Sarpur fyrir janúar, 2009

battlestar

gaah! þáttur 8

ferlega góðir þættir, annars…

annar kafli

úr verki morgundagsins. Hér fáið þið að heyra smá bút af kórkóloratúrnum.

vínraunir

Eftir tónleikana á morgun er stefnt á smá glasalyftingar fyrir kór og hljómsveit og einhverja maka, væntanlega. Ekkert stórt, við Væla vorum búnar að ákveða að kaupa bara 3 beljur, tvær rauðar og eina hvíta, ég með uppástungu að rauðu og hún hvítu.

Hún er í fundastússi í allan dag þannig að ég tek að mér að fara í ríkið.

Fyrir tónleikana hennar Freyju áðan komum við bóndinn síðan við í ríkinu í Borgartúni. Þar var til rauðvínið en ekki það hvíta. Sendi Vælu sms um hvort hún vilji endilega þetta eða hvort ég eigi að kaupa bara eitthvað annað. Svar berst ekki alveg strax, þannig að við bara ákveðum að drífa okkur á tónleikana, klukkan alveg að verða tvö.

Svo kom auðvitað svarið um að ég eigi bara að velja eitthvað annað, láta bara sérfræðinga vínbúðar stinga upp á einhverju góðu.

Nújæja, eftir tónleika höfum við alveg smá tíma þannig að við skjótumst inn í Skútuvog til að kaupa hvítvínið sem stungið hafði verið upp á. Ekki málið.

Þaðan komin og á leið heim hringi ég í organistann, honum finnst þetta nú ansi lítið fyrir svona stóran hóp. Alltílæ, ég sendi Vælu annað sms og við bóndinn skjótumst aftur í Borgartún og kaupum eina rauða í viðbót. Þegar við komum út í bíl lít ég á símann og þar er náttúrlega enn eitt sms. Ókei, kauptu þá eina hvíta til.

Við inn og fáum að skipta yfir í hvíta. Heldur dýrari.

Þannig að nú verð ég að útskýra fyrir gjaldkeranum hvers vegna vínkvittanirnar eru 4…

akkúrat

þetta er hluti af því sem við höfum verið að biðja um. Ekki bara þetta spillta atvinnustjórnmálagengi í allar stöður. Velja í bland fólk með reynslu og sérfræðinga í þeim greinum sem um ræðir.

Ekki einu sinni reyna að segja mér að það sé bara verið að skara eld að sinni köku eða flokkanna!

Og Geir blessaður í dag (megi hann ná fullri heilsu). „- óttast sundrung og misklíð í nýrri ríkisstjórn og að horfið verði út af þeirri efnahagsstefnu sem mörkuð var í tíð síðustu ríkisstjórnar“ Já. Slæmt?

Talar um að með 10% samdrætti verði ástandið hér bara eins og 2006. Sorrí, skulduðum við grilljónir þá? Sjá hér.

Og þakkar Seðlabankanum vel unnin störf…

non sequitur

öklinn og eyrað

já það er annað hvort, nú bara á þremur dögum hafa borist pantanir, eða réttara sagt staðfestingar á pöntunum í tvö verk og það ekki pínulítil.

Kemur sér reyndar ágætlega, þar sem einn af skólunum mínum er að fækka tímum, ég missi í bili tvo af fimm sem ég kenni þar, þannig að sumarið hefði orðið örlítið þyngra.

Þetta líst mér á. Mætti vera víðar. Stendur vonandi til bóta hér líka.

bound

& gagged, einn ganginn enn…

góður punktur

hjá Gumma Erlings í dag.

urrg

haldið þið ekki að ég hafi steingleymt að æfa mig fyrir hljómsveitaræfingu á eftir? Allt of mikið að gera í mótmælum og sushistandi…

Verst hvað er fáránlega erfitt að feika í Mozart, Haydn og Beethoven.

hahahah

veit ekki hvort þið hafið heyrt af Songsmith frá Microsoft, forrit sem nemur lög sem eru sungin inn í það og skellir hljómum við. Maður getur valið stíla og annað, reikna ég með. Sá kynningarmyndband um þetta og þetta er ekkert al ósniðugt leikfang, þó ekki reikni ég nú með að neitt frumlegt geti komið út úr því, frekar endalaust flöt popplög.

Kíkið á þetta vídjó…

faaaaallin

með fjóra komma níu.

Húrra!

Nú er bara, hvað tekur við? Pant stjórnlagaþing…

spurning

de torrente

bara fallegast í heimi! Mikið er ótrúlega fáránlega skemmtilegt að eiga enn eftir að finna helling af svona fallegast í heimi og upplifa og fá kikk út úr.

Og þetta verður alveg ekki síðra með Hallveigu og Mörtu, því þori ég að lofa…

sushi

Það lá við að við vinirnir frestuðum löngu planaðri sushigerð og -áti í dag, þar sem vonir stóðu til að stjórnin félli. Held nú ekki að hún standi enn vegna þess að við hættum ekki við, en allavega var hér föndrað með fisk og söl og hrísgrjón og grænmeti í dag, liðið nýfarið og við alsæl eftir snilldar dag og kvöld.

Stjórnin getur bara fallið á morgun…

upprifjun

ansi skemmtileg:

heh, kjaftæði!

alveg er þetta ótrúlega gott dæmi um hið fasta tak sem gamli hugsunarhátturinn hefur enn á fjölmiðlum og ýmsum öðrum.

Fyrirsögnin: Stjórnarskipti breyta engu.

Fréttin:
‘Fjármálasérfræðingar segja, að mannaskipti í embætti forsætisráðherra á Íslandi muni ekki hafa áhrif á stöðu íslensku krónunnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum…’

Hvaða máli skiptir það? Eða enn frekar, er það ekki bara fínt? Við vitum vel að ný stjórn hefur engar töfralausnir, þær eru bara einfaldlega ekki til. Það sem núverandi stjórnvöld eru að hóta okkur er að allt fari fjandans til, ef skipt verður um stjórn, ekki satt?

flottir tónleikar

tónsmíðanema áðan, annað nemandið mitt var með verk, tókst bara mjög vel.

Aðrir á morgun, það er hægt að hlusta á þessa tónleika beint á netinu hér. Veit ekki hvenær upptökurnar fara síðan á netið en það er mjög forvitnilegt og skemmtilegt að hlusta á hvað krakkarnir eru að gera, gríðarlega fjölbreytt.

Takk krakkar.

austurvöllur

á eftir.

Viðrar vel til mótmæla í dag…

bound

and gagged einu sinni enn:


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa