Sarpur fyrir desember, 2010

morgunstund

nei ekkert með gull, en mikið er eitthvað gott að vakna fyrst og fá rólegheitastund í 1-2 tíma að morgni áður en þau hin vakna. Bara tölvan og tebolli og ristuð brauðsneið, einhver róleg músík (ekki jóladiskur, orðið ágætt af þeim í bili).

Eldri unglingur reyndar kíkti hér við í nokkrar mínútur, gisti hjá kærastanum og farin í vinnuna, sú yngri gisti líka, með kammerklúbbsvinum sínum, frábær hópur þar, nokkuð viss um að þau sofa til hádegis. Karlpeningurinn hins vegar steinsofandi hér niðri.

Væmnu færslu lokið. (best að finna væmna mynd til að bæta í).

nýja serían

Breyttum til í gær og ákváðum þegar við skreyttum tréð að appelsínugula serían sem við höfum notað síðastliðin ár skyldi fá pásu og settum eina af okkar fjölmörgu marglitu gluggaseríum á tréð. Ekki í frásögur færandi svosem. Nema hvað að ég hafði í fyrra keypt 120 ljósa seríu til að nota í annan gluggann framan á húsinu sem ljósagardínu.

Skellti henni í gluggann, tveimur eldri með 50 ljósum hvorri hinum megin. Sams konar umbúðir, sams konar perur. Ekki sams konar útkoma:

Já, semsagt 120 perurnar, nýja serían, er hægra megin, 100 perur í tvennu lagi til vinstri.

Væntanlega er þetta eitthvað straummál, að hver pera lýsir ekki jafnskært þegar straumurinn þarf að ná meira en tvöfalt lengra á einni línu.

Allavega er ég búin að setja áminningu í dagatalið mitt fyrir næstu Þorláksmessu: Muna að setja löngu seríuna á tréð! og endurtakist árlega.

Gleðileg jól

nær og fjær, elskulegu lesendur

jólajóla

búin að öllu. Feis!

tja eða svona nánast öllu sem ég ætla að gera.

Mun ekki þvo veggi né loft. Þó væntanlega myndi vera þörf á því, sérstaklega inni í skrifstofu, rykugir veggir bak við tölvuna.

Mun heldur ekki „taka skápana“ Gleymið því. Þreif samt gaseldavélina áðan, gallinn við gasið eru þessar djúpu hellur eða hvað maður kallar þær undir járngrindunum.

Hér eru enn bunkar á skrifborðinu mínu, ég er reyndar búin að átta mig á því að ég mun væntanlega aldrei losna við einn af þeim, alltaf dót í vinnslu í hlaða. Verður að hafa það.

En pakkar eru tilbúnir og jólakort send sveimérþá, búin að syngja á nokkrum jólatónleikum og hlusta á margfalt fleiri, þó ég hefði viljað fara meira. Ein eða tvær jólamessur munu væntanlega detta inn líka svona úr því maður er nú kominn í kór sem tengist kirkju.

Búin að hengja upp ljósagardínurnar og familían meira að segja búin að setja upp og skreyta jólatréð. Bóndinn langt kominn með að þvo gólfin.

Jamm sé fram á rólegasta aðfangadag í manna minnum. Sem er ekki slæmt.


hluti pakkaflóðsins.

jólakortin, tónleikar og smá röfl

frá – eða nánast. Tvö ár í röð sendum við engin og það þynnti svolítið út í haugnum sem er bara reyndar ágætt. Gott að skerpa á áherslunum og senda svo bara frekar kort á netinu á breiðari hóp. Keypti samt aaaðeins of fá kort í ár en væntanlega fullmörg frímerki reyndar.

Styttist líka í jólatónleikaflóðinu, fór á tónleika í fyrrakvöld, söng eina í gærkvöldi, fór á eina til í kvöld og stefni á að fara á styrktartónleika í Neskirkju á miðvikudagskvöldið – kyrrðartónleikarnir hjá Hallveigu og Steina eru orðnir alveg ómissandi hluti aðventunnar.

Stráksi söng áðan í upptöku á jólamessu biskups til sýningar á aðfangadagskvöld. Hann var ekkert sérlega glaður með það reyndar, drengjakórinn söng í messu í gær líka og það verður að viðurkennast að það er ekki það alskemmtilegasta sem hann gerir. Ég er pínu hrædd um að hann sé mögulega að gefast upp á kórnum og það er eingöngu út af öllum þessum messum sem þeir þurfa að syngja. Drengjakórinn sér um eina í mánuði og það fer umtalsverður tími á æfingum í að undirbúa þær (allavega samkvæmt honum).

Ef kirkjan ætlar að laða til sín fólk er ekki besta leiðin að láta litla krakka syngja við messur með prédikun af fullri lengd og altarisgöngu. Reyndar græt ég ekki aðferðirnar per se en mér finnst synd að drengir fælist frá kórstarfinu út af þessu.

stolið

frá jonas.is – spurning hvort sé ekki slattans vit í þessu?

18.12.2010
Hópíþróttir brengla
Samkvæmt þjálfurum barna í hópíþróttum ber dómari leiks einn ábyrgð á, að fylgt sé reglum. Leikmenn sjálfir eru án ábyrgðar, siðlausir. Ef þeir hindra mark með broti, er það nauðsyn, sem brýtur lög. Sama er að segja um látalæti leikmanna. Þau eru nauðsynleg aðferð við að hafa áhrif á dómarann. Um allt land eru siðlausir þjálfarar að kenna börnum okkar, að þriðju aðilar eigi að sjá um allt siðferði. Það eru dómararnir. Leikmenn sjálfir mega hins vegar haga sér eins og hentugast er. Úr þessari þjálfun kom ábyrgðarlaust fólk á vinnumarkaðinn. Tók líka yfir bankana. Með afleiðingum, sem allir hafa séð.

enn af jólasöngvum

Alveg fannst mér ótrúlega magnað í gærkvöldi að hafa Táknmálskórinn með á söngvunum. Allt önnur upplifun og meiri en venjulega, þó mér þyki reyndar alltaf yndislegt að fara og hlusta. Bæði Langholts- og Gradualekórarnir voru í fantaformi, einsöngvarar fínir og svo þessar yndislegu hreyfingar bæði hjá einsöngvara og kór Táknmálskórsins.

Veit ekki hvort eru enn til miðar í kvöld en hvet ykkur til að athuga og fara ef svo er.


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

desember 2010
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa