Sarpur fyrir 21. maí, 2005

fór annars á vortónleika Gradualekórsins fyrr í da…

fór annars á vortónleika Gradualekórsins fyrr í dag. Fífa að syngja. Flottir tónleikar, þau eru að fara til Spánar eftir 2 vikur. Sungu eitt hunderfitt lag eftir mig, ég hafði satt að segja ekki alveg nógu mikla trú á að þau réðu við það, en það var bara mjög fínt. Fífa trúði mér fyrir því eftirá að það hefði verið eina verkið á efnisskránni sem hún var stressuð fyrir að myndi ekki takast.

nú er bara að bíða eftir að unglingurinn láti sjá …

nú er bara að bíða eftir að unglingurinn láti sjá sig, úr sínu júrópartíi. Annars væri ég hrunin útaf. Ómægod hvað hér var mikill og vænn matur og svo bjór í lítratali…

auðvitað stóðum við ekkert við það að kveikja ekki…

auðvitað stóðum við ekkert við það að kveikja ekki á sjónvarpinu þó við séum sosum ekkert límd.

En samkvæmt öllum sem ég hef heyrt í ætla allir íslingar að halda með Noregi. Ég verð illa hissa ef Nojararnir fá ekki tólf stig frá Íslandi. Væri samt óhugnanlega fyndið ef íslenski þulurinn stæði þarna vandræðalegur og gæti ekki gefið neinu landi stig nema Noregi, sem fengi þessi tólf.

dream on.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa