Sarpur fyrir nóvember, 2005

Klúður í Sjónvarpsfréttunum, ætluðu að sýna frá að…

Klúður í Sjónvarpsfréttunum, ætluðu að sýna frá aðventutónleikum Sinfóníunnar í lok fréttanna, ekki kom það nú heldur allt annað klipp. Kvennakór sem ég þekkti ekki (mögulega Léttsveitin, ekki samt alveg viss) söng jólalag með sveiflu. Elín Hirst baðst afsökunar, sagði sem satt var að þetta væri nú ekki Sinfóníuhljómsveitin heldur Kór Langholtskirkju. Uuu? Eina tengingin við það var að þetta var víst Í Langholtskirkju. Hmmm.

Ég er með harðsperrur í vinstri upphandlegg eftir …

Ég er með harðsperrur í vinstri upphandlegg eftir að tjakka upp bílinn þarna í gær.

Plug. Háskólatónleikar á morgun, Norræna húsið, h…

Plug.

Háskólatónleikar á morgun, Norræna húsið, hálfeitt. Nýjar jólalagaútsetningar, ein eftir mig, og tvær í viðbót eftir henholdsvis Þóru og Önnu. Líka eru þarna að þvælast Frank Martin og Hugo Wolf, ekki smá flott músík.

já og flytjendurnir: Hallveig, Árni Heimir og hún Berglind María sem semur stórskrítna pistla í útvarpið 😉

Hallveig er síðan að syngja á tónleikum hjá Melabandinu á fimmtudagskvöldið, það er vel þess virði að mæta þangað líka.

Áskotnaðist þessi líka snilldardiskur fyrir tveimu…

Áskotnaðist þessi líka snilldardiskur fyrir tveimur til þremur vikum, þar sem um jóladisk var að ræða setti ég hann ekki á fyrr en núna áðan (allt til að forðast að þurfa að fara í klippingarnar)

En diskurinn er semsagt: Það besta við jólin, lögin og (flestir) textarnir eftir Þórunni Guðmundsdóttur, hún syngur mörg laganna sjálf, en nokkrir aðrir úrvalssöngvarar koma þó líka að. Einvalalið í hljóðfæraleik spilar með og Kammerkór Hafnarfjarðar syngur í þremur lögum.

Mæli hikstalaust með diskinum, teeelvalin jólagjöf, eða þá í skóinn. Verst að ég veit ekkert hvar hann fæst. Mætti reyna 12 tóna…

(nei, ég kem ekkert að diski né útgáfu en hún Tóta er söngkennarinn minn og þá HLÝTUR hún að vera góð, ekki satt?…)

Ekki var þetta nú ferð til fés. Lokað á Mangóinu,…

Ekki var þetta nú ferð til fés. Lokað á Mangóinu, bíður betri tíma (og þá kvölds)

Nenntum ekki að labba niður á Krúa Thaí og fórum á Indókína.

Morgunninn átti sko að nýtast vel, meiningin var a…

Morgunninn átti sko að nýtast vel, meiningin var að klára að ganga frá klippingunum á verkunum mínum. Ætlaði að flýta fyrir mér og keyra Finn í leikskólann, nokkuð sem gerist annars ekki nema ég sé að fara eitthvert annað beint á eftir á bílnum eða þá að veðrið sé þeim mun verra og ég sjái fram á að það sé ekki stætt við Hallgrímskirkjuna.

Ekki gekk þetta nú eftir.

Þegar ég tek af stað frá leikskólanum, er búin að snúa við og er inni á bílaplani kirkjunnar tek ég eftir að bíllinn höktir. Garg. Sprungið. Og ég sem hef ekki skipt um dekk í mörg ár. Springur svo að segja aldrei. Ég hef til dæmis aldrei fjarlægt hjólkopp af felgu, var í símasambandi við karlpening heimilisins til að vita hvað ég mætti gera án þess að brjóta fjárans koppinn. Fann svo ekki tjakkinn, hringdi í bíleigandann til Englands til að spyrja hvort ekki væri örugglega tjakkur í bílnum. Jújú, og það á staðnum sem ég hefði átt að leita fyrst, náttúrlega.

Allt gekk þetta þó á endanum, fór með dekkið í viðgerð og það er komið aftur á. Og nú er komið hádegi og ég ekki farin að snerta á klippingunum. Dmn.

Farin í mat á Indian Mango, frá segist á eftir.

Var að uppgötva ógurlega skemmtilega síðu hjá henn…

Var að uppgötva ógurlega skemmtilega síðu hjá henni Eyju Margréti.

Ræni af henni færslu frá fyrir nokkrum dögum:

„Heyrt á karateæfingu (fyrir fullorðna) fyrr í kvöld af vörum konu á fertugsaldri: „Á hnéð að vera fyrir framan táslurnar?“

Hvað ef þessi kona er t.d. læknir? „Sjúklingurinn kvartaði undan sárum verkjum í mallakút. Einnig reyndist nebbi hans brotinn sem og tveir puttalingar.“ “

bara snilld.


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

nóvember 2005
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa