Sarpur fyrir október, 2004

Hef ég misst af einhverju? Ég hef ekki minnstu hu…

Hef ég misst af einhverju? Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvort stelpurnar mínar eiga að mæta í skólann í fyrramálið eða ekki. Ekki orð um það á mbl.is, amk finn ég það ekki. Einhver sem veit, eða er ekki búið að ákveða þetta ennþá?

Verulega gaman í gær! Fyrst tónleikar hjá Dómkórn…

Verulega gaman í gær! Fyrst tónleikar hjá Dómkórnum, nýtt verk eftir Bob Chilcott, stjórnað af honum sjálfum. Flott og áhrifamikið stykki. Var boðið upp eftir tónleikana, en þurfti að flýta mér heim, þannig að það gat ég ekki þegið. Leiðinlegt, ég hefði gjarnan viljað hitta Chilcott.

Vorum síðan með matarboð í gærkvöldi, mega skemmtilegt lið. Tveir bloggarar af listanum mínum, meira að segja, Imba og Jónas. Fuku nokkrar rauðvínsflöskur, mesta furða hvað maður er hress…

Og nú er bara ansi hreint fínt hjá okkur, algjör skylda að bjóða fólki í mat af og til, snarbætir ástandið á íbúðinni 😉

Heimabíómagnarinn var vígður í gærkvöldi, Óli kom …

Heimabíómagnarinn var vígður í gærkvöldi, Óli kom með mynd sem okkur hafði lengi langað að sjá, Hallveig og Jón Heiðar komu líka. Hljóðið á myndinni var alveg að fara með okkur yfir um, dempast og dettur út sekúndubrot í einu. Ekki gaman, sérstaklega við stórmyndir með flottri músík. Ég var að harma það að hafa ekki farið í gær og keypt hátalarana út á yfirdráttinn þegar Óli stakk upp á því að við næðum bara í hátalarana frá græjunum í stofunni og tengdum þá við magnarann! Þvílíkur ROSALEGUR munur!

Hlakka nú samt til að fá heimabíóhátalarana.

Tók til í fataskápnum mínum í gærkvöldi. Þar voru…

Tók til í fataskápnum mínum í gærkvöldi. Þar voru nú ljótu druslurnar! Hvað er maður að geyma svona, ég bara spyr. Hef ekki getað lokað skápnum í marga mánuði. Fullur ruslapoki af ónýtu, hálfur af hreinu og heilu sem verður farið með í Sorpu. Þorði ekki að henda óléttubuxunum mínum, gæti orðið til þess að ég þyrfti að nota þær. Ha, ég, hjátrúarfull?

Nú er amk hægt að loka skápnum og jafnvel kaupa sér ný föt, Ég niður á Laugaveg! Keypti annars spariskó á Fífu áðan, mig langar í eins, bara fjólubláa…

Jæja, spennandi hvort skólarnir byrja á mánudaginn…

Jæja, spennandi hvort skólarnir byrja á mánudaginn. Kominn tími á það. Vonandi er tillagan nothæf! Spurning með vetrarfríið hér í Reykjavík, ég er viss um að allir eru óþreyjufullir að byrja að kenna aftur. Þekki samt fólk sem var búið að kaupa sér rándýrar ferðir til útlanda í vetrarfríinu, planlagt síðan í vor, frekar súrt að missa það! Kemur í ljós…

Svei mér þá ef ég er bara ekki ennþá þreytt síðan …

Svei mér þá ef ég er bara ekki ennþá þreytt síðan í gær…

Söng með kammerkór Dómkirkjunnar við jarðarför í dag, kórinn er bara mjög fínn. Ég er alls ekki í þessum kór, en það var verið að jarða ömmusystur Jóns Lárusar, við þekktum hana vel. Þannig að ég tróð mér í kórinn frekar en að sitja úti í kirkju. Kom sér reyndar vel, þar sem einn sópraninn hafði ruglast á kirkjum og var í Kópavogskirkju í stað Neskirkju. Kristín Björg var að syngja líka.

Alltaf gott að syngja með nýjum hópum, komast á lista yfir þá sem er hringt í ef vantar fólk…

úúúfff! Það er nú alltaf gott að koma heim úr v…

úúúfff!

Það er nú alltaf gott að koma heim úr vinnu en aldrei eins gott og nú. Búin að kenna í 7 tíma, næstum því straight í dag, ein klukkutíma „pása“ sem fór í að taka saman draslið í Hafnarfirði, sækja Freyju í Garðabæ, keyra heim á Njálsgötuna, gleypa í mig einn disk af tómatsúpu og koma mér upp í Suzuki til að kenna síðustu tvo tímana.

það er nærri því of erfitt að hreyfa puttana hérna á lyklaborðinu.

ekkert að mínum tönnum, nú bara að vita hvernig ás…

ekkert að mínum tönnum, nú bara að vita hvernig ástandið er á börnunum…

Freyja sagði mér nokkuð góða sögu áðan.

Hún og Finnur gistu hjá tengdagenginu föstudag til laugardags, byrjaði á því að tengdamamma sótti þau, Freyju hingað heim og Finn á leikskólann. Nema hvað hún er að bogra við að sækja skóna hans Finns undir bekk, óæðri endinn upp í loft, þegar vinkona mín, sem er líka með barn á Grænuborg, kemur inn á deildina. Sú sér sér leik á borði, læðist aftan að tengdó og rassskellir hana. Segir svo: Hildigunnur, ég ætla rétt að vona að þetta sért þú. Tengdamamma lítur upp…

þið getið ímyndað ykkur framhaldið. Sem betur fór hafði tengdamóðir mín alveg húmor fyrir þessu. Það hafði vinkona mín hins vegar ekki.

Við Jón Lárus og Fífa vorum nærri dáin úr hlátri þegar Freyja sagði okkur frá þessu.

Æfing á Sinfódæminu áðan, við þurfum að syngja ein…

Æfing á Sinfódæminu áðan, við þurfum að syngja eins og óperukór! haha, ekki vaninn hjá okkur. En þetta verður ekki smá gaman, hlakka til. Bara tvær æfingar eftir hjá okkur og svo tvær með hljómsveitinni. Þetta er ekki snúið en flott verður það. Meira plögg er nær dregur.

Helgin var yndisleg, við gerðum næstum ekki neitt….

Helgin var yndisleg, við gerðum næstum ekki neitt. Gott að slappa svona af, stöku sinnum. Enda sést það á blogginu, tala bara um það sem Fífa var að gera…

Tónleikarnir flottir hjá krökkunum, hann Kári er e…

Tónleikarnir flottir hjá krökkunum, hann Kári er ekki smá skemmtilegur. Allar sveitir stóðu sig vel. Skil ekki í Suzukiskólanum að senda enga nemendur, muna að skamma liðið á morgun. Sama með fleiri skóla, Garðabær mætti ekki, til dæmis. Misstu af miklu.

Endalausar lækna- og tannlæknaheimsóknir í næstu viku, gaman gaman 😉

Fer á tónleikana hjá Fífu klukkan 2. Hún er að va…

Fer á tónleikana hjá Fífu klukkan 2. Hún er að vandræðast með skó, á enga spariskó greyið, þeir síðan í vor orðnir of litlir og við náðum ekki að fara og kaupa nýja í vikunni. Ekki getur hún verið á strigaskónum á tónleikunum. Humm? Reynum að redda þessu.

Vona annars að tónleikarnir séu ekki eins langir og á síðasta strengjamóti, vel tveir tímar með engu hléi! Ætla að minnsta kosti ekki að taka litlu krakkana með. Freyja var að tryllast síðast 🙂

Finnur ræfillinn er lasinn með hita. Svo sem búið…

Finnur ræfillinn er lasinn með hita. Svo sem búið að vera smám saman að koma hjá honum, var pirraður í leikskólanum í gær og fyrradag, vildi ekkert spila í víólutímanum. Nú er hann kominn í mömmurúm og fær trúlega stíl á eftir. Litla greyið!

Hringdi í Fífu og hún skemmtir sér konunglega á ná…

Hringdi í Fífu og hún skemmtir sér konunglega á námskeiðinu. Þau úr Tónó eru svo sem ekkert mikið að blandast við krakkana úr hinum skólunum, en ef þetta hristir saman þeirra hóp er félagslega tilganginum svo sem náð. Hörkugóð æfing líka, spila eitt stykki Mozart sinfóníu og svo lög úr söngleikjum, með bassa og trommum og þannig. Hlakka til að heyra þetta, á morgun.

Fífa vonandi farin að sofa í vinnuherbergi kennara…

Fífa vonandi farin að sofa í vinnuherbergi kennara í Hýrumúsa… neineinei Mýrarhúsaskóla. Tónlistarskólinn í Reykjavík var heppinn (nema þetta hafi verið snobbið) og fékk herbergi til að gista í, ansi hreint margir skólar gista: Fyrir utan stofur, vegna þess að að sjálfsögðu má ekki fara inn í stofur kennara í verkfallinu!

Aðalfundi Hljómeykis lokið í ár, alltaf gott þegar stjórn hefur skilað af sér. Stjórnin kosin einróma áfram, að mestu almenn ánægja með stefnuna og nýjan stjórnanda, þótt ýmsir söknuðu þess gamla líka, hvurn dauðann er hann líka svosem að þvælast í Færeyjum? Alltaf velkominn til baka, Benni minn, ef þú ert að lesa 😉

Fjör á fundi, miklar umræður að venju og mikið drukkið af rauðvíni, bjór og hvítvíni. mmm!

Fífa er að fara á strengjasveitarmót á Seltjarnarn…

Fífa er að fara á strengjasveitarmót á Seltjarnarnesi, verður alla helgina. Ekki fengum við neinar svona ferðir þegar ég var að læra á fiðlu hér í den! Maður sáröfundaði alltaf lúðrasveitarkrakkana, endalaust á mótum og æfingabúðum og svoleiðis. Alltaf svo mikið fjör. Svo fengu þau líka að spila alls konar hressa músík á meðan við spiluðum Mozart, Bach og Händel. Ekki það að klassíkin hafi ekki staðið fyrir sínu, en stundum hefði verið fjör að fá að spila smá big band músík líka…

Víða erlendis líta þeir sem eru í sinfóníupakkanum afskaplega niður á lúðrasveitir, ekki til í dæminu að þeir sem spila í áhugamannasinfóníuböndum taki niður fyrir sig og spili líka í lúðrasveit. Sem betur fer er þetta nær óþekkt hérna. Leiðinlegir svona flokkadrættir!

Minntist á það um daginn að ég hefði farið í matar…

Minntist á það um daginn að ég hefði farið í matarboð til Olgu vinkonu um síðustu helgi. Það var skemmtilegt og vel heppnað eins og alltaf hjá Olgu. Svo skemmtilegt að þegar talið barst að söngvurum tók ég eina Diddúarroku, hápunktinn úr Faðirvorinu, einu aðal jarðarfarahittinu með minni bestu óperusöngkonuröddu.

Nema hvað, Olga hringir í mig í gær, og þá hafði fólkið í næsta raðhúsi bankað upp á hjá henni og spurt hvort þau mættu fá lánaðan diskinn sem hún var að hlusta á! Hélt ég yrði ekki eldri. Þau höfðu slökkt á útvarpinu, steinþagnað og hlustað andaktug…

rotfl

hér bætist farfugl á listann líka. Engan tók ég n…

hér bætist farfugl á listann líka. Engan tók ég nú út í staðinn í þetta sinn.

skipti á Daníel Bjarnasyni og Daníel Frey á tengla…

skipti á Daníel Bjarnasyni og Daníel Frey á tenglalistanum mínum, minn Danni ekki skrifað síðan fyrsta apríl en Daníel Freyr hörkubloggari.

Hef fengið athugasemd þess efnis að kommentakerfið…

Hef fengið athugasemd þess efnis að kommentakerfið mitt virki ekki nógu vel, frjósi þegar reynt sé að kommenta. Hafi fleiri lent í þessu, látið mig endilega vita í kommentakerfinu 😉

eða kannski bara senda póst á mig hér


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

október 2004
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa