jólasöngvar

Langholtskórsins byrjaðir, Gradualekórinn tekur þátt að vanda, stelpurnar báðar þar með. Ég fer á tónleikana annað kvöld en hrikalega er ég fegin að Fífa er stoltur bílprófshafi og keyrir í kvöld og á sunnudaginn (jáannars ég er semsagt að syngja Jesu, meine Freude með glænýjum Kammerkór Dómkirkjunnar á sunnudagskvöldið) þannig að við þurfum ekki að vera í sækjum-og-sendum pakkanum nákvæmlega núna.

Sá pakki fer reyndar ört minnkandi, Fífa sér nánast alveg um sig sjálf (eða fær bílinn lánaðan gegn bensínkaupum með misreglulegu millibili), Freyja þarf eiginlega skutl þegar sellóið er með í för, annars er hún á eigin vegum og Finnur meira að segja fer á hlaupahjólinu bæði í karate inn í Brautarholt og hljómsveit í Sóltúnið nánast alltaf.

Var reyndar að tala við samkennara mína fyrr í ár, komst að því að þau smyrja enn nesti fyrir 17-19 ára unglinga sína. Sárhneykslaðist á því – stelpurnar sjá algerlega um sig sjálfar og tíáringurinn hefur borið ábyrgð á nestinu sínu frá í fyrrahaust.

4 Responses to “jólasöngvar”


 1. 1 beggi dot com 2010-12-17 kl. 23:26

  Ertu ekki að grínast með nestið og 17 – 19 ára fólk? Ég var fluttur að heiman þegar ég var 18 ára.

 2. 2 hildigunnur 2010-12-18 kl. 00:29

  jamm ég líka og nei því miður, ég er ekki að grínast 😦 Og nota bene sjá um sig sjálfar – við kaupum föt og borgum síma + smá vasapeningur hjá þessari 14 ára og borgum tónlistarskólann fyrir þau öll en annars redda þær sér sjálfar!

 3. 3 ella 2010-12-18 kl. 10:59

  Það hefur ofboðslega margt breyst síðan ég var ung hérna um daginn. Það er eiginlega slæm meðferð á „barni“ að láta það ekki venjast því að sjá um sig. Allt annað að sýna hlýju og væntumþykju með því að sinna svona þörfum af og til, ætti þá líklega vera á báða bóga. Eins og þegar þinn stúfur tók til morgunbitann fyrir fjölskylduna nýlega.

 4. 4 hildigunnur 2010-12-19 kl. 10:11

  Ella, nákvæmlega! Börnum er svo ótrúlega lítill greiði gerður með því að leyfa þeim ekki að bera ábyrgð á sjálfum sér.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 374.188 heimsóknir

dagatal

desember 2010
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: