Sarpur fyrir mars, 2012

dagsetning

jánei ekki á tónleikum í þetta skiptið eða annað plögg. Heldur afmæli hússins okkar.

Fór nefnilega niður í Borgartún á borgarskrifstofurnar og forvitnaðist um gamlar teikningar, fékk staðfest að húsið var tilbúið 1912, sem við höfðum reyndar vitað en ekki alveg með vissu, Við konan í þjónustuverinu áttuðum okkur reyndar ekki á dagsetningu, sem ég var annars að leita að til að eiga almennilegan afmælisdag til að halda upp á þetta.

Nema hvað, keypti teikningarnar og þegar við Jón fórum að rýna í þær áðan tókum við eftir að torkennilegu tölurnar sem voru skrifaðar stórum stöfum á skjalið – 188/12 voru tvívegis og smærra skiptið var komma á undan tólfunni, semsagt ’12

Ahaaa.

Ártal!

Þannig að átjánda ágúst verður húsið okkar aldargamalt. Þá verður fjör. (hmm er ekki líka afmæli Reykjavíkur einmitt 18. ágúst)?

enn meira plögg

maður er eiginlega bara hættur að blogga öðru en Hljómeykis- og Áhugamannakonsertauglýsingum en þúst… einhvern veginn er maður ekki í bloggstuði.

Allavega verður Hljómeyki með æðislega tónleika með renaissancemúsík mánudaginn 26. mars, daginn áður spilar Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í fyrsta skipti í Hörpu (vonandi ekki það síðasta samt).

Meira er nær dregur, en hér er eitt verkanna sem Hljómeyki mun flytja, yndislegt lag eftir Hans Leo Hassler, flutningur frá því fyrir mörgum árum með Benna:

Ad Dominum


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

mars 2012
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa