Sarpur fyrir febrúar, 2009

NEEEIIIII

haldið þið ekki að við höfum ‘steingleymt’ að kaupa bjór til að fagna 20 ára afmælinu? Veit ekki hvað er að okkur…

vakandháttur

já eða hvernig myndi maður þýða State of alertness?

Ég man feikivel eftir litlusystur og bræðrum mínum (neinei ÉG gerði aldrei svona) spyrjandi mömmu um leyfi til að nota bílinn og kannski ýmiss annars – meðan hún var í símanum. Það bara náðist ekkert samband við hana, en það náðist kannski alveg eitt ‘jájá’ sem var svo auðvitað notað sem fullt samþykki.

Ég sé fram á að sama muni gilda með mig, talandi við einhverja á ircinu. Ég reyndar næ yfirleitt því sem er sagt við mig, en það tekur stundum hátt í 2-3 mínútur. Fer í loop í lægri forgangi. Mun væntanlega duga til að hlaupa út, ef börnin eru tilbúin með bíllykilinn í hendinni og komin í skóna.

jei

búin að koma vídjóvélinni í samband við bæði tölvuna og ekki síður iMovie. Þurfti að kaupa converter, þar sem Panasonic getur náttúrlega ekki skilað á skiljanlegu formati heldur er með sitt eigið, og eigin vinnsluforrit sem fylgir á diski – en bara fyrir Windohze.

ain’t that the truth?

söngvarar

fjölmennið á morgun á Austurvöll og í gönguna, til stendur að syngja Vísur Vatnsenda-Rósu og Maístjörnuna í upphafi fundar og svo þjóðsönginn í lokin. Ég kemst víst ekki, bæði yngri börnin eru að spila á tónleikum (gaaah, setja vídjóvélina í hleðslu á eftir!), þar af Freyja útskriftarlag úr bók. En mætið endilega sem flest, vön eða minna vön.

Já. Klukkan hvað segið þið? 14:45 niðri við sviðið…

fratres

eftir Arvo Pärt er bara svo mikil snilld. Búin að vera að hlusta á það, alltaf af og til, síðan um daginn, einn nemandi minn frétti að við værum að spila það og vill óður og uppvægur fá að spila clavespartinn. Hlakka til að byrja að æfa það, nóturnar eru víst á leiðinni.

minnið

ekki ætluðum við með nokkru móti að muna hvers vegna við höfðum ekki sett neinn mat á matseðilinn á morgun. Brutum heilann fram og til baka allan gærdag og fyrradag og það var ekki fyrr en í dag að það datt inn hjá bóndanum hver hafði eiginlega boðið okkur í mat…

snobb

mikið skelfilega fer það í mínar fínustu þegar bókmenntasnobbarar (nei, ekki bókmenntaunnendur – hreint ekki sami pakki) talar niður Harry Potter bækurnar. Jújú, ég er ekki að segja að þetta séu bestu barnabókmenntir allra tíma, en að líkja þeim við rusl og segja að þær séu bara dægurflugur er að mínu mati mjög mikill misskilningur.

Nú er ég svo heppin að hafa verið Potterfan frá því löngu áður en bækurnar urðu heimsfrægar þannig að ég lærði að meta þær án þess að eiga ‘möguleikann’ á því að detta í gryfjuna: Þetta er vinsælt, þess vegna hlýtur það að vera lélegt, sem allt of margir virðast falla í.

Í gærkvöldi var víst danskt viðtal í sjónvarpi við einn á kafi í snobbgryfjunni. Ekki þori ég að sverja að hann hafi ekki lesið bækurnar, eða kannski bara lesið fyrstu tvær og svo jafnvel séð myndirnar (sem mér finnast reyndar óttalegt rusl, vantar allan húmorinn), en hann bar bækurnar saman við bækur C.S.Lewis og hvað þær ættu að vera mikið betri og dýpri. Jújú, persónusköpunin þar er fín en það sem Potterveldið hefur langt fram yfir þær bækur er að Rowling talar ekki niður til barnanna og prédikar heldur ekki yfir þeim, sem ég hef sjálf aldrei þolað við Lewis, hvorki sem barn né fullorðin. Þóttu bækurnar leiðinlegar þegar ég las þær sem krakki, vissi ekki alveg hvers vegna en áttaði mig svo á því þegar ég ákvað að gefa þeim séns aftur áður en ég benti mínum börnum á að lesa þær, eða kannski réttara sagt áður en ég segði við þau að þær væru hundleiðinlegar. Prédikanir hafa aldrei farið vel í mig.

Hins vegar er alrangt að allar persónur séu svarthvítar hjá Rowling. Í fyrstu bókunum lítur það þannig út en eftir því sem bókunum fjölgar – og þær hætta nánast að vera barnabækur – breytist það talsvert, fólk þroskast báðum megin borðsins, maður finnur efa og skelfingu Dracos til dæmis vel, einnig er táningsangist Harrys mjög sannfærandi í bók 5.

Svo er vefurinn náttúrlega algjör snilld, Rowling er á við flinka kónguló í þráðum sem leysast, vísbendingum í bók eitt sem skýrast ekki fyrr en í bók sex og sjö, bækurnar eru líka bráðfyndnar. Ég er margbúin að lesa þær allar og finn alltaf eitthvað fyndið sem ég hafði ekki tekið eftir eða fattað við fyrri lestra.

Leiðinlegir sleggjudómar. Uss.

frjáls mæting

hjá nemendum mínum í Hafnarfirði í dag og auðvitað sit ég hér og enginn mætir. Nema ein er búin að melda sig í síðasta tímann.

Mér finnst sjálfsagt að gefa krökkunum frjálsa mætingu á öskudaginn, þetta er eini dagurinn sem þau sjálf eiga, allir aðrir frídagar eru ekki síður stílaðir á fullorðna. Að skylda börnin til að mæta síðan í tónfræðitíma er hreinlega hundraðogellefta meðferð á ungviði. Yfirleitt arfaslæm mæting og þau sem mæta eru samviskusömu duglegu krakkarnir sem hefðu síst þurft á því að halda (akkúrat svoleiðis hjá samkennara mínum hér í dag, tveir mættir af tólf). Mun hreinlegra að láta þau vita að þau megi koma ef þau vilji en það sé ekki skylda.

En ég er að minnsta kosti búin að sitja hér megnið af deginum og vafra á netinu. Spilaði einn tölvuleik áðan og er núna að hlusta á Sjostakovitsj á jútjúb. Þægilegasti dagur.

Finnur Potter

Páll Ásgeir

súmmerar drottningarviðtal gærdagsins snilldarlega.

Bankinn minn…

barnaútgáfa

af kreppunni, ansi hreint góð.

væri gaman að vita

hvert hann sonur minn hefur farið eftir skóla, ekki er hann heima (nei, ég hef ekki áhyggjur, hann er örugglega hjá einhverjum vini sínum).

syfjuð

í morgun, enda horfðum við á lokaþátt fyrstu seríu af Battlestar í gærkvöldi. Hann endaði að sjálfsögðu á cliffhanger, þannig að við neyddumst til að byrja á þeirri næstu. Fórum að sofa um hálftvö, svo þurfti að sjálfsögðu að vakna í morgun til að redda bollurjóma og fleiru.

Þannig að um tíuleytið var ég náttúrlega alveg að hrynja út. Ákvað að leggja mig aftur (lúxus, jámm). Nema hvað ekki svaf ég nú vel, mig dreymdi auðvitað að ég myndi gleyma að mæta í vinnuna, horrorímynd af 30 tónfræði- og tónheyrnarnemendum sem mættu í tímann og enginn kennari. Reyndi að ná í síðasta tímann, þar sem Freyja átti víst að vera en það var eins og að hlaupa í sírópi.

Þoli ekki svona drauma.

En Battlestar er ekkert að verða minna spennandi, neitt.

bollur

ég veit sko alveg hver mun baka vatnsdeigsbollurnar hér heima, héðan í frá. Það er ekki ég…

bolla bolla...

visual útskýring

á kreppubyrjun. Jájá HHG og þið hinir, þetta var allt stjórnvöldum og ofstjórnun að kenna…

The Crisis of Credit Visualized from Jonathan Jarvis on Vimeo.

(eða nei, mér sýnist það nebbla hafa verið græðgi)

fundið hjá Karen.

til umhugsunar

fyrir alla kennara, sérstaklega:

ég hef nú

talað um þessa pönnu áður, þið gleymnu konur :þ Hér er mynd frá fyrsta flatkökubakstrinum. Kökurnar eru nú bara kringlóttar núna, ekki vegna þess að átthyrndar séu verri, heldur vegna þess að það var betra að þær væru aðeins minni.

Sem sagt, flöt sólíd járnpanna með mjög lágri brún, ídeal til að brúna stór stykki á. Stór kostur er að það má vel brenna á henni, flatkökurnar þurfa helst að vera komnar með smá svarta flekki, svo skrapar maður það bara af.

Hún er ekkert ósvipuð pönnukökupönnu, bara talsvert stærri um sig. Hef steikt á henni crépes líka.

pjödupannan

búin að vera í fullri notkun hér í dag – þakka fyrir þrjóskuna í mér að leita að svona pönnu úti í San Marino hér fyrir tæpum tveimur árum. Bökuðum fyrst flatkökur og svo núna voru feðgarnir að enda við að steikja tortillur. Finnur segist vera kominn á level 2 að steikja.

Svo er pannan notuð til að steikja beikon og brúna kjöt sem á að fara í ofninn, alveg veit ég hvað ég mun nefna sem bestu kaupin ef ég verð einhvern tímann spurð um bestu og verstu kaup þarna í Fréttablaðsdálkinum.

Þorbjörn og Helga, eruð þið dugleg að nota ykkar?

svona rétt til áminningar

fyrir fólk eins og AMX ‘fréttaveituna’ og þá sem mögulega kannski hlusta á rausið í þeim hér.


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa