Sarpur fyrir febrúar, 2009

NEEEIIIII

haldið þið ekki að við höfum ‘steingleymt’ að kaupa bjór til að fagna 20 ára afmælinu? Veit ekki hvað er að okkur…

vakandháttur

já eða hvernig myndi maður þýða State of alertness?

Ég man feikivel eftir litlusystur og bræðrum mínum (neinei ÉG gerði aldrei svona) spyrjandi mömmu um leyfi til að nota bílinn og kannski ýmiss annars – meðan hún var í símanum. Það bara náðist ekkert samband við hana, en það náðist kannski alveg eitt ‘jájá’ sem var svo auðvitað notað sem fullt samþykki.

Ég sé fram á að sama muni gilda með mig, talandi við einhverja á ircinu. Ég reyndar næ yfirleitt því sem er sagt við mig, en það tekur stundum hátt í 2-3 mínútur. Fer í loop í lægri forgangi. Mun væntanlega duga til að hlaupa út, ef börnin eru tilbúin með bíllykilinn í hendinni og komin í skóna.

jei

búin að koma vídjóvélinni í samband við bæði tölvuna og ekki síður iMovie. Þurfti að kaupa converter, þar sem Panasonic getur náttúrlega ekki skilað á skiljanlegu formati heldur er með sitt eigið, og eigin vinnsluforrit sem fylgir á diski – en bara fyrir Windohze.

ain’t that the truth?

söngvarar

fjölmennið á morgun á Austurvöll og í gönguna, til stendur að syngja Vísur Vatnsenda-Rósu og Maístjörnuna í upphafi fundar og svo þjóðsönginn í lokin. Ég kemst víst ekki, bæði yngri börnin eru að spila á tónleikum (gaaah, setja vídjóvélina í hleðslu á eftir!), þar af Freyja útskriftarlag úr bók. En mætið endilega sem flest, vön eða minna vön.

Já. Klukkan hvað segið þið? 14:45 niðri við sviðið…

fratres

eftir Arvo Pärt er bara svo mikil snilld. Búin að vera að hlusta á það, alltaf af og til, síðan um daginn, einn nemandi minn frétti að við værum að spila það og vill óður og uppvægur fá að spila clavespartinn. Hlakka til að byrja að æfa það, nóturnar eru víst á leiðinni.

minnið

ekki ætluðum við með nokkru móti að muna hvers vegna við höfðum ekki sett neinn mat á matseðilinn á morgun. Brutum heilann fram og til baka allan gærdag og fyrradag og það var ekki fyrr en í dag að það datt inn hjá bóndanum hver hafði eiginlega boðið okkur í mat…


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa