Sarpur fyrir 23. nóvember, 2008

já og flatkökuævintýrið

var endurtekið í dag, núna tvöföld uppskrift 20 heilar flatkökur (10 pakkar, ef maður kaupir), slógum á 70 krónur fyrir skammtinn, (með gasi og öllu), einn pakki af flatkökum kostar frá hundraðkalli upp í 160 krónur. Mjööög góður sparnaður þar.

Frystum svo 9 kökur, eigum eftir að sjá hvernig það kemur út.

strengjaæfing

á eftir, þorði ekki annað en hamast aðeins í síðasta kaflanum. En þetta er bara svo gaaaman, reyndar meira þegar blásararnir eru með, en jafnvel þó það séu bara strengirnir. Mahler rokkar feitt.

varar við nýjum tölvuleik

hahaha, þarna fóru þeir alveg með það. Netleikur sem byrjaði 2004 kallaður nýr! World of Warcraft, ekki aaaalveg glænýr, þegar maður talar um netið, klassískur væri nær lagi.

Hins vegar er hann ansi hreint ávanabindandi, það er hreina satt.


bland í poka

teljari

  • 371.659 heimsóknir

dagatal

nóvember 2008
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa