Sarpur fyrir september, 2006

vaaaaaaaaaá!

var í partíi með living legend of our times.

Krystof Penderezky stjórnar Sinfóníunni á tónleikum á morgun. Það eru ekki mörg tónskáld á lífi í heiminum þekktari og virtari en hann. Tónskáldafélagið bauð til móttöku í kvöld, að sjálfsögðu mætti ég. Ekki víst að það gefist tækifæri til að hitta manninn aftur. Held hann hafi ekki komið til Íslands síðustu tuttugu árin eða svo. Það vantaði slatta af tónskáldunum, við vorum ekki nema svona fimmtán í allt, með Penderezky og frú. Kem til með að lifa lengi á þessu. Tvímælalaust sá stærsti á mínu sviði sem ég hef hitt. Kuul.

gekk

hörkuvel á tónleikunum, tvöfölduðum áheyrendafjöldann síðan um daginn og það þrátt fyrir mörgþúsundmanns í miðbænum, þar inni í eiginlega alla mína vini, fjölskyldu og kunningja. Ýmislegt hefur aldrei gengið betur, Ljóðið hennar Elínar (líklega erfiðasta verkið á efnisskránni) small algerlega og Hrafnamál Hreiðars Inga – tja, gengu betur en í vor. Ýkjulaust.

Þó nokkrir sem hvöttu okkur til að taka þetta upp og gefa út, það væri að minnsta kosti ekki enn ein platan með sömu lögunum. Veit nú samt ekki hvort maður fer að hamast í upptökum, nóg samt að gera. Síðustu tónleikarnir með þessu verða víst líklega ekki í nóvember heldur 21. okt, fyrsta vetrardag. Samt ekki alveg búið að negla dagsetninguna. Kemur í ljós.

muuuu

eru allir orðnir svona þreyttir á leiðindunum í kommentakerfinu mínu? eða er kannski bara ómögulegt að komast í gegn eða eitthvað? Engin komment við síðustu 7-8 færslur! Hvar eru allir?

(hmm, sé þetta núna. Kemst ekki í gegn. Og ég sem hélt að það vildi enginn tala við mig lengur…)

tónleikarnir

í kvöld, já, maður kann eiginlega varla við að plögga. En semsagt, ef þið ætlið ekki að ganga með Ómari niður í bæ í kvöld, þá eru tónleikarnir okkar í Hásölum við Hafnarfjarðarkirkju í kvöld, gengið inn um Tónlistarskólann. Um klukkutíma prógramm, bæði ný verk (annar flutningur á Mýrarlaginu eftir hana Rúnu, mjöög fallegt) og svo nokkrar íslenskar kórperlur sem fólk ætti að kannast við.

Þeir sem ætla að ganga þurfa þó engan veginn að örvænta, við syngjum prógrammið einu sinni enn, í draugalegu umhverfi á Eyrarbakka. Tvö af verkunum passa afskaplega vel inn í það andrúmsloft allt saman. Þetta verður líklega í nóvember, við erum ekki alveg búin að negla dagsetningu en þið verðið látin vita, ójá.

og það var splæst í nýtt lyklaborð í dag. Litlasystir ætlaði að vera þvílíkt almennileg og gefa okkur sitt gamla en það reyndist þá vera serial en ekki usb. Cubinn er bara ekki með neinu serial tengi. Einu sinni átti ég eitthvað serial to usb millistykki en ég held alveg örugglega að ég hafi hent því.

En ég er amk. komin aftur á mína tölvu. Gottgott.

sjónin

við Finnur fórum til augnlæknis í morgun, hann í fjórða eða fimmta skiptið en ég fyrsta. Sjónin hefur ekki verið mæld í mér síðan ég var krakki, var þá með fullkomna sjón, núll á báðum.

Not so, no more, no.

Augnlæknirinn okkar er í Mjódd. Frá stofunni hans fókuserar hægra augað á mér úti á bílastæði en það vinstra í Kópavogi.

Fékk gleraugnarecept upp á skjávinnugleraugu, hægra +2,5 og vinstra +4,25. Má samt nota ræflana mína úr apótekinu, (bæði gler +1,25) svo lengi sem ég fæ ekki hausverk og vöðvabólgu af ofreynslu og stífni. Læknirinn trúði mér varla þegar ég sagðist vel geta lesið heilan reyfara spjaldanna á milli án þess að þreytast of mikið. Heldur að minn heiftarlega hái sársaukaþröskuldur bjargi mér í því samhengi, ég er örugglega alltaf með hellings höfuðverk, ég finn bara ekkert fyrir honum…


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

september 2006
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa