Sarpur fyrir desember, 2011

Áramótaglaðningur

fyrir þá sem enn lesa, Álfareiðin í flutningi jólakvartettsins Rúdolfs.

bíllinn og fleira

já bíllinn komst til baka, ekki eins vondur í snjó og við óttuðumst miðað við hvað er lágt undir hann (gamla Mazdan talsvert háfættari eða á maður frekar að segja háhjólaðri?)

Dóttirin sem var veðurteppt í Kópavogi allan gærdaginn semsagt dreif sig út í morgun ásamt kærasta, mokuðu frá okkar bíl og hans fjölskyldubíl, klukkutíma hamagangur, okkar keyrði síðan í burtu en Renaultinn þeirra situr enn pikkfastur að ég viti. Mazda ftw!

Náðum í útréttingar fyrir veislu morgundagsins, reyndar með smá viðkomu í jarðarför hjá mér. Pínu sérkennilegt, sit hér heima og er reyndar búin að finna mig til en það er svona 10 mínútur í að ég þurfi að fara af stað. Nema það er hringt í mig, umsjónarkona í kórnum mínum. „Drífðu þig inn í kirkju núna! aðstandendur vilja byrja snemma, það eru víst allir komnir sem búist er við í athöfnina“. Ég auðvitað rýk af stað, vill til að það er ekki langt á staðinn. Nótum dreift, enginn tími til að æfa (sem betur fer engin flókin músík), byrjum kortéri fyrr en förin var auglýst.

Svo auðvitað tínist að fólk eftirá, steinhissa á því að athöfnin sé byrjuð. Ein kona horfir upp til okkar og bendir sárhneyksluð á úrið sitt, heldur greinilega að kórinn og organistinn stjórni því hvenær athöfnin byrjar. Spes.

Nújæja, búin snemma, Jón Lárus nær í mig og klárum útréttingar. Gátum síðan þvingað bílinn inn í stæði fyrir utan hjá okkur, Jón mokaði svo frá þannig að við getum jafnvel mögulega komist út aftur…

eruðið að grínast

með snjó í Reykjavík (jájá ég veit það kemur oft svona snjór fyrir norðan og vestan…)

Þetta er svolítið flott, en bíllinn minn er fastur í uppsveitum Kópavogs og ég hef ekki hugmynd um hvenær ég fæ hann til baka. Vill til að það er ekki bráðnauðsynlegt að nota hann í bili.

Messías

var víst búin að lofa og hér efndir þó seint sé.

Messías í flutningi Hljómeykis, Kórs Áskirkju og Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðan 2. des verður í kvöld klukkan 19.00 á rás 1.

Hlusta má hér.

Uppáhalds atriðið

á Jólasöngvum Langholtskóra er hér, nýsett inn, njótið:

jól

kæru vinir og aðrir lesendur, takk fyrir allt.

flottasta jólalagið

í heimi in my not so very humble opinion er þetta hér. Englar og hirðar (Angyalok és pástorok) eftir Zoltán Kodály. Ég get ómögulega skilið hvers vegna íslenskir barna- og kvennakórar eru ekki með það á fastri jólatónleikadagskrá. (Nobili – PLÍÍÍS!?!)

Þessi flutningur er af jólaplötu Skólakórs Garðabæjar, litlu krakkarnir í yfirröddinni voru orðnir svolítið þreyttir í upptökunni en annars mjög flott. Hér er svo annar:


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

desember 2011
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa