Sarpur fyrir maí, 2005

síðustu kennarafundir í dag. Smá frágangur eftir,…

síðustu kennarafundir í dag. Smá frágangur eftir, annars er þetta komið. Við Hallveig fórum í gær og keyptum diska fyrir þrjátíuþúsundkall fyrir Suzukiskólann, diskasafnið þar var nálægt því að vera ekki til. Snarbatnaði við þetta en betur má ef duga skal. Fengum samt ótrúlega marga diska, fórum fyrst á geisladiskamarkaðinn, var eiginlega búið að loka en þau leyfðu okkur að kaupa samt, ellefu diskar þar á fimmhundruðkall stykkið. Stímdum síðan í tólf tóna og keyptum þar helling. tólf tónar rokka…

og enn er maður skilinn eftir í óvissu í enda Lost…

og enn er maður skilinn eftir í óvissu í enda Lost. Reyndar var verið að lofa mér fyrstu 22 þáttunum á dvd, hmm. Spurning um að reka á eftir því…

Mér líst annars ekki nógu vel á að þetta sé bara fyrsta serían. Býður upp á útþynningu. (Rúna, ég held nú samt að þú hafir ekki getað séð 43. þátt, þeir eru að byrja að sýna aðra seríuna í Bandaríkjunum)

eðalveislumáltíð hjá Vælu í gærkvöldi, hinn ofurkl…

eðalveislumáltíð hjá Vælu í gærkvöldi, hinn ofurklassíski fjölskylduforréttur rækjur með gráðosta- og perusósu, síðan nautasteik DAUÐANS, með bernissósunni sem veiddi titilinn besti kokkur fjölskyldunnar (ég er ennþá súr :-@) og svo ávextir í appelsínusúkkulaðisósu í desert. Ég er ennþá södd…

spurning um að setja forréttinn inn á brallið.

familían mínus Fífa fór í nýju sundlaugina í Salah…

familían mínus Fífa fór í nýju sundlaugina í Salahverfi í morgun, algjör snilldarlaug. Freyja sagði að hún væri eins flott og laugin á Akureyri, mikið hrós. Við eigum pottþétt eftir að fara þarna stundum. Fífa var ógnar menningarleg á meðan og fór að hlusta á Sigrúnu Eðvalds spila Beethovensónötur í Salnum.

ooohhh, formúlan var svo sorgleg í dag :-(

ooohhh, formúlan var svo sorgleg í dag 😦

rakst á dvd með Nafni rósarinnar í Skífunni, keypt…

rakst á dvd með Nafni rósarinnar í Skífunni, keypti hann prontó. Við erum búin að vera að bíða eftir henni. Horft í kvöld, hún hefur engu tapað. Snilldin tæroghrein.

Freyja keypti sér hins vegar Júróvisjón disk ársins.

Búin að veiða einn góðan bassa (hmm, baritón, reyn…

Búin að veiða einn góðan bassa (hmm, baritón, reyndar) í kórinn í haust, tveir sem eru að fara út í nám. Ætti að banna þetta! En þessi sem ég fann er mjög fínn, áhugasamur og amk samkvæmt því hvað hann mætir vel á æfingarnar fyrir sumaróperuna líka samviskusamur. Og hefur fína rödd. Hvað getur maður beðið um meira?

Það er hins vegar ekki alveg nógu góð mæting á sumaróperukóræfingarnar. Lítið hægt að segja, þar sem kórinn fær ekki borgað fyrir, en ég skil samt ekki hvað fólk er að setja sig í svonalagað og mætir svo ekki. Á æfingunni í dag og á fimmtudaginn mættu ekki nema tveir altar, af átta eða níu, og enginn hringt til að afboða sig. Næ heldur ekki að fólk láti sig bara hverfa, sé búið að lofa að vera með í einhverju, hættir síðan við en segir engum frá því. Algjör skortur á kurteisi og sjálfsaga í gangi hjá sumu fólki.

Ákveðinn góður kjarni þarna sem mætir vel, þetta verður örugglega fínt. En ef þið vitið um einhverja alta, tenóra eða bassa sem langar á svið og eru tilbúnir í æfingar (þetta er ekki flókið), talið endilega við mig, ekki of seint enn. Nóg af sóprönum, hins vegar.


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa