Sarpur fyrir 4. janúar, 2005

sá alvöru tilfelli af road rage áðan (hvað heitir …

sá alvöru tilfelli af road rage áðan (hvað heitir það fyrirbæri annars á íslensku?) Var að keyra heim úr Hafnarfirði, nokkuð fyrir framan mig á vinstri akrein ók bíll á hámarkshraða, 70 km á klst, hálkan þó nokkur en umferðin rann þó fram úr honum hægra megin. Beint fyrir aftan hann var annar bíll sem blikkaði ljósunum svo hratt að ég skil ekki almennilega hvernig hann fór að því. Um leið og viðkomandi bílstjóri sá sér færi á, skaust hann yfir á hægri akrein og fram úr þessum ,,hægfara“, köttaði svo fram fyrir hinn eins nálægt og hann gat. Ég saup hveljur, sá fyrir mér amk 5 bíla klessu ef þeir hefðu lent saman. Klikkaður!

Var svo ein af þessum sem mjökuðu sér fram úr 70 km manninum hægra megin, og auðvitað var hann í símanum! Ætli hann hafi nokkuð tekið eftir hinum?

Kláraði Furðulegt háttalag hunds um nótt í gærkvöl…

Kláraði Furðulegt háttalag hunds um nótt í gærkvöldi, ekkert smá góð! Já, já, titillinn er fáránlega þýddur en ég læt það ekkert pirra mig 😉 Finnst bókin ekkert illa þýdd að öðru leyti. Hef reyndar ekki lesið hana á ensku en ég tók mjög lítið eftir þýðingunni, sem mér finnst yfirleitt dæmi um góða þýðingu. Stundum er maður alltaf að hugsa – hvernig skyldi þetta vera orðað á frummálinu; það gerðist ekki oft í þessari bók.

Ótrúlegur hugarheimur hjá drengnum sem skrifar, mjög sannfærandi lýsing á einhverjum sem skilur ekki tilfinningar og getur ekki sett sig inn í hugarheim annarra. Magnað.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

janúar 2005
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa