Sarpur fyrir október, 2004

Hef ég misst af einhverju? Ég hef ekki minnstu hu…

Hef ég misst af einhverju? Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvort stelpurnar mínar eiga að mæta í skólann í fyrramálið eða ekki. Ekki orð um það á mbl.is, amk finn ég það ekki. Einhver sem veit, eða er ekki búið að ákveða þetta ennþá?

Verulega gaman í gær! Fyrst tónleikar hjá Dómkórn…

Verulega gaman í gær! Fyrst tónleikar hjá Dómkórnum, nýtt verk eftir Bob Chilcott, stjórnað af honum sjálfum. Flott og áhrifamikið stykki. Var boðið upp eftir tónleikana, en þurfti að flýta mér heim, þannig að það gat ég ekki þegið. Leiðinlegt, ég hefði gjarnan viljað hitta Chilcott.

Vorum síðan með matarboð í gærkvöldi, mega skemmtilegt lið. Tveir bloggarar af listanum mínum, meira að segja, Imba og Jónas. Fuku nokkrar rauðvínsflöskur, mesta furða hvað maður er hress…

Og nú er bara ansi hreint fínt hjá okkur, algjör skylda að bjóða fólki í mat af og til, snarbætir ástandið á íbúðinni 😉

Heimabíómagnarinn var vígður í gærkvöldi, Óli kom …

Heimabíómagnarinn var vígður í gærkvöldi, Óli kom með mynd sem okkur hafði lengi langað að sjá, Hallveig og Jón Heiðar komu líka. Hljóðið á myndinni var alveg að fara með okkur yfir um, dempast og dettur út sekúndubrot í einu. Ekki gaman, sérstaklega við stórmyndir með flottri músík. Ég var að harma það að hafa ekki farið í gær og keypt hátalarana út á yfirdráttinn þegar Óli stakk upp á því að við næðum bara í hátalarana frá græjunum í stofunni og tengdum þá við magnarann! Þvílíkur ROSALEGUR munur!

Hlakka nú samt til að fá heimabíóhátalarana.

Tók til í fataskápnum mínum í gærkvöldi. Þar voru…

Tók til í fataskápnum mínum í gærkvöldi. Þar voru nú ljótu druslurnar! Hvað er maður að geyma svona, ég bara spyr. Hef ekki getað lokað skápnum í marga mánuði. Fullur ruslapoki af ónýtu, hálfur af hreinu og heilu sem verður farið með í Sorpu. Þorði ekki að henda óléttubuxunum mínum, gæti orðið til þess að ég þyrfti að nota þær. Ha, ég, hjátrúarfull?

Nú er amk hægt að loka skápnum og jafnvel kaupa sér ný föt, Ég niður á Laugaveg! Keypti annars spariskó á Fífu áðan, mig langar í eins, bara fjólubláa…

Jæja, spennandi hvort skólarnir byrja á mánudaginn…

Jæja, spennandi hvort skólarnir byrja á mánudaginn. Kominn tími á það. Vonandi er tillagan nothæf! Spurning með vetrarfríið hér í Reykjavík, ég er viss um að allir eru óþreyjufullir að byrja að kenna aftur. Þekki samt fólk sem var búið að kaupa sér rándýrar ferðir til útlanda í vetrarfríinu, planlagt síðan í vor, frekar súrt að missa það! Kemur í ljós…

Svei mér þá ef ég er bara ekki ennþá þreytt síðan …

Svei mér þá ef ég er bara ekki ennþá þreytt síðan í gær…

Söng með kammerkór Dómkirkjunnar við jarðarför í dag, kórinn er bara mjög fínn. Ég er alls ekki í þessum kór, en það var verið að jarða ömmusystur Jóns Lárusar, við þekktum hana vel. Þannig að ég tróð mér í kórinn frekar en að sitja úti í kirkju. Kom sér reyndar vel, þar sem einn sópraninn hafði ruglast á kirkjum og var í Kópavogskirkju í stað Neskirkju. Kristín Björg var að syngja líka.

Alltaf gott að syngja með nýjum hópum, komast á lista yfir þá sem er hringt í ef vantar fólk…

úúúfff! Það er nú alltaf gott að koma heim úr v…

úúúfff!

Það er nú alltaf gott að koma heim úr vinnu en aldrei eins gott og nú. Búin að kenna í 7 tíma, næstum því straight í dag, ein klukkutíma „pása“ sem fór í að taka saman draslið í Hafnarfirði, sækja Freyju í Garðabæ, keyra heim á Njálsgötuna, gleypa í mig einn disk af tómatsúpu og koma mér upp í Suzuki til að kenna síðustu tvo tímana.

það er nærri því of erfitt að hreyfa puttana hérna á lyklaborðinu.


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

október 2004
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa