ég get svarið það, það er verið að STEPPA hérna á efri hæðinni hjá mér! ætli einhver hafi mætt í stepparagalla (röndóttum jakkafötum, hvítum hatti, staf) í hrekkjavökupartí hjá honum gunna hérna í risinu!
svei mér þá!
ég get svarið það, það er verið að STEPPA hérna á efri hæðinni hjá mér! ætli einhver hafi mætt í stepparagalla (röndóttum jakkafötum, hvítum hatti, staf) í hrekkjavökupartí hjá honum gunna hérna í risinu!
svei mér þá!
enn nýr hlekkur, klassablogg hjá þórdísi sem ég þekki að öðru leyti ekki neitt. heilbrigðar skoðanir! fyrir nokkrum dögum bætti ég líka inn margréti mr-ingi og gleymdi að nefna, sorrí!
VÁ hvað íslendingum er úthúðað í fréttablaðinu í dag! litla ameríka, ljótt, leiðinlegt og úrkynjað fólk allt með tölu! maður bara ekki séð annað eins! miðað við allt þetta frábæra fólk, börn, unglinga og fullorðna sem ég er að kenna get ég bara ómögulega tekið undir þetta! kannski erum við ameríkaniseruð, en ég held að það sé nú ekkert mikið meira en margar aðrar evrópuþjóðir.
greininni hlýtur að vera að ætlað að próvókera, ég vona að minnsta kosti að maðurinn meini ekki hvert orð!
nú er kommentakerfið mitt alveg að klikka á þessu! enetation gengið EKKI að standa sig! tekur fleiri mínútur að opna kommentin og svo eru þau dottin út – eða eitthvað.
árans að haloscan skyldi ekki taka fleiri inn akkúrat þegar ég reyndi – greinilega langbestir!
eydís ýr nemönd mín byrjuð á netbókfærslu, bætist hér með í hlekkjalistann
2. í vetrarfríi.
við fífa fórum á súfistann (laugavegsútgáfu) í hádeginu og hlustuðum á bardukha
þeir gersamlega meiriháttar
verða víst að spila á súfista í hverju fimmtudagshádegi, annan hvorn fimmtudaginn í hafnarfirði, hina vikuna á laugavegi. maður gæti neyðst til að gerast fastagestur! verst að fífa getur ekki komið með venjulega, hádegið hjá henni er frá 11.15 til 12.00, og tónleikarnir byrja klukkan 12. 😦 dreg bara hallveigu systur með í staðinn!
fífa er að fara í hrekkjavökupartí annað kvöld, hún sagði að þær ætluðu ekki út að „trikkortríta“ það væru engir sem gerðu svoleiðis hérna. EINS GOTT!!! sagði ég, ætli það sé ekki nóg af siðum sem við erum búin að eltast við frá bandaríkjunum þó þessi bætist ekki við!
en hvað ætli þess verði samt langt að bíða 😦
eitthvað að gerast í ameríkunni!
kórstjórinn (sjá færslu neðar) gerist óþolinmóður og finnst tónverkamiðstöð ekki svara nógu hratt, (fengu póst frá henni á mánudaginn og voru ekki búnar að svara í gærkvöldi 🙂 ætlar bara að senda nótur til fullt af fólki í nyc og washington. ég hringdi í tónverkamiðstöð og sigfríður lofaði að hjóla í málið!
spennó!
við fífa einar heima, eitthvað gott í hádegismatinn
mmmm!
engin lús fannst í lubbanum á finni
eins gott!
nú er að bresta á vetrarfrí, verst að ég kenni ekkert á fimmtudögum og föstudögum! reyndar ekki vetrarfrí í tónlistarskóla hafnarfjarðar, en suzuki gefur frí! kenni ekki á mánudaginn, gott mál! reyndar ágætt að ég er ekki að vinna þessa daga, þarf ekki að taka mér frí til að vera með krökkunum, finnur líka heima á föstudaginn.
annars finnst mér þetta vetrarfrí gott mál, haustönnin hefur alltaf verið svo lööööng, og ekki styttist hún þegar maður er byrjaður í lok ágúst, vorönnin slitnar alltaf meira í sundur, páskar, hvítasunna fimmtudagsfríin o.s.frv!
ég lendi reyndar frekar illa í frídögunum núna í vetur, ekki fæ ég fimmtudagsfrí þar sem ég kenni ekki fimmtudagana, þá er frí á 1.des í hafnarfirði; 1.des er á mánudegi (suzukikennsludeginum), náttúrlega ekki frí í suzuki þá. suz gefur hins vegar frí á öskudag en hafnarfjörður ekki og hvar ætli mín sé að kenna á miðvikudögum :(:(:(
væl er þetta í mér! þvuhh!
og enn er komin vinnuvika!
sendi disk með messunni út til bandaríkjanna fyrir viku, (suss!) kórstjóri þar sem er mjög spenntur fyrir að setja hana á dagskrá! vona að eitthvað komi út úr því! gaman. sendi henni netfangið hjá tónverkamiðstöð svo hún geti pantað nóturnar. þetta verður náttúrlega ekkert strax, allir þessir kórar eru með tónleikana sína planaða langt fram í tímann. en verður spennandi að fylgjast með þessu. geri mér svolitlar vonir með dreifingu á þessu verki!
komin upp lús á deildinni hjá finni, ojbara! vona við sleppum! hefur nokkrum sinnum komið upp í skólanum hjá fífu og freyju, en við höfum alltaf sloppið við óværuna hingað til (bank, bank, bank!) ekki mjög spennandi, vægast sagt!
jæja, best að halda áfram að undirbúa kennsluna 😦
subbudagur per excellance!
ísskápsaffrysting, alltaf svolítið subb.
brotnaði heil óopnuð rauðvínsediksflaska, ojj!
og sonurinn sullaði úr karamelluíssósuflösku á gólfið
ekki alveg það skemmtilegasta sem ég veit að liggja á hnjánum á gólfinu og þurrka. reyndar er bóndinn vanur að sjá um gólfþvotta en hann var svo „heppinn“ að vera að vinna yfirvinnu í dag, aldrei þessu vant!
fífa söng á fyrstu tónleikunum sínum í graduale pakkanum í gær, bara fínt hjá þeim!
VÓÓÓ!!!
Þetta var sko VIÐTAL
plögg ársins 🙂 gott mál, mín ánægð!
jæja, eiturhress eftir árshátíð, þó það komi ekki til af góðu;-)
var reyndar mjög gaman, þrátt fyrir áfengisleysið, maturinn frábær, nautakjötið meira að segja sló út argentínu, og þá er mikið sagt
við unnum óperuferð í happdrættinu 🙂 gaman! haustkvöld á laugardaginn kemur, hlakka til!
versta skemmtiatriði aldarinnar (landsteinabandið) „hitaði upp“ fyrir besta dj á landinu, ójá páll óskar söng tvö lög og dj’aði síðan frameftir! hann ekkert minna en frábær!
föstudagur!
árshátíð í kvöld, gaman
má ekkert drekka, ekki gaman
minnir mig á, þarf að taka stakloxið!
andlaus í dag, fáið bara einn góðan!
Years ago while attending a dinner party hosted by some friends of mine the hostess served a meal with this delicious mushroom sauce. After the meal there was a small amount left over and the hostess decided to allow her pregnant cat to enjoy the treat as well as the guests. The guests all felt it was a great gesture and showed the cat was a member of the family.
The sauce was the highlight of the evenings topic of conversation, everyone commented on how delicious it was, and the hostess beamed at all the compliments. One of the guest commented that toadstools were much like mushrooms except for being toxic, and how funny it would be is such a culinary treat were made from that instead.
As if on cue, the pet cat started crying and squirming on the floor, clutching its belly. The hostess exclaimed, „Oh my God, it’s the mushroom sauce!“
We all went to the emergency room in a mad rush, and had our stomachers pumped after telling them we had eaten poisonous mushrooms. This was an extremely unpleasant experience.
We we got back, the cat was lying on the floor peacefully looking up at us, and had given birth to kittens.
pabbi var að koma frá egilsstöðum áðan, sótti hann á flugvöllinn, hendurnar litu út eins og á holdsveikrasjúklingi! einn búinn að ofgera sér við flísalagnir!
umbúðaskipti í morgun, ég er víst að henda út rest af saumum, smágöt út um allt, urggh! verð víst fastagestur á göngudeild næstu viku
verst hvað það er dýrt!
annars ætla ég að reyna að hætta að nota debetkortið í búðum, hrikalega dýrt! vondi kommúnistaþátturinn í útvarpinu var með úttekt á bankakostnaði. meðalmanneskja með debetkort borgar um 15.000 á ári fyrir að nota kortið sitt í búðum
ég get alveg notað 15.000 kall! en kannski er þetta bara kommúnistaáróður!
jæja, ástarfaðirinn kominn á blað í nýrri útsetningu, með orgelpunkti og yfirrödd 🙂 byrjuð á báðum augum (jarðarfarasöngvarabrandari!)
3. dagur í stakloxtöku (sýklalyfið) viðbjóður getur þetta verið! kúgast með hverri töflu! ástand á okkur systrum! vældi út frí í 3 fyrstu tímunum í dag, en kenndi tónheyrnina, krakkarnir þar fengu ekki kennslu þessar 3 vikur sem ég var frá.
lenti annars í umferðarteppu des Todes á leiðinni í hafnarfjörðinn að kenna! samfelld bílalest, um 2 km/klst frá eiríksgötu að kringlumýrarbraut! ég var vitlausu megin við ljósin á snorrabraut/miklubraut og gat þess vegna ekki beygt austur miklubraut þegar ég áttaði mig á ástandinu! komst ekki út úr pakkanum fyrr en við litluhlíð, fór hamrahlíðina og meira að segja þar var teppa, þar sem ansi margir höfðu fengið sömu hugmynd og ég. leystist ekki úr þessu fyrr en ég komst út á kringlumýrarbraut. úff!!! enda var ég nærri kortéri of sein í tímann þó ég héldi að ég hefði gefið mér góðan tíma til að komast! eins gott að ég var með gemsanúmer hjá krökkunum!!!
annars klikkaði tóta illilega og kom ekki með freyðivín og snittur í tímann, suss bara!
prófarkalas viðtalið mitt í kvöld, ekki sem verst montplagg 😉
þá er mín að fara að flikka upp á gömlu góðu sálmana:-)
kammerkór langholtskirkju að fara að syngja sálma inn á plötu og það verður nú að segjast að gömlu útsetningarnar eru orðnar pínu þreyttar! fékk 7 stykki sem ég á að gera eitthvað við, setja flottan undirleik, yfirraddir (sungnar eða spilaðar) eða jafnvel gera alveg nýjar útsetningar! einhver orðinn þreyttur á ástarföður himinhæða???
þorkell fær álíka bunka og ég, og síðan á að nota nokkrar frá mínum gamla bekkjarbróður og jazzista, gunnari gunnarssyni
þetta er reyndar hugmynd komin frá kvartettinum rúdolf, einhverjum virðist hafa litist vel á hugmyndina en viljað fá aðra flytjendur.
hmmm!
en ég hef ekki efni á að segja nei!
sár opnaðist á einum stað, grefur smá! bögg!
penicillin, meira bögg.
árshátíð landsteina á föstudag, allt í boði hússins
OFURBÖGG!!!
Hér koma uppskriptirnar:
Laxaforréttur:
reyktur lax, helst villtur en eldis í lagi
klettasalat (rucola)
kapers, smár
sítrusolía (frá Merchant Gourmet, fæst m.a. í Nóatúni)
lax skorinn í sneiðar og sett á diska
salati og kapers stráð yfir
sítrusolíu hellt yfir allt saman í hæfilegu magni
Kálfakjöt Parmigiano (fyrir 4)
3 matskeiðar ólífuolía
1 laukur, smátt saxaður
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 dós niðursoðnir hakkaðir tómatar
1 glas rauðvín (má sleppa)
1 dós niðursoðin tómatsósa
1/2 teskeið þurrkað timian
400-500 gr kálfakjöt í þunnum sneiðum
1 egg
1/3 bolli parmigiano reggiano, rifinn
1/3 bolli brauðrasp
1 kúla ferskur mozzarella ostur, skorinn í sneiðar
Salt og pipar
Steikið lauk og hvítlauk á pönnu, bætið svo tómötunum og salti og pipar við og sjóðið niður í 10 mínútur. Bætið tómatsósunni rauðvíninu (ef vill) og timianinu saman við og sjóðið áfram í 20 mínútur.
Hitið ofninn í 200 gráður.
Á meðan sósan sýður, undirbúið kjötið:
hrærið egg á diski og blandið saman brauðraspi og parmigiano osti á annan disk. Skiljið eftir svolítið af ostinum. Veltið kjötinu upp úr egginu og brauðmylsnunni og brúnið létt á hvorri hlið. Raðið sneiðunum á eldfast fat, raðið mozzarellaostinum ofan á og hellið sósunni yfir. Stráið afgangnum af parmigiano ostinum yfir.
Bakið í 30 mínútur.
Gott er að hafa með ofnbakaðar kartöfluskífur og gott hrásalat.
Créme brulée:
2 1/2 dl rjómi
2 1/2 dl mjólk
1 vanillustöng eða góður essens (ekki þessir dæmigerðu dropar)
100 g sykur
4 eggjarauður
hrásykur
ofninn hitaður í 150° og vatn sett í ofnskúffu.
vanillustöngin er soðin í mjólkinni og rjómanum ásamt helmingnum af sykrinum, blandan síðan kæld nokkuð.
rauðurnar þeyttar ljósar og léttar með afganginum af sykrinum.
vanillustöngin veidd upp úr, og rjómablöndunni þeytt smám saman út í eggin.
hellt í lítil form sem bökuð eru í vatnsbaði þar til búðingurinn er orðinn stífur.
kældur vel í formunum, hrásykri stráð yfir og búðingur brenndur með eldvörpu, undir grilli eða á annan hátt
mikilvægt að hann sé vel kaldur, gott að gera hann að morgni og geyma í ísskáp fram á veislukvöld
(uppskrift að grunni frá nönnu, úr matarást, klikkar aldrei! Mmmmm)
letidagur!
gott mál! bókasafn og ísferð, klassískur sunnudagur! brjálað að gera í ísbúðinni í fákafeni, hættum að versla við álfheimabúðina þegar þeir skiptu um ístegund, örugglega mega mistök hjá þeim!
vorum með matarboð í gær, laxaforréttur stolinn og stældur af sommelier, kálfakjöt parmiggiano og svo créme brulée. sló í gegn! fullt fullt af rauðvíni!
skal birta uppskriftir ef einhver vill. góður matur
hljómeykisæfing í kvöld, æft fyrir upptöku á óliver, tónskáldið stjórnar, verður örugglega gaman. óliver flinkur.
Nýlegar athugasemdir