Sarpur fyrir janúar, 2005

komin heim af tónleikum, elsku Hljómeyki, Hallveig…

komin heim af tónleikum, elsku Hljómeyki, Hallveig, Lenka, Frank og Marteinn voru snilld. Gekk semsagt hörkuvel. Smá freyðivín á eftir, drakk hálft glas og þakkaði svo mínum sæla fyrir að Jón Lárus hafði skutlað mér og komið svo aftur á tónleikana á bílnum, ég þurfti sem sagt ekki að keyra heim. (takk Sæli minn 😉

Svei mér þá ef við fáum okkur ekki bara kampavín hér til að halda upp á þetta. Mmmmm.

LOKAPLÖGG! Allir að drífa sig á tónleikana okka…

LOKAPLÖGG!

Allir að drífa sig á tónleikana okkar klukkan 22.00 í kvöld í Seltjarnarneskirkju. Ef einhver sýnir sig, endilega komið eftir á og kynnið ykkur 🙂

Farin á tónleika

nú nálgast óðfluga fimmtíuþúsundasta heimsóknin á …

nú nálgast óðfluga fimmtíuþúsundasta heimsóknin á síðuna mína. Sá sem sér töluna má alveg kvitta í kommentakerfið, aldrei að vita nema verðlaun séu í boði…

tekinn og þýddur frá Lilju Dögg, algjör snilld: …

tekinn og þýddur frá Lilju Dögg, algjör snilld:

Birnirnir þrír og PMS mamman.

Það var sólríkur morgunn í skóginum þegar bangsafjölskyldan reis úr rekkju, einn daginn.

Bangsi litli töltir inn í eldhús, sest við morgunverðarborðið, lítur ofan í litlu skálina sína og sér að hún er tóm. Hver hefur borðað grautinn minn? spyr hann, ámátlegum rómi. Þá kemur bangsapabbi, hlammar sér í sæti sitt, lítur í stóru skálina sína og sér að hún er líka tóm. Hver hefur borðað grautinn minn? urrar hann.

Bangsamamma lítur upp frá eldhúsbekknum og segir: Ó mæ god, hvað oft þurfum við að fara í gegn um þetta? Bangsamamma vaknaði fyrst allra. Bangsamamma vakti ykkur hina. Bangsamamma hitaði kaffið. Bangsamamma tæmdi uppþvottavélina og raðaði upp í skápa. Bangsamamma lagði á borðið. Bangsamamma hleypti kettinum út, tæmdi kattabakkann og gaf kisu að éta og drekka. Bangsamamma fór út og sótti blaðið. Og nú, þegar þið drattist loksins á fætur og parkerið ykkar súru trýnum við morgunverðarborðið… hlustið vel, þetta segi ég bara eitt skipti í viðbót: ÉG ER EKKI BÚIN AÐ BÚA TIL HELVÍTIS GRAUTINN ENNÞÁ!!!!

Eitt spúkí atvik um helgina: Á laugardagskvöldinu…

Eitt spúkí atvik um helgina: Á laugardagskvöldinu, undir miðnætti, slagverksleikarinn var að enda við að spila síðustu tóna kvöldsins, Halldór upptakari kallar fram í gegn um kerfið sitt: jæja, þetta er komið. Á sama sekúndubroti sló rafmagnið út í kirkjunni.

ég held að hann Palli í kjallaranum (fyrir óinnvígða: Páll Jónsson biskup, beinagrind í fornri steinkistu) hafi verið að segja okkur að hætta, verið orðinn leiður á okkur og viljað fá að fara að sofa.

Skreið hér inn klukkan hálfátta, elsku fólkið mitt…

Skreið hér inn klukkan hálfátta, elsku fólkið mitt með matinn tilbúinn. Ætlaði að reyna að fara á opnunartónleika Myrkra músíkdaga en hreinlega meikaði það ekki. Synd, er örugglega gaman. (svo er líka alltaf freyðivín og eitthvað með því eftir opnunartónleikana 😉

Upptökurnar gengu bara vel, þrátt fyrir brjálað veður og hvin í kirkju á laugardag, Þorbjörn kom ekki neitt, ekkert flogið, hefði getað komið í morgun en við vorum búin að ná inn erfiðu stöðunum sem ég ætlaði fyrst og fremst að nota hann í. Tenórarnir mínir stóðu sig eins og hetjur. Reyndar allur kórinn, hörkugóður núna. Mæli með tónleikunum annað kvöld, við erum þvílíkt vel samsungin. Marteinn lánskórstjóri var líka frábær.

Ein auka altsöngkona var með okkur fyrir austan, miikið væri nú gaman ef hún vildi halda áfram með okkur.

kannski erum við búin að ná hinu og þessu inn, hmm…

kannski erum við búin að ná hinu og þessu inn, hmmm, gæti nú alveg hugsað mér að renna því í gegn með tobba bró. plísplís vera flogið í fyrramálið.

Jæja, Fífa komin. Ég spurði hana hvort ekki hefði…

Jæja, Fífa komin. Ég spurði hana hvort ekki hefði verið geðveikt gaman á Reykjum og hún svaraði – jú jú, – í ekkert of upprifnum tóni. Það var semsagt skítsæmilega geðveikt gaman hjá þeim.

Var víst mjög gaman 🙂

Og núna er ég að fara í Skálholt, Fífa ekki fyrr komin en ég sting af. Þetta verður trúlega síðasta bloggið fram á sunnudag, sé til hvort ég hendi einhverju inn í Skálholti. Er reyndar net þar, ekkert svo seinvirkt, þannig að það getur alveg verið að komi einhver færsla.

heimabíópakkinn kominn upp. Verið að hlusta á Shr…

heimabíópakkinn kominn upp. Verið að hlusta á Shrek. Schnilldin, barasta.

Úff. Spáin vond á morgun, vona að Þorbjörn komist…

Úff. Spáin vond á morgun, vona að Þorbjörn komist í bæinn fyrir upptökurnar. Vonandi líka að það heyrist ekki mikið á, uppi í Skálholti, einu sinni þurftum við að skipta um kirkju í upptökum, það hvein svo mikið í Skálholtskirkju. Væri reyndar erfiðara núna, við erum með svo miklar græjur, slatta af slagverki og svo notum við orgelið.

Úpps, gleymdi að hringja uppeftir og panta matinn. Ætti að verða nóg á morgun. Ýmislegt sem þarf að gerast á morgun, annars, spurning með prógramm fyrir tónleikana á mánudaginn.

já, plögga, maður! Við verðum með tónleika á mánudaginn, með efninu sem við erum að fara að taka upp. Seint, klukkan 22.00 um kvöldið, í Seltjarnarneskirkju, ætti enginn að hafa afsökun fyrir að mæta ekki 😉 Garanterað áheyrileg tónlist…

hann Finnur er heima lasinn, magapest hjá ræflinum…

hann Finnur er heima lasinn, magapest hjá ræflinum. Humm, spurning hvernig við komum Freyju í dansinn inn í Kópavog klukkan hálffjögur. Any takers?

Verra að ég ætlaði náttúrlega að vinna á fullu í dag, það er ótrúlega erfitt með lítinn gaur í biðröð að komast í tölvuna. Ertiggjað verða búin? Hvað verðurðu lengi? Are we there yet?

arrrg og garrg!

arrrg og garrg!

sveimér þá! fyrst man ég ekki eftir að óska els…

sveimér þá!

fyrst man ég ekki eftir að óska elsku Óla bróður til hamingju með afmælið í gær þegar ég hitti hann, hún Hallveig varð að minna mig á það

Og svo kom ekki einu sinni ammlisbloggfærsla á réttum tíma!

Til hamingju með daginn, Óli minn 🙂 bestastur!

Fífa hefur ekkert hringt frá Reykjum (úr tíkallasí…

Fífa hefur ekkert hringt frá Reykjum (úr tíkallasímanum sko, bannað að taka gemsa með). Ætli hún sé alveg búin að gleyma okkur?

Æi, annars gott að það sé gaman hjá þeim. Verið að byrja að rífa sig lausan frá m/p Ógurlega tómlegt hérna heima, samt, sérstaklega eftir að litlu krakkarnir fara að sofa og maður er vanur að spjalla við Fífu um heima og geima, hjálpa henni með heimanámið og þannig lagað.

Hlakka til þegar hún kemur heim aftur.

Búin æfing í áhugamannabandinu, þetta verða bara n…

Búin æfing í áhugamannabandinu, þetta verða bara nokkuð góðir tónleikar Hlakka ekkert smá til að fá sólistann með okkur á þriðjudaginn kemur, hún er flott 🙂

Þessar kvennakirkjukonur eru vitlausari en ég hélt…

Þessar kvennakirkjukonur eru vitlausari en ég hélt. Hvað er nú eiginlega að því að spyrja: Ætla ekki allir að mæta? Hver misskilur það eiginlega sem þýðandi: Ætla ekki allir karlmennirnir að mæta? Ég skil þetta sem allir viðstaddir af báðum kynjum. Tóm hártogun. Hvað finnst lesendum?

jæja, það þarf ekki að reka neinn úr rúmi, við þur…

jæja, það þarf ekki að reka neinn úr rúmi, við þurfum að troðast þarna öll. Við fáum 2 hús (lúðrasveitin er með skálann og 1 hús – bannað að hafa svo mikil læti að við getum ekki sofið… HAHAHAHAHAHA!), biskupskjallarann, og trúlega eitt til tvö herbergi í skólanum. Úff, mér var ekki farið að lítast á blikuna. Við vorum sko skráð þarna tveimur helgum síðar. Kannski ég sjái um bókanirnar sjálf næst…

síðasta æfingin fyrir upptökur búin, þetta verður …

síðasta æfingin fyrir upptökur búin, þetta verður fínt. Tveir Davíðssálmar svolítið sjeikí ennþá en hitt gott. Fínt að fá Þorbjörn með.

Annars virðist vera eitthvað klúður, tvíbókað í svefnskálana. Hmmm. Hringi uppeftir strax í fyrramálið. Keep u posted ppl.

manndrápsfæri úti, Finnur hrundi á hausinn, meiddi…

manndrápsfæri úti, Finnur hrundi á hausinn, meiddi sig sem betur fer ekki neitt. Ég hætti við að fara Bjarnarstíginn og sundið hjá litla róló á leiðinni heim frá leikskólanum, Skólavörðustígurinn sandaður. Gangstéttin auð fyrir framan hjá mér, tók góðan tíma fyrir hitakerfið að vinna á klakanum sem var kominn, en nú ætti þetta að verða í lagi héðan í frá, amk ef óveðrin og kuldinn verða ekki þeim mun verri.

Get ímyndað mér að það verði slatti að gera á slysó í dag.

mmm, Drappiel árgangskampavín 96 er ekki vont! …

mmm, Drappiel árgangskampavín 96 er ekki vont!

hikk


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

janúar 2005
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa