Búin að panta nýja eldavél. Goooott.
Sarpur fyrir mars, 2006
sko, þó ég sé búin að fá borgað fyrir messuna og sé að fara út að borða og sé vínsnobbari er ég ekki alveg viss um að ég tími þessu hér:
Graves
Chateau Pape Clément Grand Cru ’90 64.955,-
af vínlistanum hjá Humarhúsinu.
Eins gott að við ætlum líklega í humarinn og látum ekki freistast af heví rauðvínunum.
Ein Annan enn á tenglalistann, nú komnar einar 6. Þessi í miklu uppáhaldi og búin að vera lengi. Velkomin í bloggheima 🙂
Sinfóníutónleikarnir áðan snilld. Verkið hennar Önnu verulega flott, trompetkonsertinn hans Lindbergs æði og ég fílaði Sandström í ræmur. Antonsen er ekki neitt smá góður lúðraþeytari líka, var hann einn af þessum fimm bestu sem þú nefndir, Jón Hafsteinn?
Garðasókn búin að borga mér, hið besta mál. Fórum í Kokku áðan til að panta gaseldavél, tókst ekki, eldavélapöntunarsérfræðingurinn var upptekinn á einhverri matarsýningu í einhverjum smábæ hér fyrir utan höfuðstaðinn. Hmm. Vonandi mætir hún í fyrramálið.
Ætlum út að borða annað kvöld, pantað borð á Humarhúsinu. Þó skömm sé frá því að segja höfum við aldrei borðað á þeim eðalstað fyrr. Né heldur á Vox né Sjávarkjallaranum. Valið stóð milli þessara þriggja staða og endurbættrar Skólabrúr (Skólabrúar?) Sjávarkjallarinn datt eiginlega sjálfkrafa út, þeir eru víst ógurlega duglegir að moka hryllingnum ferskum kóríander í alla rétti og ég er ekki alveg nógu dugleg að muna eftir því að taka fram að ég borði ekki svoleiðis. Humarhúsið naut náttúrlega þess að vera styst frá, þó það sé nú mjög þægilegt göngufæri á Skólabrú líka. Fljótlega, bara.
Einhver hér fengið sér Mistery Menu (sic) á Humarhúsinu? Var það gott? Góð vín?
vitlaust lið vann :-@
Alveg þokkalegur dómur í mogga í dag, Jónasi finnst ég ekki alveg nógu frumleg allsstaðar, ó vell, það er ekki alltaf hægt að vera frumlegur. Er reyndar ósammála með pákurnar, má alveg vitna í Jólaóratóríuna ef ég vil 😉
En að mestu leyti bara mjög fínt. Smá bútur:
Styrkur tónlistarinnar var hinsvegar sá hve haganlega hún var gerð. Jafnvægið á milli kórpartsins og kammersveitarinnar var aðdáunarvert; Það sem vantaði í röddum kórsins bætti hljómsveitin upp og öfugt. Úrvinnsla tónhugmyndanna var líka rökrétt og eðlileg og heildarsvipur verksins var sterkur; stígandin upp í hápunkt var markviss og rólegir niðurlagskaflarnir snyrtilega skrifaðir með fyrrgreindum löngum hljómum og endurteknum nótum. Og óneitanlega virkaði það síðarnefnda þótt það hafi ekki verið frumlegt.
andleysið uppmálað í dag. Engin blogghugmynd, hvað þá innspýting í ný verk. Nema ég er búin að ákveða að einn kaflanna í fiðludúettinum verður í 13/16 takti. Eða á ég að hafa það 15/16? (3+3+2+2+3 eða 3+3+2+2+2+3) Hmmm. Gæti líka farið að lesa ljóðabækur og finna ljóð fyrir barnakóralagið sem liggur fyrir.
and the symphony’s looming…
Svakalega styttist í páskafríið.
hvað er þetta með augun á henni? Eða kannski frekar: hvað ætli sé að speglast þarna. Kannski ætti ég að henda inn annarri þar sem augun eru allt öðruvísi. | ![]() fjólublátt hægra, blátt vinstra. Originally uploaded by hildigunnur. |
dagurinn búinn, gott mál. Var reyndar þrælgaman á kóræfingu, eina skiptið frá að ég vaknaði sem ég steingleymdi hvað ég væri þreytt. Söng í altinum í dag, var fámennur þannig að ég stökk niður. Væri alveg til í að vera alt. Mun meira gaman að syngja innraddir en efstu rödd.
Hefði samt alveg getað lifað án vesensins við að loka skólanum. Allir farnir nema ég, sló inn númerið mitt í öryggiskerfið, út ætlaði að læsa, naah! Einhver skemmdarfýsnaraddict höfðu troðið tyggjói í lásinn. Urrdan. Reyndi eins og ég gat að plokka það úr, tókst ekki nægilega vel, inn, hringdi í skólastjórann, fann út hvernig ég gæti læst og komist út úr skólanum. Finnbogi var mættur þegar ég ætlaði út og við vandræðuðumst með kerfi og lása í góða stund áður en við gátum skellt á eftir okkur. Fffff. Heim.
Fékk upptöku af messunni hjá Jóa, er í hlustun. Svolítið matt og smáatriðin týnast, enda bara tveir mækar, ekkert of nálægt flytjendum og kirkjan frekar þurr. Samt gaman að eiga upptöku af frumflutningnum. Maður fær strax smá fjarlægð á verkið, er þegar búin að bæta víbrafón í Kyriekaflann fyrir tónleikana. Stefnt á fyrripart maí.
einn bjór, bólið. Gnatt.
Hei, ég er með tvö svona. Ingimundur heitir blanda af rúsínum og hnetum í skál (mega vera súkkulaðirúsínur, eða þá súkkulaðibitar saman við). Svo segjum við hér stundum: Hef ekki Guðmund, í stað Hef ekki hugmynd. Jafnvel: Hef ekki grænan Guðmund, ef maður er algerlega blankó.
óþolandi að vera svona þreyttur í kennslunni. Þoli krakkagreyjunum ekki neitt. Væri ég á bíl myndi ég skjótast eftir kóki, bráðvantar koffínskammt. En ég er ekki á bíl. Urr. Næ ekki niður á bensínstöð í tíu mínútna pásunni milli tíma.
og svo meira að segja kóræfing í kvöld. Get eiginlega ekki skrópað þar. Þakka fyrir að ég er komin með þriðjudaga í frí. Hmm, ætla reyndar að kenna tónsmíðatíma á morgun. Þyrftum að finna annan tíma fyrir það, Hafdís.
Fer að dæmi systur minnar og set hér inn link á hann Villa vin okkar og söngfélaga. Andlegur stuðningur vel þeginn.
ég er alveg viðbjóðslega þreytt. Vildi að ég gæti látið eftir mér að fara ekki að kenna á eftir. Drattaðist ekki með barnið í leikskólann fyrr en rúmlega tíu í morgun. Sagði honum að fara í skó og tók ekki eftir því fyrr en við vorum komin langleiðina í leikskólann að hann hafði farið í spariskóna sína. Ekki séns að ég orkaði að labba til baka og láta hann skipta um skó. Fékk bara lánaða kuldaskó fyrir útiveruna.
Á milli frumflutnings í morgun og fjölskylduveislu í kvöld fórum við Hallveig á tónleika hjá Schola Cantorum, báðar klukkan fjögur. Hún í Hallgrímskirkju og ég í Langholtskirkju. Og já, hvorttveggja stóðst.
sló nottla í gegn. Gekk mjög vel, kórinn fínn, hljómsveitin frábær, sólistarnir grand (kemur það nokkuð á óvart 😉 ). Jói tók upp, væri gaman að setja bút á heimasíðu – ætti ég heimasvæði. (Hrmmm. Hef heimasvæði. Koma síðu í gagnið. Framtakssemin að drepa mann eins og alltaf).
En sem sagt, þetta var mjög skemmtilegt allt saman. Vonandi verður hægt að koma upp tónleikum og helst gera upptöku af þessu. Væri ráð að gefa bara út langan disk, Guðbrands- og Vídalínsmessu saman. Hvorug messan eiginlega alveg nógu löng til að standa sjálf á diski. Now, that’s an idea…
Hvað gerir maður við krakka sem koma inn, búin að vinna kannski helling í tölvutónlist og gera flotta músík en vita ekki hvað snýr upp og niður á nótu? Taka þau inn, henda þeim í fullt af undirbúningskúrsum, laga þau að skólanum? Laga skólann að þeim? Held ekki. Getan ein og sér getur aldrei verið nóg. Maður verður að hafa kunnáttu líka til að þróast áfram. Ragga Gísla er í deildinni að hamast í fræðunum. Frábært hjá henni. Hlakka til að heyra hvað kemur út, eftir námið.
skoh, ég var ekkert að kvarta yfir færslunum, bara skildi ekki hvernig stóð á þessum rss fjölda. Hmm. Skil þetta reyndar ekki alveg ennþá, ég laga stundum og endurútgef færslurnar en hef ekki séð að mikkalistinn breytist neitt við það, eða að ég fái aukalínu. Haaalluuuur???
Nýlegar athugasemdir