fékk tvær áskoranir í dag um að leyfa ykkur að heyra lagið sem ég fékk bréfið út af. Var svo sem búin að hugsa það en ekki alveg komið í framkvæmd.
Lagið er allavega hér, ekki í útgáfunni með kórnum sem er núna í Manstettir að halda tónleika með frægu söngkonunni heldur frumflutningurinn á tónlistarhátíðinni Vilbergsdögum í Garðabæ fyrir nokkrum árum.
Man ekki hvort ég hef sagt söguna bak við lagið – við vorum þónokkrir tónlistarmenn í Garðabæ sem vildum heiðra minningu gamla skólastjórans okkar hans Vilbergs Júlíussonar. Heilmörg hljóðfæri voru til staðar en líka söngur og þar af einhver ósköp af sópransöngkonum og síðan tveir sellóleikarar. Eitthvað kom til tals að hafa kammermúsík og annar sellóleikarinn segir: Hví ekki gera verk fyrir 8 sóprana og 1 selló – öfugt við frægt verk Villa-Lobos fyrir 8 sellóleikara og einn sópran? Greip þetta á lofti og ekki löngu seinna varð verkið semsagt til…
Nýlegar athugasemdir