Sarpur fyrir maí, 2007

unglingurinn

minn sem verður fimmtán ára á morgun er tæknilega séð þegar orðin það.

Ffa

Hún fæddist úti í Danmörku, rúmlega hálfeitt að nóttu og þá var klukkan náttúrlega ekki orðin miðnætti hérna heima. Þannig að eiginlega á hún tvo afmælisdaga.

Stóra besta stelpan mín, til hamingju með daginn. Elskum þig…

allt brjálað í bænum

úff, ég er ekki viss um að ég ætli niður í bæ í kvöld neitt. Örugglega allt geðveikt út af síðasta leyfilega reykdegi á pöbbum, veitingahúsum og skemmtistöðum. Jón Lárus lenti í þvílíkum vandræðum að leggja þegar hann kom heim. Og tæpast tæmist þetta nú mikið, efast um að liðið sé eingöngu að reykja…

góður dagur

verði þeir svona sem flestir.

Maður verður ekki einu sinni pirraður á rokinu (sem þó var talsvert áðan), þar sem það er svo hlýtt.

sumar

mælirinn hér úti fyrir glugga sýnir 15,6°. Og talsvert síðan sólin fór af honum. Ég er farin ÚT.

þessi er ekki stór

pnupnu...

Held hann sé ekki fótósjoppaður samt. Það er þá vel gert. En líklega ekki. Minnsti fullvaxni köttur í heimi mældist bara 10 cm á lengd, kannski er þetta afkvæmi hans.

aaahhhh

allt kennslutengt búið fram í ágúst. Skilaði síðasta starfsdegi skólaársins áðan, í Hafnarfirði. Bara gott.

war on terror, já

afsakið mig en ég æli. War on the population of Earth, frekar.

Ekki það að það sé ekki búið að vera lengi algerlega augljóst að fólki er ætlað að vera hrætt, svo vestræn stjórnvöld geti farið sínu fram.

Ég hélt þó að ástæðan fyrir vökvabanninu í flugvélum væri meiri en þessi.

og svo er skólinn

að klárast, starfsdagur í dag í austurbæjarskóla, ferðalög og útikennsla á morgun og hinn, undirbúningur vorhátíðar á fös, vorhátíð á lau (hún er alltaf snilld, lýsing kemur pottþétt), skólaslit á má.

Svo er hvað maður gerir við ormana þegar þau verða farin að vera heima allan daginn. Hrædd um að ég fái ekki að hafa tölvuna í jafn góðum friði og venjulega.

mig langar í þráááðlaaaauuust neeeet…

herra ormur

er að læra að hjóla. Það gengur svona og svona. Skil það reyndar ekki, þar sem hann er með ágætis balans almennt.

var orðin leið

á brauðamyndinni í haus (burtséð á að ég fékk komment á hve dónaleg hún væri, hehe). Þessi þokumynd er tekin út um glugga á sumarhúsi fjölskyldunnar á Núpi í Dýrafirði. Fær að vera eitthvað áfram.

project censored

er svolítið merkileg síða. Las í gegn um hana alla áðan, talsvert langt en ýmislegt – tja, já, merkilegt.

Hvet ykkur til að kynna ykkur þetta.

hehe

þetta minnir mig á franska parið með ættarnafnið Renaud (ekki Renault, víst); þeim var bannað að skíra dóttur sína Mégan. Ekki bara á Íslandi þar sem þarf aðeins að hafa vit fyrir fólki.

tilviljanir

uppgötvaði í gær að besti vinur Finns hér heima á 16 og 18 ára gamlar systur sem heita Anna og Alexandra. Þykir ekki merkilegt, nei, nema svo vill til að besti skáfrændinn, Kristján Óli á 17 og 19 ára systur sem heita Alexsandra og Anna…

Spes.

smspöntun

skemmtilegt að fá pöntun á sms, og það bara yfir matarborðið. Þarna á fimmtudaginn var, í partíinu eftir Norbusang sendi hann Hilmar Skálholtsorganisti og kórstjóri mér sms yfir borðið: „Panta jólalag fyrir skalholtskor og barnakor, 5 manna hljomsveit jol 2oo7. hilmar hinumegin“. Ég svaraði náttúrlega prontó: „Itsa díl. Hildigunnur hinumegin“. Já og broskall, sem ég set ekki í færslurnar hér á wp.

sá ógurlega sætan

jakka á Freyju í Kringlu áðan, en glætan að ég tími að kaupa jakka á 17 þúsund kall á barnið, verður orðinn of lítill næsta sumar. Þvuh.

hálflasin

súrt. Asnaleg í maganum og hálsinum og slöpp. Hafði ekkert úthald í partíinu í gærkvöldi. En nú er þetta útaðborða/partístand búið í bili, mjög gott, eiginlega.

Vona samt að ég komist út að hjóla í dag, of langt síðan síðast og veðrið virðist vera allt í lagi.

æðisleg mynd

mávur

frá Madddy

scary

scary cat

fundið hjá Mike

stelpurnar

voru þvílíkt æði í gærkvöldi, voru að passa á meðan við fórum í boðið og þegar við komum heim voru þær búnar að taka ógurlega vel til í neðri hluta íbúðarinnar. Ekki leiðinlegt að koma heim í slíkt.

Man reyndar eftir því að við fórum stundum í svona tiltektarleik heima þegar ég og frænkur mínar voru að passa litlu systkini mín. Ég hef örugglega verið ógurlegur herforingi.

fjögurra rétta

eða var það fimmrétta, í boði Tónmenntakennarafélagsins á Argentínu í kvöld, tótal snilld. Eftirhreytur Norbusang mótsins í síðustu viku, enda gekk það þvílíkt vel. Verið að reyna að veiða framkvæmdastjórann til Noregs til að sjá um næsta mót, efast samt um að það takist.


bland í poka

teljari

  • 377.779 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa