Sarpur fyrir október, 2009

Chanson triste

hér spilar Freyja Chanson triste eftir Tjækovskí, gekk alveg ágætlega hjá henni. Voða montin mamma. Júlíana Rún spilaði með og gaf góðfúslegt leyfi til að setja þetta á netið.

trúði

ekki mínum eigin hálsi í gærkvöldi – fór að finna fyrir hálsbólgu. Nokkuð sem ég er ekki búin að vera með, þrátt fyrir hósta og svolitla raddbandabólgu. Sem er NB ekki farin enn, grrr. Mundi síðan seint og um síðir eftir tveimur ráðum – gurgla með pensími og taka íbúfen og fara að sofa. Bólgan er nánast farin, finn einn auman hálskirtil þegar ég ýti þar á en ekkert vont að kyngja eða neitt. Hjúkk. Veit ekki hvort virkaði eða bara hvorttveggja.

Er síðan að fara með yngri ungling, hún á að spila á tónleikum á eftir. Búin að æfa voða vel, ég vona það gangi eftir því.

stórskrítið

að vera ein í kotinu – Finnur í æfingabúðum og pabbi hans með honum sem hópstjóri, Freyja farin að passa fyndna barnið og Fífa í afmæli. Og ég sem nenni ómögulega að semja neitt, fæ mér frekar bara rauðvínsglas og hangi á netinu eða eitthvað. Já og ég á víst 2-3 bækur ólesnar.

Verður þetta ekki bara næs?

Jú kisa er reyndar heima…

flinkur

þessi:

hawhawhaw

mynduð þið kaupa námskeið í vefsíðugerð frá þessu fyrirtæki?

Nii, ekki ég heldur…

fyrir þá

sem nota Firefox og langar ekkert sérstaklega til að fá nýjustu uppfærslur um bakspikið á Beyoncé og appelsínuhúðina á Kristy, þá er viðbótin hér algjör snilld. Gætuð þurft að sækja lítið forrit til að virkja viðbótina en síðan ég virkjaði hjá mér get ég bara alveg farið inn á vísi punktur is án þess að verða óglatt. Mæli með þessu.

ekki orð

um rödd og lasleika. Ónei.

Jón Lárus fékkst með örlitlum erfiðismunum til að taka alla drengjakórshelgina, þetta er frá hálfsex á föstudegi til hádegis á sunnudag, hefði eiginlega tæpast tekið því að skipta helginni milli sín. Líka sparar bensín, þó það sé ekkert rosalega langt þarna í Hlíðardalsskóla þá er bensínið nú ekki beinlínis gefins núorðið.

Freyja spilar á tónleikum á laugardaginn, hlakka til að heyra, og Finnur eftir viku.


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

október 2009
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728293031

sagan endalausa