ætla ekki örugglega allir að kjósa?
Listinn minn orðinn endanlegur, ég ætla ekki að henda honum öllum inn hérna, en hann hefur reyndar breyst talsvert frá því þegar ég birti uppkast að honum um daginn.
Efsta fólkið hjá mér er samt:
Smári Páll McCarthy 3568
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir 2787
Jón Ólafsson 7671
Margrét Jensína Þorvaldsdóttir 3315
Gunnar Grímsson 5878
Máni Arnarson 5834
Svanur Sigurbjörnsson 4096
og svo 18 til.
Enginn þeirra sem ég set á lista er þar eingöngu vegna þess að ég þekki viðkomandi og treysti, hef sett talsverða vinnu í að velja eftir bestu vitund.
Náði ekki að gera algeran fléttulista, það hallar aðeins á konur. Svo verður að vera.
Það skiptir gríðarlegu máli að sem flestir segi skoðun sína með því að kjósa, þeim mun færri sem leggja leið sína á kjörstað, þeim mun auðveldara verður fyrir hina ráðandi stétt að hundsa vilja okkar. Ég vil ekki trúa því að þeir sem sitja við stjórnvölinn núna muni ekki hlusta en ef við erum verulega óheppin komast hrunflokkarnir að og þeir munu nokkuð örugglega gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda stjórnarskránni eins og hún er.
Þannig að það er bara um að gera að FARA ÚT OG KJÓSA!
Nýlegar athugasemdir