Sarpur fyrir maí, 2005

síðustu kennarafundir í dag. Smá frágangur eftir,…

síðustu kennarafundir í dag. Smá frágangur eftir, annars er þetta komið. Við Hallveig fórum í gær og keyptum diska fyrir þrjátíuþúsundkall fyrir Suzukiskólann, diskasafnið þar var nálægt því að vera ekki til. Snarbatnaði við þetta en betur má ef duga skal. Fengum samt ótrúlega marga diska, fórum fyrst á geisladiskamarkaðinn, var eiginlega búið að loka en þau leyfðu okkur að kaupa samt, ellefu diskar þar á fimmhundruðkall stykkið. Stímdum síðan í tólf tóna og keyptum þar helling. tólf tónar rokka…

og enn er maður skilinn eftir í óvissu í enda Lost…

og enn er maður skilinn eftir í óvissu í enda Lost. Reyndar var verið að lofa mér fyrstu 22 þáttunum á dvd, hmm. Spurning um að reka á eftir því…

Mér líst annars ekki nógu vel á að þetta sé bara fyrsta serían. Býður upp á útþynningu. (Rúna, ég held nú samt að þú hafir ekki getað séð 43. þátt, þeir eru að byrja að sýna aðra seríuna í Bandaríkjunum)

eðalveislumáltíð hjá Vælu í gærkvöldi, hinn ofurkl…

eðalveislumáltíð hjá Vælu í gærkvöldi, hinn ofurklassíski fjölskylduforréttur rækjur með gráðosta- og perusósu, síðan nautasteik DAUÐANS, með bernissósunni sem veiddi titilinn besti kokkur fjölskyldunnar (ég er ennþá súr :-@) og svo ávextir í appelsínusúkkulaðisósu í desert. Ég er ennþá södd…

spurning um að setja forréttinn inn á brallið.

familían mínus Fífa fór í nýju sundlaugina í Salah…

familían mínus Fífa fór í nýju sundlaugina í Salahverfi í morgun, algjör snilldarlaug. Freyja sagði að hún væri eins flott og laugin á Akureyri, mikið hrós. Við eigum pottþétt eftir að fara þarna stundum. Fífa var ógnar menningarleg á meðan og fór að hlusta á Sigrúnu Eðvalds spila Beethovensónötur í Salnum.

ooohhh, formúlan var svo sorgleg í dag :-(

ooohhh, formúlan var svo sorgleg í dag 😦

rakst á dvd með Nafni rósarinnar í Skífunni, keypt…

rakst á dvd með Nafni rósarinnar í Skífunni, keypti hann prontó. Við erum búin að vera að bíða eftir henni. Horft í kvöld, hún hefur engu tapað. Snilldin tæroghrein.

Freyja keypti sér hins vegar Júróvisjón disk ársins.

Búin að veiða einn góðan bassa (hmm, baritón, reyn…

Búin að veiða einn góðan bassa (hmm, baritón, reyndar) í kórinn í haust, tveir sem eru að fara út í nám. Ætti að banna þetta! En þessi sem ég fann er mjög fínn, áhugasamur og amk samkvæmt því hvað hann mætir vel á æfingarnar fyrir sumaróperuna líka samviskusamur. Og hefur fína rödd. Hvað getur maður beðið um meira?

Það er hins vegar ekki alveg nógu góð mæting á sumaróperukóræfingarnar. Lítið hægt að segja, þar sem kórinn fær ekki borgað fyrir, en ég skil samt ekki hvað fólk er að setja sig í svonalagað og mætir svo ekki. Á æfingunni í dag og á fimmtudaginn mættu ekki nema tveir altar, af átta eða níu, og enginn hringt til að afboða sig. Næ heldur ekki að fólk láti sig bara hverfa, sé búið að lofa að vera með í einhverju, hættir síðan við en segir engum frá því. Algjör skortur á kurteisi og sjálfsaga í gangi hjá sumu fólki.

Ákveðinn góður kjarni þarna sem mætir vel, þetta verður örugglega fínt. En ef þið vitið um einhverja alta, tenóra eða bassa sem langar á svið og eru tilbúnir í æfingar (þetta er ekki flókið), talið endilega við mig, ekki of seint enn. Nóg af sóprönum, hins vegar.

var að kenna á windoze í morgun, ljóta draslið það…

var að kenna á windoze í morgun, ljóta draslið það!

Trúlega ekki kerfinu að kenna, en num lock var alltaf að afstilla sig, ég þurfti að fara inn á (næstum) alla kennarana til að setja inn shortcut í ritvinnslu, Wordið var vel falið inni í C drifinu, óvanir hefðu aldrei fundið það. Og þar sem ég þurfti alltaf að vera að slá inn ný lykilorð var viðbjóðslega pirrandi að num lock tylldi ekki á sínum stað. Var ekki einu sinni hægt að treysta því að hann væri alltaf dottinn út.

skotil tónskáldið/tónlistarkennarinn náði verkfræ…

skotil

tónskáldið/tónlistarkennarinn náði verkfræðingnum/forritaranum í launum í fyrra.

that’s a first

ég er hrædd um að það verði ekki alltaf, en þetta er samt ákveðinn áfangi. Enda erum við hrokkin upp í hátekjuskatt og vaxtabæturnar eru alveg dottnar út.

ooohhh, ég nenni ekki á æfingu ÉG NENNI EKKI Á ÆÆÆ…

ooohhh, ég nenni ekki á æfingu ÉG NENNI EKKI Á ÆÆÆFINGUUUU!

ekki það að það verði ekki gaman, en ég vildi bara frekar vera að fara á 101 að borða með Suzukistaffinu eftir skólaslitin, og svo er ég hundþreytt eftir daginn. Eina bótin að Jón Lárus keypti bjór í dag og ég get hlakkað til að slaka á eftir æfinguna.

Við systir mín vorum annars með ljómandi vel heppnað spunaatriði á skólaslitunum, ekki svo oft sem tónfræðideildin í skólanum lætur ljós sitt skína. Ágætt að vera svolítið sýnilegur stundum.

þá er maður búinn að skrifa undir skattskýrsluna, …

þá er maður búinn að skrifa undir skattskýrsluna, hræðilegt hvað ég sýndi mikinn hagnað í fyrra. Ekki alveg viss um að ég sé búin að leggja inn fyrir þessu öllu.

En þvílíkur munur að vera með endurskoðanda.

Síðasti kenndi tíminn í dag, gat líka fært inn all…

Síðasti kenndi tíminn í dag, gat líka fært inn allar einkunnir og umsagnir, frelsið í augsýn.

Annars sýnist mér á öllu að ég fari tvisvar út í suzukierindum næsta vor. Fyrst sem foreldri, víóluhópurinn er að fara til Ítalíu yfir páskana á Suzukiþing, svo fer kennaraliðið líklega til Kaupmannahafnar á vorvinnudögum. Stuuuð.

Já, símtalið þarna í fyrradag eða þaráður… Það …

Já, símtalið þarna í fyrradag eða þaráður…

Það var sko Sinfó skrifstofan að biðja Hljómeyki að vera kórinn í uppfærslunni á La clemenza di Tito á afmæli Mozarts í janúar. Varð að fá að tala við stjórnina hjá okkur fyrst, og svo svara hljómsveitinni, áður en ég gat farið að básúna þetta um netið.

þetta verður sko gaman 🙂

Fór annars með litla gaur til eyrnalæknis í gær, á…

Fór annars með litla gaur til eyrnalæknis í gær, átti tíma klukkan 11.45, þurftum að bíða í 40 mín (grr). Allt í lagi með eyrun, nú á hann bara að koma í eftirlit á hálfs árs fresti.

Það var hins vegar ekki það sem ég ætlaði að segja frá.

Á eftir var ég búin að lofa honum að fara upp á Stjörnutorg og kaupa hádegismat. Hann pantaði náttúrlega hamborgara og þar sem ég nennti ómögulega að standa í tveimur biðröðum fékk ég mér bara Makk Dé líka. Ákvað að prófa þennan Big Tasty sem er verið að auglýsa. Á að vera með grillbragði og ógurlega góður.

Ef ykkur dytti í hug að fá ykkur svoleiðis – well, don’t! Hamborgarinn hefði ekki verið vondur reyndar, nema fyrir það að ég held að grillbragðið hafi verið búið til með því að sprauta uppkveikilegi yfir fjárans borgarann. Ojbara.

Þessir líka fínu tónleikar Rinascente hópsins í gæ…

Þessir líka fínu tónleikar Rinascente hópsins í gær. Jú, þetta má slípast aðeins betur, sérstaklega hljóðfæraleikurinn, enda fengu spilararnir ekki mikinn æfingatíma fyrir þetta stóra verk en þetta lofar mjög góðu. Sólistarnir voru allir mjög góðir, frænkurnar Hallveig og Marta glönsuðu, sérstaklega góðar saman. Steini organisti stjórnaði eins og herforingi (ætli þeir séu góðir hljómsveitarstjórar?)

Hlakka til að heyra verkið aftur í haust og þá allt.

Enetation að trufla síðuna, ekkert smá pirrandi að…

Enetation að trufla síðuna, ekkert smá pirrandi að komast ekki inn á hana. Grrr.

Plögg, já heyrðu: Nærri búin að gleyma Í kvöld, …

Plögg, já heyrðu: Nærri búin að gleyma

Í kvöld, þriðjudaginn 24. maí verða tónleikar í Neskirkju, Rinascente hópurinn flytur Scarlatti. Heyrði brot af æfingu í gær, lofar góðu 🙂

nánar hér

garg það er ekki enn komið í ljós hver lamdi Sayi…

garg

það er ekki enn komið í ljós hver lamdi Sayid. Ég er ekkert viss um að það hafi verið Sawyer, þó böndin berist að honum. Til dæmis svolítið erfitt að tímasetja flugeldinn nákvæmlega. Líka bara aðeins of augljóst.

var á fyrstu æfingu fyrir sumaróperuna, ég verð í …

var á fyrstu æfingu fyrir sumaróperuna, ég verð í kórnum nú í sumar. Verður örugglega gaman, en einhvern veginn er ég nú vanari að vera í kór sem les pínulítið hraðar… En hann hljómar bara ágætlega, hugsa að við náum alveg óperukórasándinu.

fékk skemmtilegt símtal áðan. Segi frá því á morg…

fékk skemmtilegt símtal áðan. Segi frá því á morgun eða hinn.


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa