meira umferðarhneyksl

Var að keyra Freyju í afmæli inn á Langholtsveg (hmm hef orðið ekki tölu á ferðunum inn í Vogahverfi í dag – og enn allavega ein eftir ef ekki tvær), á leið niður Frakkastíg mætum við bíl að keyra upp að Hverfisgötu.

Ef fólk man ekki hvernig liggur í götunum á þessu svæði, þá er Frakkastígurinn mjór, lagt báðum megin og einstefna niðurávið.

Ekki nokkur leið að mæta bílnum þannig að ég stoppaði á miðri götunni á meðan hann beygði austur Hverfisgötu. Hefði bíllinn verið neðar hefði ég örugglega keyrt niðurfyrir og látið hann bakka en um það var eiginlega ekki að ræða.

Ekki nóg með þetta, á leiðinni til baka heim fer ég venjubundna leið Sæbraut, beygi inn á Skúlagötu (bútinn sem mun halda áfram að heita Skúlagata svo það gleymist nú ekki), þar vestur að Klapparstíg og upp. Þá var verið að vinna í lóðinni þar sem brann fyrir rúmu ári, og lokað. Bílstjórinn á undan mér átti voða erfitt með að ákveða hvað hann ætti nú að gera úr því hann komst ekki upp götuna, stóð í óratíma á gatnamótunum (og þarna er líka þröngt þannig að ekki komst ég frekar framhjá), beygði svo austur Lindargötu eins og var nánast hið eina í stöðunni. Ég giska á að þetta hafi verið vandamál fyrri bílstjórans, hann (eða hún) hafi ekki komist upp Klapparstíg og laumast þar af leiðandi upp Frakkastíg í staðinn.

Ekki var þetta nú alveg búið enn, ég ákveð að fara ekki að dæmi þess fyrri heldur keyri niður Frakkastíginn og austur að Barónsstíg, þar upp og svo Grettisgötuna. Lendi á eftir bíl sem ég held örugglega að hafi ekki verið sá sami og fyrr. Komum að Frakkastíg og hann BEYGIR UPP GÖTUNA og síðasta sem ég sé af honum er rauð afturljós þar sem ég sit gapandi á gatnamótunum.

Stebbi lögga sagði í Útsvarsþætti gærkvöldsins að lögreglan í Reykjavík væri í átaki gegn ölvunarakstri, held þeir ættu að drífa sig í miðborgina.

(Liggur við að ég þurfi að búa til kort af svæðinu til að sýna aðstæður en ég nenni því eiginlega ómögulega)

Auglýsingar

2 Responses to “meira umferðarhneyksl”


  1. 1 beggi dot com 2010-12-11 kl. 21:10

    Vér gamlir miðborgarbúar skiljum þetta. Þ.e.a.s staðháttalýsingu, ekki endilega hegðunina. Ég mætti einu sinni konu á Grettisgötunni sem var alveg gáttuð á því að ég vildi ekki víkja fyrir henni.

  2. 2 hildigunnur 2010-12-12 kl. 00:03

    haha já ég hef lent í sama.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 366,768 heimsóknir

dagatal

desember 2010
S M F V F F S
« Nóv   Jan »
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: