Sarpur fyrir 19. nóvember, 2008

skyrbolti

yngri unglingurinn er að horfa á CSI á stöðinni sem er ekki núna að sýna stillimynd. Auglýsingahlé, ég er ekki að hlusta en gríp allt í einu þetta orð. Skyrbolti. Er farin að spá í hvort þetta sé nýja vopnið sem eigi að nota á Alþingishúsið, hnausþykkt óhrært skyr (með eða án græns matarlitar) hnoðað í bolta og hent í glugga.

En þá var þetta bara Ruby Tuesday í Skipholti og á Höfðabakka…

Auglýsingar

einhver fúll

yfir gjaldskyldunni hér fyrir utan hefur fengið sekt, rifið miðann í tætlur og hent inn fyrir hliðið hér í garðinum. Veit ekki hvort viðkomandi heldur að þar með sé sektin úr sögunni.

Intrum vesgú…

Alveg er það ótrúlegt

að seðlabankastjóri skuli halda að fólk trúi að það sé fjölmiðlalögunum að kenna að svona fór fyrir fjármálum þjóðarinnar. Hver var það sem hélt bláu krumlunni kverkataki um háls RÚV? Og svo til eini þátturinn sem stóð sig sem stjórnarandstaða átti nú ekki upp á pallborðið, úr því ekki þótti rétt að leggja hann niður, þá var hann uppnefndur af hirðinni.

Nei, Davíð er ekki einn og óstuddur valdur að málum, en að hann haldi að hann geti fríað sig alveg ábyrgð er fáránlegt. Stærstu mistökin voru gerð þarna undir hans stjórn, til dæmis aflétting bindiskyldu bankanna, tja já og reyndar einkavinavæðing bankanna til að byrja með.

Mér finnst einhvern veginn að bankarnir hafi aldrei verið seldir, þeir hafi verið settir í pant hjá okurlánara, jújú ríkið fékk slatta af peningum en nú erum við að borga þá til baka með gríðarlegum vöxtum, okurlánarinn sjálfur orðinn gjaldþrota og hans kröfuhafar komnir í spilið. Og við búin að taka við bönkunum aftur.

Mantran er síðan svo sterk að ráðamenn segja ekki koma annað til greina en að einkavæða bankana að nýju. Heldur einhver í alvöru að það muni ekki fara aftur í sama farið, þó það verði nú væntanlega reynt að halda í hemilinn? Ekki ég.


bland í poka

teljari

  • 370.772 heimsóknir

dagatal

nóvember 2008
S M F V F F S
« Okt   Des »
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa

Auglýsingar