tilvera að vera með snúinn fót. Það var alger óþarfi að hrynja í götuna á bílastæðinu fyrir utan Suzukiskólann í dag, leit út eins og þjappaður snjór en undir leyndist flughálka, ég beint á hausinn og hægri fótur þurfti endilega að snúast í rammvitlausa átt.
Náði að keyra heim með harmkvælum, urraði á Finn (sem ég var að keyra heim af hljómsveitaræfingu) þegar hann spurði hvort við gætum komið við einhvers staðar að kaupa eitthvað í svanginn (hann reyndist svo reyndar ekkert svangur þegar heim var komið), réð við að ýta löppinni beint niður á bensíngjöf og bremsu með því að passa upp á að hún færi ekkert á ská og ógnarvarlega í þokkabót.
Inn, alltaf verra og verra, hlóð mér í tölvustólinn, löppin upp á stól við hliðina, argaði á teygjusokk og íbúfen og kælielementið sem við notum í kælitöskuna okkar í langferðum og handklæði til að vefja utan um. Búin að sitja nánast eins og klessa síðan, smá viðkoma í sófanum og önnur við matborðið, Fífa eldaði hrikalega góðan pastarétt, bóndinn heim til að horfa á Útsvar á plúsnum og nú aftur við vélina. Reyndar fyndið, símtal yfir matnum, vinkona ætlaði að draga mig á tónleika en ég – uh nei fer ekki mikið en áttu hækjur? Hún átti eina og skutlaði til mín. Fæ svo tvær á morgun frá litlusystur líka.
Á morgun er Finnur svo að útskrifast úr þriðju Suzukibókinni, þangað verð ég að fara, það er bara svo einfalt. Haltra yfir bílastæðið og passa mig á laumuhálku undir snjó.
Nýlegar athugasemdir