Sarpur fyrir september, 2006

vaaaaaaaaaá!

var í partíi með living legend of our times.

Krystof Penderezky stjórnar Sinfóníunni á tónleikum á morgun. Það eru ekki mörg tónskáld á lífi í heiminum þekktari og virtari en hann. Tónskáldafélagið bauð til móttöku í kvöld, að sjálfsögðu mætti ég. Ekki víst að það gefist tækifæri til að hitta manninn aftur. Held hann hafi ekki komið til Íslands síðustu tuttugu árin eða svo. Það vantaði slatta af tónskáldunum, við vorum ekki nema svona fimmtán í allt, með Penderezky og frú. Kem til með að lifa lengi á þessu. Tvímælalaust sá stærsti á mínu sviði sem ég hef hitt. Kuul.

gekk

hörkuvel á tónleikunum, tvöfölduðum áheyrendafjöldann síðan um daginn og það þrátt fyrir mörgþúsundmanns í miðbænum, þar inni í eiginlega alla mína vini, fjölskyldu og kunningja. Ýmislegt hefur aldrei gengið betur, Ljóðið hennar Elínar (líklega erfiðasta verkið á efnisskránni) small algerlega og Hrafnamál Hreiðars Inga – tja, gengu betur en í vor. Ýkjulaust.

Þó nokkrir sem hvöttu okkur til að taka þetta upp og gefa út, það væri að minnsta kosti ekki enn ein platan með sömu lögunum. Veit nú samt ekki hvort maður fer að hamast í upptökum, nóg samt að gera. Síðustu tónleikarnir með þessu verða víst líklega ekki í nóvember heldur 21. okt, fyrsta vetrardag. Samt ekki alveg búið að negla dagsetninguna. Kemur í ljós.

muuuu

eru allir orðnir svona þreyttir á leiðindunum í kommentakerfinu mínu? eða er kannski bara ómögulegt að komast í gegn eða eitthvað? Engin komment við síðustu 7-8 færslur! Hvar eru allir?

(hmm, sé þetta núna. Kemst ekki í gegn. Og ég sem hélt að það vildi enginn tala við mig lengur…)

tónleikarnir

í kvöld, já, maður kann eiginlega varla við að plögga. En semsagt, ef þið ætlið ekki að ganga með Ómari niður í bæ í kvöld, þá eru tónleikarnir okkar í Hásölum við Hafnarfjarðarkirkju í kvöld, gengið inn um Tónlistarskólann. Um klukkutíma prógramm, bæði ný verk (annar flutningur á Mýrarlaginu eftir hana Rúnu, mjöög fallegt) og svo nokkrar íslenskar kórperlur sem fólk ætti að kannast við.

Þeir sem ætla að ganga þurfa þó engan veginn að örvænta, við syngjum prógrammið einu sinni enn, í draugalegu umhverfi á Eyrarbakka. Tvö af verkunum passa afskaplega vel inn í það andrúmsloft allt saman. Þetta verður líklega í nóvember, við erum ekki alveg búin að negla dagsetningu en þið verðið látin vita, ójá.

og það var splæst í nýtt lyklaborð í dag. Litlasystir ætlaði að vera þvílíkt almennileg og gefa okkur sitt gamla en það reyndist þá vera serial en ekki usb. Cubinn er bara ekki með neinu serial tengi. Einu sinni átti ég eitthvað serial to usb millistykki en ég held alveg örugglega að ég hafi hent því.

En ég er amk. komin aftur á mína tölvu. Gottgott.

sjónin

við Finnur fórum til augnlæknis í morgun, hann í fjórða eða fimmta skiptið en ég fyrsta. Sjónin hefur ekki verið mæld í mér síðan ég var krakki, var þá með fullkomna sjón, núll á báðum.

Not so, no more, no.

Augnlæknirinn okkar er í Mjódd. Frá stofunni hans fókuserar hægra augað á mér úti á bílastæði en það vinstra í Kópavogi.

Fékk gleraugnarecept upp á skjávinnugleraugu, hægra +2,5 og vinstra +4,25. Má samt nota ræflana mína úr apótekinu, (bæði gler +1,25) svo lengi sem ég fæ ekki hausverk og vöðvabólgu af ofreynslu og stífni. Læknirinn trúði mér varla þegar ég sagðist vel geta lesið heilan reyfara spjaldanna á milli án þess að þreytast of mikið. Heldur að minn heiftarlega hái sársaukaþröskuldur bjargi mér í því samhengi, ég er örugglega alltaf með hellings höfuðverk, ég finn bara ekkert fyrir honum…

imogen heap

er skemmtilegur músíkant. Gaman að vera að detta inn í unglingamúsíkina í gegn um unglinginn sinn.

mætt

heim eftir fínustu Egilsstaða/Eiðaferð (nei, ég náði ekki Kárahnjúkum, lét minn góða rektor um þá í staðinn).

Tónleikarnir tókust mjög vel, áheyrendur náðu að verða jafn margir og söngvararnir, það er að segja ef við teljum klikkaða ljósmyndarann, tónleikahaldara og leigusöngvara með, hann söng sko ekki með í söngleikjalaginu með klappinu og stappinu og allri hinni leikrænu tjáningunni hjá okkur, settist þá niður og getur semsagt talist með áheyrendum.

En sem sagt, gekk fínt að syngja, ljómandi góður salur, búið að biðja okkur um að koma aftur að ári og aldrei að vita að það verði að veruleika. Kannski við förum þá ekki á fjalltíma, allir sem vettlingi gátu valdið í sveitinni voru víst á fjalli. Gistingin snilld, heldur þægilegri en síðast þegar við fórum austur, gistum þá á Eyjólfsstöðum hjá Ungu fólki með aðalhlutverk – (eða var það hausverk) og þar mátti sko hvorki reykja né drekka, allt svo voooðalega heilagt, ekkert þægilegt að komast inn í bæ og stemningen trykket eins og Daninn segir.

Héldum ljómandi aðalfund, sveimérþá ef okkur tókst ekki að veiða gjaldkera í stað þess gamla sem er búinn að vera skráður gjaldkeri þrátt fyrir að vera í námi í Kanada og hafa ekkert sungið með í tvö ár. Tókst líka að troða öllum kórnum í einhver hlutverk, nokkrir í heimasíðunefnd, skandall að kórinn eigi ekki heimasíðu, ekki einu sinni myspace svæði, fjölmiðlafulltrúi kosinn, búninganefnd og örugglega eitthvað fleira.

Kom heim til að uppgötva að lyklaborðið mitt er handónýtt, líklega borðið sem ég setti í uppþvottavélina hér fyrir svona einu og hálfu ári, hefur virkað fínt hingað til en það er nú svo sem ekki skrítið að eitthvað klikki í rafeindum eftir rúmlega hálftíma vatnsverk. Oh well, nýtt fer beint frá skattinum. Fattaði ekki fyrr en seint og um síðir að ég gæti nú stungið fermingargjöf barnsins í samband og bloggað, búin að vera bæði blogg- og ekki síður kommentaþyrst í dag. Kommentin bíða nú samt morgundagsins, klukkan fullmargt og langur dagur á morgun.

Örugglega að gleyma einhverju mjög merkilegu. Já, plögg um þriðjudaginn. Verða snilldartónleikar. Svo verður líklegast líka hægt að heyra þá á Draugasetrinu í október/nóvember, frábært að fá tækifæri til að flytja þetta svona oft. Spurning hvort við ættum að henda okkur í upptökur, ættum að kunna þetta þokkalega vel!

Egilsstaðir

í góðu yfirlæti hjá Þorbirni, Helgu og dætrum. Tónleikar á Eiðum á eftir, vonandi verður þokkaleg aðsókn. Aðalfundur Hljómeykis á eftir, barði saman efnahagsreikning í gærkvöldi, mesta furða hvað hann stemmdi vel. Mér hefur ekki tekist að týna nema um 1400 krónu nótu, ekki illa af sér vikið.

og svo

kom það fyrir aftur, ég er gersamlega að leka niður eftir ræktina. Var búin að borða alveg þokkalega í dag og drekka nægan vökva (meðal annars um 800 ml á meðan á rækt stóð).

Spurning hvort ég finni fyrir votti af endorfínflæði, lýsir það sér þannig að mann hiti í alla liði? Svo sem ekkert óþægilegt, en að þurfa að hafa svona fyrir ánægju sem er álíka og að borða góðan súkkulaðimola…

Eiðar

tónleikar hjá Hljómeyki á Eiðum á laugardaginn, klukkan 16.00. Meðal annarra verka frumflytjum við lag sem verður í Mýrinni. Hörkuflott lag, hlakka til.

Endurtökum síðan tónleikana á þriðjudaginn 26. 20.00 í Hásölum við Hafnarfjarðarkirkju. Fyrstu tónleikar með nýja stjórnandanum. Verður spennandi. Já, gaman líka.

Ég er að minnsta kosti á leiðinni til Egilsstaða annað kvöld, Freyja kemur með, tónleikar og aðalfundur á laugardag eftir tónleikana, svo heim á sunnudeginum.

bögg

dagur, að minnsta kosti að hluta til. Svona frá hálftvö til fimm. Þurfti að ná í krakkana snemma, var búin að láta færa tímann hans Finns til um kortér til að ná að fara og syngja í jarðarför. Allt í fína með það. Nema að húfan hans finnst hvergi, trúlega verið tekin, allt of mikil töffarahúfa. Súrt. Ætlaði svo ekki að finna Freyju, var ekki í stofunni sinni, hélt að hún væri í tölvustofunni og barði hana alla utan en enginn svaraði. Kom svo skottan, sem betur fer.

Á leiðinni með hana í selló uppgötvaði ég að hún er búin að fá sýkingu í eyrað síðan í aðgerðinni í gær, ofursúrt. Gat ekki látið hana ganga heim úr sellótímanum eins og ég ætlaði þannig að ég skipaði henni að fá frí síðasta kortérið, þá næði ég að sækja. Skammaði stelpurófu líka fyrir að hafa ekki æft sig nóg í vikunni. Uss uss uss. Í tíma með Finn, gekk reyndar nokk vel, hann lak ekki nema minimal í gólfið og þóttist vera svoooo þreeeyyyyttur. Út, sækja Freyju, bruna heim, pirra sig á silalegum ökumönnum á undan mér (hvað er með að keyra á 10? Lenti á tveimur svoleiðis).

Skila börnum, jarðarför gekk reyndar mjög vel, ekkert bögg þar.

Heim og ná í Freyju, keyra í dans, náðist auðveldlega. Nema hvað þegar ég er komin niður í Sporthús er hringt í mig úr STEFi, voða skemmtilegt að fá að vita að maður hafi fengið 67 þúsund krónum of mikið í síðustu NCB úthlutun og það verði dregið af mér næst. Muuuu.

Reyndar smá saga að segja frá því. Útskýringin á úthlutuninni var lag af jóladiski Ellenar og KK, skráð að þau hefðu notað útsetningu eftir mig af sálmalagi. Ég var reyndar steinhissa, hafði ekki haft hugmynd um það. Öfundaðist náttúrlega þvílíkt út í poppbransann að fá svona upphæðir fyrir plötur, ef ég fengi 67 þús fyrir eina útsetningu, hvað sækti þá öll platan.

Nemahvað, sonur Ellenar og Eyþórs er í tónfræði hjá mér. Pabbinn með í tímum. Ég náttúrlega minnist á hvað ég hafi verið ánægð með systkinin að nota þessa útsetningu, ég hafi aldrei nokkurn tímann fengið svona há ncb gjöld. Eyþór hváir við, kannast ekki alveg við málið. Svo fara þau náttúrlega að garfa í þessu og upp kemur að vegna þess að þau voru ekki búin að skrá lögin hjá STEFi var eina tengingin við plötuna lag sem þau tóku (útsett af sjálfum þeim) lag sem ég átti skráða útsetningu við.

Þannig að allur fjárans diskurinn var skráður á mig.

Ég á sko inni að þau taki eitthvað frá mér 😀

En það jákvæða í dag var að ég skilaði af mér píanótríóinu. Sem er kúl. Og sit hér með rauðvínsglas. Sem er gott.

eyrun

búið að vera tómt vesen með eyrun á börnunum mínum hinum yngri tveimur. Nú er Finnur líklega útskrifaður (bankítimbur) og fröken Freyja lét taka rör úr sér í morgun, vonandi í síðasta skiptið. Mikið væri ég til í að þetta væri bara búið allt saman.

Var

nærri búin að verða vitni að slysi í morgun, hefði getað orðið ljótt. (Heyrðu, bíddu, betra: Varð vitni að nærri því slysi í morgun)

Var að koma inn á hringtorgið við Nóatún, Ánanausta megin frá. Sé þá mótorhjól sem beygir út af frá innri akrein og svo Landroverökumann sem var nærri búinn að keyra mótorhjólamanninn niður.

glætan að börnin mín fái leyfi til að taka mótorhjólapróf. Aldrei í lífinu!

aaahhh

nokkrir uppáhaldsbloggararnir mínir komnir inn á Mikka. Nú hætti ég að missa af færslunum hjá þeim 🙂

jú jú

samkvæmt frétt á blaðsíðu 10 í Fréttablaði dagsins er einmitt meiningin að „skipulagsbreyta“ Sumartónleikum í Skálholtskirkju. Sumartónleikarnir eru nú reyndar sjálfseignarstofnun, heyra ekki beint undir kirkjuna. Og hvers vegna þurfa þeir endilega að gera það? Kirkjulistahátíð er þegar haldin, (reyndar bara annað hvert ár), í Hallgrímskirkju, þarf aðra?

Sumartónleikar fá góðan styrk frá kirkjunni, í staðinn hafa verið samin fjöldamörg kirkjuleg tónverk, stór hluti þeirra lifir áfram með þjóðinni og jafnvel úti um heim.

ég er ekki smá fegin að vera ekki að syngja í Eddu I, undir (æfinga)stjórn söngmálastjóra. Hefði átt afskaplega erfitt með að mæta á æfingu í dag.

Hvernig stendur annars á því að það er ekki einn einasti stafkrókur um brottrekstur organista Skálholtskirkju og þessi mál hin, í Morgunblaði allra landsmanna? Spyr sá sem ekki veit.

ljótu

lætin með Skálholtsorganista. Stend hundrað prósent með Hilmari Erni og ég held reyndar að það að losna við hann sé hluti af mun stærra plotti, yfirtöku á Sumartónleikum með meiru. Verður ekki látið átakalaust. Hvers vegna þarf alltaf að gína yfir öllu? Sjá menn ekki hvað þeir eru að baka sér svakalega miklar óvinsældir?

(já, þetta er megnið af kjaftasögunni frá því um daginn. Virðist vera mikið til í henni)

maraþonæfing

í Hljómeyki, tónleikar á Eiðum næstu helgi og í Hafnarfirði þriðjudaginn eftir. Bættum nokkrum lögum við efnisskrána í dag, var fullstutt. Skemmtilegt.


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

september 2006
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

sagan endalausa