eru á fullu í Listaháskólanum þessa dagana, kemst á allt allt of fáa tónleika en reyni að redda því með að gerast fiðluleikari á gamals aldri og stökkva á spilamennsku þar sem mér býðst. Útskriftarnemarnir hafa ekki verið neitt voðalega fúlir yfir því reyndar, enda oft erfitt að veiða hljóðfæraleikara, það er ofgnótt af tónsmíðanemum í deildinni en ekki alveg eins mikið af hljóðfæraleikurum enda eru þau flest eins og útspýtt hundskinn á þessum tíma árs að reyna að halda sína eigin lokatónleika annarinnar plús spila á öðrum hvorum tónsmíðatónleikum. Þannig að fleiri puttar sem geta stutt á strengi eru vel þegnir.
Hvort maður hefur tíma í þetta, það er hins vegar allt annar handleggur á allt öðrum manni. En skemmtilegt er það.
Samæfing kóra í fyrramálið, hlakka til að hitta Óperukórinn sem mun syngja með okkur í Hörpu í þessari viku.
Nýlegar athugasemdir