Sarpur fyrir nóvember, 2008

fargi af mér létt

aðalfundur Hljómeykis er núna á föstudaginn (gaah, heima hjá mér, ég þarf að taka til!), ég er ein með prókúru hópsins, gjaldkeri er að fara yfir reikninga. Finnst þá ekki millifærsla til mín upp á heilar 40.520 krónur af reikningi kórsins. Þann 19. maí. Engin kvittun á móti. Jújú, þetta er inn hjá mér. 10 dögum áður en við fórum út til Frakklands (þarna hefði ég reyndar átt að tengja), engin færsla út sömu upphæðar, engar tvær eða þrjár sem hefðu samanlagt gert þessa upphæð, ekkert dularfullt í kring.

Við gjaldkerinn gátum bara ekki með nokkru lifandis móti munað hvað þetta var.

Ekki fékk ég greitt fyrir verkið sem við tókum með út, nei (hmm, það var nú alveg upphæðarinnar virði, held ég – en ég ætlaði ekkert að rukka fyrir það samt). Ekki mundi ég eftir að hafa selt Hljómeyki neinn gjaldeyri, enda nóg við slíkan að gera sjálf. Grandskoðaði reikninga, braut heilann, ekkert fannst.

Þar til að mér hugkvæmdist að skoða bloggið frá þessum tíma. Hvers vegna mér datt það ekki í hug fyrr, veit ég ekki. Margoft getað flett upp hlutum þar sem ég hef þurft að rifja upp.

Þennan tiltekna dag var ég sem sagt alls ekki á landinu. Ótölvutengd í Frakklandsferð Suzukikennara (á hótelinu var tölva sem gegn okurverði var hægt að fara á netið á, ég gerði það einu sinni og þá fór ég ekki í einkabanka). Jón Lárus hefur ekki aðgangsorð né staðfestingarlykil að Hljómeykisreikningnum þannig að þetta gat bara engan veginn stemmt.

Hringdi í Finnboga gjaldkera og þegar þetta kom upp rámaði hann í að Jón hefði sent honum póst og beðið að millifæra á reikninginn minn. Jújú, passaði, þá var ég að gera upp við kirkjuna sem við ætluðum að halda tónleika í, viku seinna, í París. Tók ekki nótu þar.

Mikið ofboðslega er ég fegin að hafa fundið út úr þessu!

Svo er reyndar önnur færsla sem við könnumst ekki við. Bakarameistarinn, kyrfilega borgað með Hljómeykiskortinu, daginn eftir tónleika hér, eftir að við komum heim. Virðist vera fyrir fjóra en þó bara drykkur fyrir einn:

Hollustu-speltloka 595
Múffur smurðar x2 1290
Beikonbræðingur 695
Kókómjólk 1/4 L 105
Poki 10
——————————
Samtals 2695

Múffur, smurðar, veit ég ekki hvernig líta út. Kókómjólk drekk ég ekki og kaupi bara fyrir börnin mín. Beikonbræðingur hljómar vel, reyndar. Hollustu-speltloka – nú veit ég að systir mín liggur í hláturkrampa, vitandi að slíkt myndi ég tæpast kaupa ótilneydd.

Hvað í ósköpunum var þetta? Varla tekið óvart vitlaust kort, Hljómeykiskortið er allt öðruvísi á litinn en venjulega debetkortið mitt og þá hefði ég tæpast tekið samviskusamlega nótu og hent í Hljómeykiskassann.

Svör óskast ef einhver lesandi (þá tengdur kórnum væntanlega) man hvurn dauðann við vorum að gera, daginn eftir Háteigskirkjutónleikana… (nei, lausnin er ekki á blogginu í þetta skiptið)

En mikið hrrrrikalega er gott að geta flett sér upp á blogginu, annars…

ræðu Stefáns

með þeim betri, á laugardagsmótmælum má lesa hér. Takið svo eftir sjálfskipuðu varðhundunum sem detta inn í kommentakerfið (sérstaklega einn, enn sem komið er). Mér finnast þeir eiginlega meira scary en sjálfir pólítikusarnir.

má treysta

honum Smára til að skrifa af viti.

út yfir gröf og dauða…

meira mont

hér spilar Freyja lag Belle úr Fríðu og Dýrinu:

Smá hikst á 1-2 stöðum en hlustið hvað hún hefur fallegan tón og fínt bogastrok :þ

3 í kotinu

bæði yngri börnin í gistingu. Frekar spes að vera bara við og unglingur hinn eldri. Allt of mikill matur er eitt…

mótmælin í dag

mæta ekki allir?

Illugi Jökuls og Stefán Jóns halda ræður, verða örugglega góðar ef ég þekki þá rétt. Einhver Katrín sem ég þekki ekki verður bókað góð líka – treystum því bara.

Mætmætmæt…

monster crash

Þetta er alveg smá fyndið:

kaupum ekkert

dagurinn er víst á morgun.

Er ekki konseptið á bak við hann eiginlega orðið svolítið úrelt?

úpps

sátum nokkur í morgun á kaffihúsi, vorum að úthúða ríkisstjórn, Seðlabankastjórn og fleirum. Þegar við stöndum upp sá ég að beint bak við mig sátu Björn Ingi og Kjartan Gunnars á næsta borði.

Ekki að ég hefði reyndar talað neitt öðruvísi, þó ég hefði vitað hverjir væru þarna…

stjórnarformennska

fyrr má nú vera blasé, blogga ekki einu sinni um að nú get ég bætt titlinum ‘stjórnarformaður ITM’ í ferilskrána.

Eða er það kannski eitthvað sem maður forðast að nefna, nú til dags?

echelon

Nú verður Echelon dagur þann 3. desember. Hvet alla til að skoða þessa færslu hér og setja síðan orðið Echelon í hausa á færslum og inn í þær, þann 3. des. Gaman að sjá hvort eitthvað gerist í heimsóknafjölda.

bekkjarkvöld

mikið er alltaf gott þegar slíkt er búið.

Nú ætla ég að fá mér bjór…

tvær sjóræningja-

færslur í röð, og það er ekki einu sinni Talk like a pirate day!

hehe

Ætli þetta hafi verið guðspjall dagsins og þar með efni ræðunnar?

efni ræðunnar?

sjóræningjar?

þessi er nokkuð góð:

sjóræningjar

firefox

er tekinn upp á því að vera alltaf hrynjandi hjá mér. Grrr. Bara byrjaði á því í gær, hefur aldrei látið svona áður. Vorum ekkert að sækja nýja uppfærslu eða neitt. Glatað.

diskur

eiginlega frekar fyndið, það hefur ekki mikið komið út eftir mig á diskum undanfarið, en núna fyrir þessi jól eru verk eftir mig á heilum fjórum diskum, fyrir utan Guðbrandsmessuna eru 4 lög á nýja Hymnodiudiskinum sem var að koma út (var að fá hann í hendur, gríðarlega flottur diskur, mæli með honum), eitt lag á nýja Mótettudiskinum (ekki farin að heyra hann, en hann er örugglega góður líka) og svo – tja, reyndar útsetning á diski Áskirkjukórsins, hann er ekki kominn út en á leiðinni. Engin tvítekning á verkum, sem er gott.

Montpistli lokið í þetta sinn.

samantekt

Þetta bara verða allir að skoða! Lími þetta fast efst hjá mér.

seinni hluti útskriftar

hjá herra Finni víólustrák, kemur hér:

Því miður tekur vélin mín bara 3 mínútur (mig laaaangar í vídeótökuvél), þannig að það vantar síðustu 6 nóturnar. En hann er svo flinkur!


bland í poka

teljari

  • 380.688 heimsóknir

dagatal

nóvember 2008
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa