Sarpur fyrir 3. nóvember, 2008

klyfjuð

mánudaga finnst mér ég vera óttalegt burðardýr. Fyrir utan kennslugögnin og tölvuna þarf ég að taka með mér Hljómeykisnóturnar, víóluna hans Finns, nóturnar og tónfræðidótið hans líka, ásamt nesti handa okkur báðum. Sæki hann svo í skólann, þar bætist við skólataskan hans, sem betur fer ekki leikfimidót. (jú, auðvitað ber hann slatta sjálfur).

Alltaf jafngott að koma síðan heim eftir æfingu og afklyfjast.

Auglýsingar

dómur

Hljómeyki fékk að mestu leyti fínan dóm hjá Jónasi Sen í Mogga dagsins. Ánægður með flutning kórsins á öllu nema einu, verki Ríkarðs, en það er líka snúið að gera vel, ætti að slípast, við flytjum það væntanlega tvisvar enn, núna í haust.

Þetta segir Jónas um mitt verk:

Kontrabassaleikurinn var mun markvissari í næsta atriði dagskrárinnar, Bakkabræðrum eftir Hildigunni Rúnarsdóttur við texta Jóhannesar úr Kötlum. Þar spilaði Kristján skemmtilegan rytma sem smellpassaði við einstaklega skemmtilega laglínu, einfalda og grípandi. Hildigunnur var ekkert að flækja málin, hún leyfði skondnu ljóði Jóhannesar að njóta sín; tónlistin var blátt áfram og lifandi, snyrtilega útfærð fyrir kórinn sem söng af fagmennsku og endirinn var fullkominn. Þetta var snilld!

Ekki kvarta ég…

upptakari úr beiniupptakari úr beini, originally uploaded by hildigunnur.

við Freyja kíktum á Handverks- og hönnunarsýninguna í dag, margt óhemju flott, ég er viss um að ég hefði getað reddað megninu af jólagjöfunum nema vegna þess að við vorum búin að ákveða að það yrðu ódýrar jólagjafir í ár.

Keypti samt þennan óxla flotta upptakara úr beini af henni Ellu, takk fyrir það, ógurlega gaman að hitta þig. Fékk tvær bloggaratölur með, ég er ekki dugleg saumakona þannig að ég lét þær í hendur eldri heimasætunnar til að gera eitthvað úr.


bland í poka

teljari

  • 370.772 heimsóknir

dagatal

nóvember 2008
S M F V F F S
« Okt   Des »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa

Auglýsingar