Leynivika

Nei ég var ekki leynivinur né átti slíkan en leynigiggin voru tvö þessa viku.

Í hádeginu á miðvikudag var hún Hallveig systir leynigestur hjá Gerrit á hádegistónleikum í Fríkirkjunni. Meðal annars söng hún Ekkóaríuna úr Jólaóratoríu Bachs (maður þorir ekki annað en að nefna höfund, það var jú verið að frumflytja glænýja jólaóratoríu eftir Sigurð Sævarsson í Hallgrími um daginn, en þetta var semsagt úr þeirri þekktu). Þar vantaði ekkóið og ég fékk þann heiður að bergmála. Gríðarlega skemmtilegt að vera leynigestur hjá leynigesti.

Svo í dag, föstudag var annað leynigigg. Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kór Áskirkju hafa verið að flytja Messías síðustu daga í Hörpu. Hljómeyki var með í því giggi í fyrra en ekki í ár en þegar til stóð að Sinfónían yrði með flashmob uppákomu í Kringlunni var kallað í Hljómeyki til að taka þátt. Þetta var ógurlega mikið leyndarmál, ég meira að segja neitaði að segja fjölskyldunni frá þar til ég reyndar laumaði þessu út við Jón Lárus í morgun.

Svo kom póstur í dag þar sem lýst var hvernig við skyldum fara að. Tvítekin uppákoma, hljómsveitin laumaðist smátt og smátt inn til að spila Pastoralsinfoniuna úr fyrsta þætti Messíasar, án endurtekninga og síðan tóku kórarnir undir í Hallelújakórnum. Í lokin bættist meira að segja Kór Neskirkju við ofan af svölum.

Allt var þetta tekið upp á vídeó, hlakka til að heyra. Þetta var gríðarlega mikil stemning, eiginlega meiri en ég gerði ráð fyrir, hélt að þetta myndi hverfa upp í Kringlugeiminn en það semsagt gerðist bara ekki neitt og ég fékk þvílíka gæsahúð þegar Neskirkjukórinn þrumaði lokapartinn með okkur ofan af svölum.

Þetta hlýtur að detta inn á youtube, vísa í það þegar það kemur.

Uppfært. Ekki enn á þérröri en hér

og hér líka. Eins og ég sé er hljóðið ekki samferða myndinni en annars skemmtileg myndataka. Takið sérstaklega eftir ræstitækninum!

Þar kom þetta:

Flashmob í Kringlunni

4 Responses to “Leynivika”


  1. 1 ella 2012-12-9 kl. 12:16

    Magnað! Búin að horfa á allar upptökurnar sem þú vísar á og þetta er æði. Já, ræstitæknirinn er góður og líka skemmtilegt að sjá litla pjakkinn setja aura á höfuðfatið „götuspilarans“. Kannski flottastur litli stúfurinn í fangi pabba síns sem lætur sér hvergi bregða þó að pabbinn þrumi hástöfum í eyrað á honum.

  2. 2 hildigunnur 2012-12-10 kl. 08:09

    Já hann Hallgrímur lætur sér nú ekki bregða við hvað sem er 😀

  3. 3 Jón Hafsteinn 2012-12-10 kl. 14:12

    Snilldar uppátæki 😀

  4. 4 svart baðherbergishnattartæki 2020-09-11 kl. 04:18

    Mjög fínt. Ég dýrka greinar þínar. Fullkomið!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

desember 2012
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: