með Potterinn, varð ekki fyrir vonbrigðum. Svolítil tómleikatilfinning, samt.
Sarpur fyrir júlí, 2007
Þá var komið að alvöru fríinu.
Loftkæling í herbergjunum virkaði vel, fjórðungur úr stjörnu þar. Sváfum öll mjög vel. Ætluðum niður í morgunmat sem fylgdi herbergjunum en það fór nú ekki mikið fyrir slíku. Fengum aðgangskort að herbergi á annarri hæð þar sem ætti að bíða okkar morgunverðarborð. Þar var hins vegar vel tæplega continental morgunmatur, volgur dísætur apríkósusafi í fernum, nutella- og apríkósusultumínídósir, múslí en engin mjólk, neskaffi úr vél og þurrt hrökkbrauð. Jahá.
Sem betur fer var ágætis Supermercato rétt hjá hótelinu þannig að við skutumst þangað til að fylla ísskápana.
Svo var haldið til Rómar. Hótelið fékk aftur kvartstjörnu fyrir ókeypis skutlu niður á næstu lestarstöð (við höfðum ákveðið að hreyfa bílinn ekkert í Róm, geyma bara á læstu bílastæði hótelsins og sáum ekki eftir því). Í lestinni var reyndar ansi heitt og pirrandi að þurfa að skipta tvisvar til að komast að Spænsku tröppunum þar sem við ætluðum að byrja, en ég efast ekkert um að það hefði verið álíka mikið vesen að keyra og finna bílastæði, finna út hvernig mætti borga fyrir stæðið allan daginn og þurfa svo að fara til baka að finna bílinn. Nevermænd stressið að keyra í Róm. (ekki reyna að segja mér að það sé ekkert erfiðara en hér, eftir að ég var nærri búin að keyra niður mótorhjólamann sem skutlaðist fram úr mér hægra megin eftir að ég var búin að gefa stefnuljós um að ég væri að beygja til hægri)
Spænsku tröppurnar voru flottar, eitthvað smotterí var samt verið að gera við þar efst (nema það hafi bara verið auglýsing sem hékk þarna, vonandi ekki).
Beint fyrir neðan þær spænsku var fyrsti fjölmargra gosbrunna sem við komumst í tæri við. Snilldin tær og hrein að vatnið í Róm skuli vera svo hreint að það sé allt í fína lagi að drekka vatnið í gosbrunnunum og vatnshönunum. Meira um það síðar.
Röltum síðan inn í bæ í átt að Piazza navona, stoppuðum í fyrsta pizzustopp í níðþröngri götu. Hitinn þokkalegur ekki smá gott að geta sest í skuggann.
Eftir plamp í sjóðhita í svona einn og hálfan tíma í viðbót rákumst við á þennan gosbrunn,
þann eina sem við fundum sem mátti greinilega vaða í. Þvílíkur léttir.
Enduðum síðan á Blómatorginu, fundum þar ljómandi fínt veitingahús hvar við hjónin héldum upp á að 20 ár voru liðin síðan við hittumst fyrst. Fengum grillaðan kálf, tóm snilld. Finni tókst að týnast í smástund á torginu, varla nema 5 mínútur en það er svo sem alveg nóg!
Fífa þessi elska nýtti sér á hvaða torgi við vorum, skaust og keypti handa okkur vönd með 20 rauðum rósum.
Heim í lestinni, reyndum að hringja eftir skutlunni til baka eins og okkur hafði verið sagt að væri hægt, en nei, búið þann daginn. Þar fauk fjórðungur úr stjörnu aftur. Inn í strætó í hitanum, gersamlega að bráðna. Fór af stað eftir góða stund, komst alveg 50 metra þegar hann bilaði, enginn í staðinn þannig að við biðum 25 mínútur eftir næsta (ekki bara í Reykjavík hvar er langt milli ferða í strætó).
Uppi á hóteli flugu síðan leðurblökur yfir hausana á okkur á svölunum. Það var skemmtilegt.
Ferðasagan dettur hér inn í smáskömmtum og símskeytastíl, dagur í einu.
Fyrsti dagurinn var erfiðastur að vanda, sérstaklega vegna þess að við þurftum að bíða ansi hreint lengi á Stanstedflugvelli. Vöknuðum eldsnemma, auðvitað, hvað er með þetta „dagflug“? Krakkarnir náttúrlega grútmyglaðir að vakna hálffimm en spenningurinn var nægur til að meira að segja Finnur hristi af sér myglublettina á mettíma.
Höfum ekki nokkurn hlut út á Iceland Express að setja, hvorki á leiðinni út né heim, eldsnögg afgreiðsla í innritun, þokkaleg sæti í vélinni, flugþjónar almennilegir og liprir, meira að segja samlokurnar og annað sem var selt í vélinni var á betra verði en í okurbúllunni á vellinum. Dauðsá eftir að hafa keypt okkur nesti.
Einkavæðingu Fríhafnarverslana líst mér hins vegar afleitlega á. Hvað er með að láta helv… Elko fá einkarétt á sölu raftækja þarna útfrá? Ekkert af því sem ég ætlaði að kaupa var til á svæðinu. Óþolandi.
Nújæja, á Stansted gekk ágætlega að ná í farangur, hins vegar afleitlega að finna staðinn til að geyma draslið á, á meðan við skytumst niður í næsta smábæ þessa klukkutíma sem við þurftum að bíða eftir Ræjaner fluginu. (hvernig á manni annars að skiljast að Left Luggage sé neitt annað en desk fyrir týndan farangur?) Þannig að við enduðum á að taka bílaleigubíl, troða draslinu í skottið og Jón Lárus keyrði niður í Bishop’s Stortford (nánari lýsing hjá honum sjálfum á morgun). Þar ætluðum við að fá okkur að borða, fundum eiginlega ekkert veitingahús, loksins rákumst við inn á stað og núllstilltum bragðlaukana fyrir ferðina. Ágætt að gera það…
Til baka. Ræjaner fær ekki okkar bestu meðmæli. Endalaus röð og þegar við komum að vorum við ekki skráð með fleiri en tvær töskur (höfðum ekki hugmynd um það), þurftum að hlaupa í aðra röð og kaupa leyfi fyrir þriðju töskuna og taka eina með sem handfarangur. Til baka, búið að loka innritun á Ræjaner deskinu, fengum nú samt að henda töskunni inn og þurftum síðan að hlaupa eins og brjálæðingar í vélina, ég datt meira að segja og eyðilagði buxurnar mínar, var alltaf verið að kalla upp lokaútkall, síðustu farþegar Ræjaner til Rómar vinsamlegast drífið ykkur út í vél. Inn í vél, lafmóð og skjálfandi, hlömmuðum okkur í næstu sæti sem við fundum (engin sérstök sæti þar). Biðum svo náttúrlega í kortér í viðbót eftir öllum hinum „síðustu farþegunum“. Urrr!
Flugið gekk svo sem ágætlega og sem betur fór var bæði hleypt út úr vélinni að framan og aftan, þar sem við fengum bara sæti saman aftast. Gott að vera laus við Ræjaner í það skiptið.
Smá pínu vesen að fá að taka fína bílaleigubílinn (Jón Lárus lýsir því líka nánar – verð að skilja eitthvað smá af ferðasögunni eftir fyrir hann líka), flottur BéEmmTvöfaltvaff, ógurlega gaman að keyra hann. Nema þarna um kvöldið þegar við vorum að leita að hótelinu, eingöngu með leiðbeiningar úr Google Maps, ekki Rómarkort, hvað þá GPS bíltæki. Kolniðamyrkur, þurftum að stoppa þrisvar til að spyrja til vegar, (ómetanlegt að Jón Lárus talar ítölsku, kom sér reyndar oft vel í ferðinni), í síðasta skiptið var einhver stelpa sem aumkaði sig yfir okkur og keyrði á undan okkur að hótelinu. Kunnum henni bestu þakkir fyrir það. Svæðið hjá hótelinu leit ansi skuggalega út í myrkrinu, okkur leist eiginlega ekkert sérlega vel á blikuna. Einhver subbulegur (að manni sýndist, allavega) skemmtistaður, Club Hollywood við hlið hótelsins, ljósaskiltið á þakinu var bilað og maður þurfti að lúsleita að innganginum í hótelið.
Nújæja, inn komumst við og fengum úthlutað tveimur herbergjum. Þetta átti að heita fjögurra stjörnu residence hótel, ég veit ekki alveg í hverju þær stjörnur liggja. Jú, herbergin voru ágætlega rúmgóð, eiginlega litlar íbúðir, og þokkalega snyrtileg, einnig voru herbergin þrifin á hverjum degi. Annað sá maður svo sem ekki. Ekki minibar (reyndar ísskápur, og það var nú eiginlega bara betra), ekkert öryggishólf, ekkert veitingahús né bar, engin sundlaug. Þvuh.
Símskeytastíll, hmm. Þessi fyrsti dagur er þegar orðinn með lengri færslum hjá mér. Nevermænd. Annar dagurinn á morgun og myndir fljótlega.
heim, ferðin var bara snilld, húsið stóð undir væntingum og vel það, hótelið ekki, en bíður betri tíma að fara nánar í þá sauma. Ferðasaga bíður, semsagt.
Búin að ganga frá úr öllum töskunum, spáið í sjálfstjórn að klára það áður en ég kíkti á netið…
til Ítalíu. Reikna ekki með miklum innlitum í tölvu. Bless á meðan, fólk.
komin heim, bara í örfáa klukkutíma, samt, búið að stilla vekjaraklukkuna á hálffimm, flug í fyrramálið. Verður talsverð bið í flugið frá London til Rómar, spurning hvort maður fer ekki út í einhvern smábæ skammt frá Stansted, frekar en að hanga á vellinum í marga klukkutíma. Hlýtur að vera einhver skemmtilegur bær þarna einhvers staðar.
Svo Róm í 5 daga og þá upp í fjöllin. Spennandi.
var æði, tónleikarnir tókust mjög vel, stappfullt, ekki alveg jafn fullt í messunni. Tékkneski strengjakvartettinn var æði, hlakka til að heyra upptökuna af tónleikunum með þeim og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara.
Hver fer að verða síðastur að drífa sig af stað austur í Skálholt, líklega orðið of seint að leggja af stað fyrir fyrri tónleikana en þeir seinni ættu alveg að nást. Frábær tónlist, lofa fínum flutningi, 17.00 í yndislegu veðri í sveitinni…
þá er búið að redda pössun fyrir húsið alla dagana sem við verðum á Ítalíu. Bróðir Jóns verður að passa hús og kött og blóm mestallan tímann en stóðu þó einhverjir út af. Nú er búið að redda þeim líka. Þá getur maður endanlega farið að hlakka til fararinnar.
í kontratenór, allavega á sunnudaginn leik ég slíkan. Flytjum Óttusöngvana í messunni, Sverrir getur ekki verið þannig að ég fæ að syngja stóran hluta af hans parti. Eitthvað annað en að vera hár sópran…
En mæli nú samt frekar með að þið komið á tónleikana klukkan 17.00 á morgun. Jamm.
bæði fengið klukk frá Fríðu og Önnu, klukkið var á dönsku hjá Fríðu en ég er nú ekki að spá í að telja upp syndir á dönsku, né heldur að telja upp sextán. Held mig við átta. Ja, eða sjö, þarf maður meira en dauðasyndirnar?
1. Ég drekk fullmikið kók (með sykri)
2. Mér þykir einnig bjór, rauðvín og góður matur hættulega gott (var þetta ekki 3?)
3. Ég er ógurlega löt, en þar sem ég vinn mjög hratt trúir því yfirleitt enginn
4. Ég get hangið á netinu tímunum saman. En horfi á móti eiginlega ekkert á sjónvarp.
5. Ég get orðið snögglega bálreið. Sem betur fer ekki oft og eiginlega aldrei lengi.
6. Ég á það til að ræna dóttur mína tölvunni sem hún fékk í fermingargjöf. En hún má vera í minni á meðan.
7. Ég nenni eiginlega ekki á fyrirlestur eftir kortér.
Ég ætla ekki að klukka neinn. Nema ef lesendur vilja telja sig klukkaða, þá mega þeir það.
nýtt orð í kvöld. Tja, nýtt, tæpast. En gaman að geta haldið áfram að læra orð í íslensku sem ég (og fleiri) höfðum ekki hugmynd um að væru til. Þrættum meira að segja fyrir það…
fórum þangað í kvöld á tveimur bílum. Aldrei komið þar áður, ekki fólksbílafæri. Gríðarlega flottur foss og gljúfrið ekki síðra. Maður varð hálfhræddur um að einhver glanninn hætti sér of framarlega, mann sundlaði við að horfa niður.
Myndir kannski á morgun, nenni ómögulega núna.
Hér kemur smá bútur af einu verkanna sem við verðum með á tónleikunum á laugardaginn. Þeir verða klukkan 17.00 en það verða aðrir klukkan 15.00 með austurrískri tónlist, hef reyndar ekki heyrt hana en það er mjög skemmtilegt að koma á tvenna tónleika, klukkutími á milli þar sem gefst tækifæri til að fá sér kaffi í skólanum (bara ekki tvöfaldan espresso). Aðgangur ókeypis á tónleikana.
ef þið komið hingað í Skálholt á tónleikana (sem ég ætla að auglýsa betur eftir smástund) að kaupa ekki tvöfaldan espresso í kaffisölu Skálholtsskóla.
Einfaldur kostar 250. Allt í fína
Tvöfaldur – ja, hann kostar að sjálfsögðu 500. En ekki hvað?
þetta er nú í fyrsta skipti sem ég blogga úr skálanum í Skálholti. Batnandi tengingum best að lifa.
Ekki hugsa ég nú að ég hangi mikið á netinu hér, samt…
í ný heyrnartól fyrir iPodinn minn. Sem myndu nýtast við tölvuna líka. Humm. Fríhöfnin? Keypti þar eitthvað með krók yfir eyrað síðast þegar ég fór út en það passar engan veginn á mín litlu eyru, allt allt of stórt og dettur bara af. Grrr.
hvort ekki sé svolítið til í þessu hér. Hljómar eins og heilmikil rannsóknarvinna hafi farið fram.
Nýlegar athugasemdir