Sarpur fyrir nóvember, 2009

grameðluostur

gömul vinkona mín kom hér í mat um daginn, hún hafði með sér danskan ost sem er algjört æði, ekki Gamle Ole né heldur Gamle Oles Farfar, þessi er samt ekki ólíkur, heitir Gamle Svend.

Af honum er ekki beinlínis ilmur.

Fyrst kom Freyja með táfýluostanafnbótina en svo í gær fussaði hún og sveiaði yfir fýlunni af grameðluostinum atarna.

En hún borðaði hann nú samt bráðinn út á gratíneruðu lauksúpuna í kvöld og fannst góður.

langar

svoooo að fara að hlusta á krakkana mína í kvöld, Finnur að spila í fyrsta skipti í White Christmas með Suzukikrökkunum, Freyja í fjórða, hún hins vegar í Pachelbel (ekki að það sé skemmtiefni fyrir sellóleikarana en samt…) Freyja líka tvö erfið lög með sellóhópnum sínum. Get bara ómögulega sleppt síðustu kóræfingunni fyrir jól – sérstaklega vegna þess að þeirri fyrir viku var fórnað á altari Beethoven níundu.

Svo kemst ég ekki á tónleika yngri deildarinnar vegna sýningar á Söngvaseið á laugardaginn. Vond mamma!

Eins gott að pabbinn klikki ekki á vídjóupptökunni á eftir…

margar útgáfur og margar kirkjur

langur dagur í dag, Söngvaseiðssýning, (fyrsta kirkja, í nunnuklaustrinu) mæting eitt, búið kortér fyrir fimm, brunað beint inn í Hallgrím (kirkja #2), tónleikar hjá Finni og hinum strákunum í Drengjakórnum, nánast troðfull kirkja, yndislegir tónleikar hjá þeim, heim sækja Freyju, selló og víólu, beint á æfingu í Grensás (#3) fyrir tónleika á morgun hjá Finni og Freyju, þaðan keyra stelpurnar næstum hálftíma of seint inn í Langholt (#4), Finn heim, aftur í Langholtið á aðventukvöld að hlusta á stelpurnar.

Í öllum kirkjunum nema nunnuklausturskirkjunni heyrði ég síðan mismunandi útgáfur af White Christmas – allt flutt af börnunum mínum ásamt kórum og hljómsveitum þeirra. Þrjár mismunandi í dag. Þarf eiginlega að finna Bing Crosby á jútjúb og hlusta. Og þó, væmið…

Hér kemur ein útgáfa dagsins. Reyndar síðan í Kringlunni í gær.

haha

ekki veit ég hvernig mér tókst að líma vitlaust myndband inn, ég var eitthvað ósátt við keyrsluna á jútjúblinknum þannig að ég skoðaði Chanson triste líka og hef greinilega klippt og skorið þaðan. Vandamálið var síðan ekki youtube heldur væntanlega of margt opið hjá mér. Allavega búin að líma rétt myndband inn núna, Ella og Guðlaug…

guttarnir

í Kringlunni í dag:

Sætir og fínir.

langferðastrætó

þurfti að skjótast inn í leikhús í dag í smástund, á Bústaðaveginum mætti ég strætó. Held að það sé spurning um ný gleraugu því ég gat ekki fyrir mitt litla líf séð annað en á strætó stæði Istanbúl.

Svo kom hann nær og auðvitað stóð Listabraut…

kringlusöngur

ef þið eigið leið í Kringluna núna upp úr hádeginu, labbið endilega við á blómatorginu klukkan eitt til að heyra Drengjakórinn syngja nokkur lög.

Sjáumst þar.


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

nóvember 2009
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
2930  

sagan endalausa