dagur, að minnsta kosti að hluta til. Svona frá hálftvö til fimm. Þurfti að ná í krakkana snemma, var búin að láta færa tímann hans Finns til um kortér til að ná að fara og syngja í jarðarför. Allt í fína með það. Nema að húfan hans finnst hvergi, trúlega verið tekin, allt of mikil töffarahúfa. Súrt. Ætlaði svo ekki að finna Freyju, var ekki í stofunni sinni, hélt að hún væri í tölvustofunni og barði hana alla utan en enginn svaraði. Kom svo skottan, sem betur fer.
Á leiðinni með hana í selló uppgötvaði ég að hún er búin að fá sýkingu í eyrað síðan í aðgerðinni í gær, ofursúrt. Gat ekki látið hana ganga heim úr sellótímanum eins og ég ætlaði þannig að ég skipaði henni að fá frí síðasta kortérið, þá næði ég að sækja. Skammaði stelpurófu líka fyrir að hafa ekki æft sig nóg í vikunni. Uss uss uss. Í tíma með Finn, gekk reyndar nokk vel, hann lak ekki nema minimal í gólfið og þóttist vera svoooo þreeeyyyyttur. Út, sækja Freyju, bruna heim, pirra sig á silalegum ökumönnum á undan mér (hvað er með að keyra á 10? Lenti á tveimur svoleiðis).
Skila börnum, jarðarför gekk reyndar mjög vel, ekkert bögg þar.
Heim og ná í Freyju, keyra í dans, náðist auðveldlega. Nema hvað þegar ég er komin niður í Sporthús er hringt í mig úr STEFi, voða skemmtilegt að fá að vita að maður hafi fengið 67 þúsund krónum of mikið í síðustu NCB úthlutun og það verði dregið af mér næst. Muuuu.
Reyndar smá saga að segja frá því. Útskýringin á úthlutuninni var lag af jóladiski Ellenar og KK, skráð að þau hefðu notað útsetningu eftir mig af sálmalagi. Ég var reyndar steinhissa, hafði ekki haft hugmynd um það. Öfundaðist náttúrlega þvílíkt út í poppbransann að fá svona upphæðir fyrir plötur, ef ég fengi 67 þús fyrir eina útsetningu, hvað sækti þá öll platan.
Nemahvað, sonur Ellenar og Eyþórs er í tónfræði hjá mér. Pabbinn með í tímum. Ég náttúrlega minnist á hvað ég hafi verið ánægð með systkinin að nota þessa útsetningu, ég hafi aldrei nokkurn tímann fengið svona há ncb gjöld. Eyþór hváir við, kannast ekki alveg við málið. Svo fara þau náttúrlega að garfa í þessu og upp kemur að vegna þess að þau voru ekki búin að skrá lögin hjá STEFi var eina tengingin við plötuna lag sem þau tóku (útsett af sjálfum þeim) lag sem ég átti skráða útsetningu við.
Þannig að allur fjárans diskurinn var skráður á mig.
Ég á sko inni að þau taki eitthvað frá mér 😀
En það jákvæða í dag var að ég skilaði af mér píanótríóinu. Sem er kúl. Og sit hér með rauðvínsglas. Sem er gott.
Nýlegar athugasemdir