Sarpur fyrir maí, 2007

unglingurinn

minn sem verður fimmtán ára á morgun er tæknilega séð þegar orðin það.

Ffa

Hún fæddist úti í Danmörku, rúmlega hálfeitt að nóttu og þá var klukkan náttúrlega ekki orðin miðnætti hérna heima. Þannig að eiginlega á hún tvo afmælisdaga.

Stóra besta stelpan mín, til hamingju með daginn. Elskum þig…

allt brjálað í bænum

úff, ég er ekki viss um að ég ætli niður í bæ í kvöld neitt. Örugglega allt geðveikt út af síðasta leyfilega reykdegi á pöbbum, veitingahúsum og skemmtistöðum. Jón Lárus lenti í þvílíkum vandræðum að leggja þegar hann kom heim. Og tæpast tæmist þetta nú mikið, efast um að liðið sé eingöngu að reykja…

góður dagur

verði þeir svona sem flestir.

Maður verður ekki einu sinni pirraður á rokinu (sem þó var talsvert áðan), þar sem það er svo hlýtt.

sumar

mælirinn hér úti fyrir glugga sýnir 15,6°. Og talsvert síðan sólin fór af honum. Ég er farin ÚT.

þessi er ekki stór

pnupnu...

Held hann sé ekki fótósjoppaður samt. Það er þá vel gert. En líklega ekki. Minnsti fullvaxni köttur í heimi mældist bara 10 cm á lengd, kannski er þetta afkvæmi hans.

aaahhhh

allt kennslutengt búið fram í ágúst. Skilaði síðasta starfsdegi skólaársins áðan, í Hafnarfirði. Bara gott.

war on terror, já

afsakið mig en ég æli. War on the population of Earth, frekar.

Ekki það að það sé ekki búið að vera lengi algerlega augljóst að fólki er ætlað að vera hrætt, svo vestræn stjórnvöld geti farið sínu fram.

Ég hélt þó að ástæðan fyrir vökvabanninu í flugvélum væri meiri en þessi.


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa