jánei ekki á tónleikum í þetta skiptið eða annað plögg. Heldur afmæli hússins okkar.
Fór nefnilega niður í Borgartún á borgarskrifstofurnar og forvitnaðist um gamlar teikningar, fékk staðfest að húsið var tilbúið 1912, sem við höfðum reyndar vitað en ekki alveg með vissu, Við konan í þjónustuverinu áttuðum okkur reyndar ekki á dagsetningu, sem ég var annars að leita að til að eiga almennilegan afmælisdag til að halda upp á þetta.
Nema hvað, keypti teikningarnar og þegar við Jón fórum að rýna í þær áðan tókum við eftir að torkennilegu tölurnar sem voru skrifaðar stórum stöfum á skjalið – 188/12 voru tvívegis og smærra skiptið var komma á undan tólfunni, semsagt ’12
Ahaaa.
Ártal!
Þannig að átjánda ágúst verður húsið okkar aldargamalt. Þá verður fjör. (hmm er ekki líka afmæli Reykjavíkur einmitt 18. ágúst)?
Nýlegar athugasemdir