000 flettingar. Mikið langt frá því að vera góð auglýsing fyrir viðkomandi fyrirtæki og ég vil allavega trúa því að þeir hefðu grætt á því að allavega borga fyrir viðgerðina á bannsettum heyrnartólunum – sem NB eru síðan búin að brotna hinum megin og sambandið er heldur ekki gott í þeim.
Allavega í dag fékk ég alveg öfuga þjónustu.
Forsagan er ekki sérlega skemmtileg reyndar. Við systurnar vorum að baka sörur hér heima, ekki í frásögur færandi per se, eldri unglingur var að fara í síðasta prófið sitt í menntaskóla, ég þurfti að skjótast með yngri ungling úr skólanum til að spila í ráðhúsinu, allavega púslast hlutirnir þannig að sú eldri tekur bíl systurinnar í prófið. Systur minnar bíl, sko ekki sinnar!
Mín systir tekur síðan minn bíl til að sækja sína dóttur (var einhver að tala um flækjustig?) Nema hvað, hún hringir í mig 5 mínútum seinna, ég á kafi í síðustu sörubotnum í ofn og þá er bara búið að klessukeyra aftan á bílinn minn á ljósum, jeppakall að spila angry birds á símann sinn (tja eða tékka á sms eða álíka) og tók ekki eftir því að það væri komið rautt ljós og stopp bílaröð fyrir framan sig. Beint aftan á, af fullum krafti. (allir krossa putta og tær og handleggi og fætur og snúa tungunni við að Hallveig hafi ekki fengið slæman hnykk. Takk!)
Hringt í 112, þessir gaurar mæta á svæðið, áreksturinn er skólabókardæmi um aftanákeyrslu og Hallveig í 100% rétti ef maðurinn hefur nokkurn tímann séð slíkt tilfelli. Mér skipað að fara á bílaleigu og taka bíl, reyndar fyrsti dagurinn á mína ábyrgð þar sem lögregluskýrsla berst ekki fyrr en daginn eftir og þá fer skoðun fram. Ég næ síðan í Hallveigu á slysó (henni skipað að koma aftur daginn eftir þar sem meiðsli koma oft ekki strax fram í svona málum), hún skutlar mér síðan á næstu bílaleigu.
Sem er semsagt Bílaleiga Akureyrar – Europcar í Skeifunni.
Ég inn, jújú, þeir skipta við Vörð, ég tryggi þar og af þægilegri tilviljun var jeppakallinn (sem var NB í sjokki og hinn almennilegasti) líka tryggður þar.
Erum að ganga frá bílaleigu og ég (sem hef alltaf heyrt og reyndar nýtt mér áður) að fólk eigi að fá sambærilegan bíl í svona tilfellum. Það hefur hins vegar greinilega breyst, kannski um hrun, tryggingafyrirtæki borga núna bara minnsta bíl. Ég tek fram í sakleysi mínu að ég þurfi að koma sellókassa í skottið. Þau: Uuuuuuu? hmmm? tjaaa! neeeei! Ætluðu að láta mig hafa eitthvað smábílkríli (Volkswagen Polo ef ég man rétt). Mér líst lítið á það þannig að þau benda mér á að tala við tryggingafélagið og benda reyndar á ákveðinn aðila þar sem sé liðlegur. Ég fæ hins vegar ekki samband við hann, er víst með kúnna hjá sér og lendi á talsvert óalmennilegri manni sem vill lítið fyrir mig gera og biður mig bara vinsamlegast taka tillit til að svona aukaútgjöld komi sko niður á iðgjöldum allra (við erum að tala hér um rétt rúmlega 2000 krónur á dag í 5 daga NB). Fæ ekkert meira út úr honum, að hluta til skiljanlegt því hann var auðvitað ekkert búinn að fá um málið. Hef líka oft fengið mjög fína þjónustu hjá Verði þannig að ég ætla ekki að fara að tala þau niður – í bili…
Allavega, gefst upp á símtalinu en þarna er eigandi eða vaktstjóri hjá Bílaleigu Akureyrar hins vegar kominn fram í afgreiðslu og heyrir símtalið mitt. Spyr hvort tryggingarnar hafi viljað gera eitthvað fyrir mig og ég gef nú lítið fyrir það. Hann skipar þá stelpunni sem var að afgreiða mig að skella á mig fimm flokkum dýrari bíl en rukka bara fyrir þann ódýrasta. Bílaleigan taki muninn bara á sig.
Einhvern veginn held ég að bílaleiguna muni meira um þennan sirka 11 þúsund kall en Vörð.
Hins vegar græddi hún ánægðan kúnna – og vonandi líka 8000 innlit og jákvæðni. Svona á þetta að vera, takk fyrir mig.
Herra Finnur er búinn að vera að vandræðast með hvað hann eigi nú að lesa, frekar kresinn á lesefnið. Við pabbi hans höfum verið að reyna að troða upp á hann okkar eigin uppáhaldsbókum frá því við vorum krakkar en það hefur gengið frekar brösuglega. Skiljanlega. Maður treður víst ekki eigin smekk upp á afkvæmin. (Gleymi ekki því hvað mér ÁTTU að þykja bækur Stefáns Jónssonar skemmtilegar þegar ég var krakki, en eina sem ég man úr þeim var eymd og volæði og Hjalti litli að kveðja mömmu sína einn ganginn enn).
Stráksi hefur ekki einu sinni komist inn í Hobbit, algjört sjokk.
Tókst samt að veiða hann inn í Tiffany Aching seríu Terry Pratchett, nú er hann svo upprifinn að hann les frameftir öllu. Sem er reyndar ekki alveg málið þar sem ef minn maður er ekki sofnaður klukkan hálftíu á virkum kvöldum er hann handónýtur morguninn eftir.
að monta mig, sveimérþá! Freyja spilar fyrsta kaflann úr fyrstu sellósvítu Bachs á jólatónleikum í dag:
smátt og smátt, kúrsarnir í LHÍ búnir í ár, fyrir utan tónsmíðaeinkatímana, Messías búinn (muuuu, reyndar) ásamt tónleikum áhugamannabandsins, get ekki verið með í verkefnum kammerkórs Dóm núna fyrir jólin þannig að er komin í bæði kór- og hljómsveitarfrí. Semsagt eiginlega bara kennslan eftir hádegi á mánudögum og miðvikudögum eftir, fyrir utan íhlaupavinnu ýmiss konar.
Þýðir reyndar eiginlega bara að ég hef smá tíma núna til að setja kraft í tónsmíðaverkefnið fyrir Fílharmoníu. Sem er hið besta mál. Búin með (og búin að skila) upphafs- og lokaköflum, annar kaflinn mjög langt kominn og þriðji líka en tveir nánast alveg eftir.
Annars bara heitt kakó, maltesín og smákökur frá Fróni frænda og jólakort frá Knúzinu.
Kokkteillinn virkaði, veit ekki hvað af dótinu gekk svona heiftarlega frá hæsinni, kannski blandan, en allavega mætti röddin á svæðið í gær og betri í morgun.
Söng semsagt með, gekk ágætlega í morgun en tók samt eitt stykki samþjappaðan raddreddsterakúr. Held hann hafi gert nákvæmlega ekkert fyrir mig, fann engan mun frá í morgun. (nú er að vita hvort ég get sofnað í nótt…).
Titillinn já. Sett var hraðamet á Messíasi hér á landi í kvöld. Stjórnandinn, Matthew Halls, þandi kórinn til síns ýtrasta (og vel það stundum) í kóloratúr. Það fyrirgafst honum hins vegar fyrir að vera sá hinn almest inspírerandi stjórnandi sem ég hef á ævinni unnið með. Hreyfingarnar, útgeislunin, snerpan alveg magnað allt saman. Hefði helst viljað endurtaka þetta á morgun og hinn! Hann harðbannaði okkur að skrifa inn styrkleika- og hraðabreytingamerkingar því það yrði allt saman spontan. Gríðarlega töff.
Hlakka til (að mestu leyti) að heyra þetta á jóladag – stillið endilega á Rás 1 og njótið, þið sem voruð ekki í salnum. Vildi óska að það hefði verið sjónvarpsupptaka…
virðist vera að virka eitthvað svolítið, ég næ alveg tónunum sem ég þarf að ná. Ekki af fullum styrk samt ennþá. Vonandi á morgun.
Held þetta verði annars hrikalega flottir tónleikar, stjórnandinn alveg með á hreinu hvað hann vill, tempóin frekar í hraðari kantinum, semsé stuð í kóloratúrnum víðast hvar. Verð sérstaklega að hrósa bassanum fyrir góð tök á hröðu nótunum, það er ekki algengt að heyra slíkt, allavega ekki hér á landi.
Nýlegar athugasemdir