Sarpur fyrir 6. nóvember, 2008

Reykjavík Tea Party

jæja, nú skulum við ekki bara mótmæla stjórninni hér, nú skal Bretinn fá að heyra það líka. Var að stofna flettismettishóp um að á milli borgarafundar í Iðnó á laugardaginn og mótmælanna klukkan 3, hópumst við niður að höfn á móts við Kolaportið, allir með einn tepoka (enskan eða skoskan, takk) og hellum teinu úr honum í sjóinn. Táknfræðin ætti að vera augljós. (já, kannski fáum við sekt fyrir að henda rusli, það verður bara að hafa það).

14:40 á laugardaginn kemur. Niðri við höfn. Mætum, og förum síðan á Austurvöll öll með tölu.

(hugmyndin kom upp á ircrásinni minni, ekki af mér sjálfri)

Auglýsingar

thorvaldsen

Smá veitingahúsarýni:

Fórum út að borða í hádeginu, ég hef oft fengið góðan mat á Thorvaldsen í Austurstræti þannig að ég dró Jón Lárus með mér þangað. Þvílík vonbrigði. Matseðillinn orðinn mjög aumingjalegur, Jungle karrírétturinn horfinn ásamt fleiru, ég hef haldið upp á núðlurétt með kjúklingi í sætri engifersósu (já, engifer, ég) og hann var, að ég hélt, réttur dagsins. Pöntuðum hann.

Fyrst kom reyndar alveg ljómandi gott brauð með rauðri pestósósu, það ásamt vatnsglasinu var hápunktur máltíðarinnar. Svo kom rjómalöguð aspassúpa, sem fylgdi með rétti dagsins, hún var alveg ágæt, helst til sölt en vel æt.

Síðan kom núðlurétturinn. Hann var eiginlega bara vondur. Sæta engifersósan var horfin og í staðinn get ég svarið að það var sirka hálf flaska af sojasósu í botninum á skálinni. Kjúklingabitarnir voru ofeldaðir og þurrir, og rétturinn allt allt of saltur. Laukur og sveppir með, og reyndar kókosflögur sem voru góðar, bara of lítið af þeim.

Hrædd um að við förum ekki aftur á Thorvaldsen í bráð. Örugglega búin að þamba 2 lítra af vatni síðan ég kom heim. Súrt.

hananú

Tek undir hvert orð Meinhornsins í dag. Hvaða rugl er þetta?

skot í fót

Þetta hérna er öflugasta skot í fót sem ég hef lengi séð. Og það á moggabloggi. Glæsilegt eintak af mogglingi þarna. Valtað yfir hana í kommentunum.


bland í poka

teljari

  • 370.772 heimsóknir

dagatal

nóvember 2008
S M F V F F S
« Okt   Des »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa

Auglýsingar