Klúður í Sjónvarpsfréttunum, ætluðu að sýna frá aðventutónleikum Sinfóníunnar í lok fréttanna, ekki kom það nú heldur allt annað klipp. Kvennakór sem ég þekkti ekki (mögulega Léttsveitin, ekki samt alveg viss) söng jólalag með sveiflu. Elín Hirst baðst afsökunar, sagði sem satt var að þetta væri nú ekki Sinfóníuhljómsveitin heldur Kór Langholtskirkju. Uuu? Eina tengingin við það var að þetta var víst Í Langholtskirkju. Hmmm.
Sarpur fyrir nóvember, 2005
Ég er með harðsperrur í vinstri upphandlegg eftir að tjakka upp bílinn þarna í gær.
Plug.
Háskólatónleikar á morgun, Norræna húsið, hálfeitt. Nýjar jólalagaútsetningar, ein eftir mig, og tvær í viðbót eftir henholdsvis Þóru og Önnu. Líka eru þarna að þvælast Frank Martin og Hugo Wolf, ekki smá flott músík.
já og flytjendurnir: Hallveig, Árni Heimir og hún Berglind María sem semur stórskrítna pistla í útvarpið 😉
Hallveig er síðan að syngja á tónleikum hjá Melabandinu á fimmtudagskvöldið, það er vel þess virði að mæta þangað líka.
Áskotnaðist þessi líka snilldardiskur fyrir tveimur til þremur vikum, þar sem um jóladisk var að ræða setti ég hann ekki á fyrr en núna áðan (allt til að forðast að þurfa að fara í klippingarnar)
En diskurinn er semsagt: Það besta við jólin, lögin og (flestir) textarnir eftir Þórunni Guðmundsdóttur, hún syngur mörg laganna sjálf, en nokkrir aðrir úrvalssöngvarar koma þó líka að. Einvalalið í hljóðfæraleik spilar með og Kammerkór Hafnarfjarðar syngur í þremur lögum.
Mæli hikstalaust með diskinum, teeelvalin jólagjöf, eða þá í skóinn. Verst að ég veit ekkert hvar hann fæst. Mætti reyna 12 tóna…
(nei, ég kem ekkert að diski né útgáfu en hún Tóta er söngkennarinn minn og þá HLÝTUR hún að vera góð, ekki satt?…)
Ekki var þetta nú ferð til fés. Lokað á Mangóinu, bíður betri tíma (og þá kvölds)
Nenntum ekki að labba niður á Krúa Thaí og fórum á Indókína.
Morgunninn átti sko að nýtast vel, meiningin var að klára að ganga frá klippingunum á verkunum mínum. Ætlaði að flýta fyrir mér og keyra Finn í leikskólann, nokkuð sem gerist annars ekki nema ég sé að fara eitthvert annað beint á eftir á bílnum eða þá að veðrið sé þeim mun verra og ég sjái fram á að það sé ekki stætt við Hallgrímskirkjuna.
Ekki gekk þetta nú eftir.
Þegar ég tek af stað frá leikskólanum, er búin að snúa við og er inni á bílaplani kirkjunnar tek ég eftir að bíllinn höktir. Garg. Sprungið. Og ég sem hef ekki skipt um dekk í mörg ár. Springur svo að segja aldrei. Ég hef til dæmis aldrei fjarlægt hjólkopp af felgu, var í símasambandi við karlpening heimilisins til að vita hvað ég mætti gera án þess að brjóta fjárans koppinn. Fann svo ekki tjakkinn, hringdi í bíleigandann til Englands til að spyrja hvort ekki væri örugglega tjakkur í bílnum. Jújú, og það á staðnum sem ég hefði átt að leita fyrst, náttúrlega.
Allt gekk þetta þó á endanum, fór með dekkið í viðgerð og það er komið aftur á. Og nú er komið hádegi og ég ekki farin að snerta á klippingunum. Dmn.
Farin í mat á Indian Mango, frá segist á eftir.
Var að uppgötva ógurlega skemmtilega síðu hjá henni Eyju Margréti.
Ræni af henni færslu frá fyrir nokkrum dögum:
„Heyrt á karateæfingu (fyrir fullorðna) fyrr í kvöld af vörum konu á fertugsaldri: „Á hnéð að vera fyrir framan táslurnar?“
Hvað ef þessi kona er t.d. læknir? „Sjúklingurinn kvartaði undan sárum verkjum í mallakút. Einnig reyndist nebbi hans brotinn sem og tveir puttalingar.“ “
bara snilld.
Ég verð illa svikin ef hundraðþúsundasta flettingin á síðuna kemur ekki í dag. Kvitta, bitte!
í fyrra um þetta leyti leit kaktusinn svona út.
Nú er hann brúnn og aumingjalegur og sýnir heila þrjá knúppa. Kötturinn henti honum niður á gólf tvisvar, plönturæfillinn fékk áfall eftir áfall. Ekki víst að hann jafni sig. Tókum af honum græðling, ekki farinn að sýna neitt af viti. Gefist séns. Talandi um það, Jón las eftir einhverjum fræðingnum hvernig jólastjörnur höguðu sér. Jú, þær ættu að lifa fram yfir áramót, ef maður vildi halda í þeim lífinu eitthvað áfram þurfti að fara eftir einhverjum ógnar tiktúrum. Mátti ekkert vökva í langan tíma og ég veit ekki hvað. Okkar jólastjarna er stór og flott og fimm ára. Höfum bara vökvað eins og hin blómin í gluggunum, heldur minna en nílarsefið en svipað og rest. Í fullu fjöri. Áttum aðra áður sem náði örugglega nær tíu ára aldri. Reyndar erfitt að ná rauðu krónublöðunum en plantan lifir fínt. En semsagt, kannski nýjan nóvemberkaktus fyrir næsta ár. (ég tek það fram, það er ekki ég heldur bóndinn sem hefur grænu fingurnar. Mér tekst að drepa IðnuLísu ef ég er einráð á heimilinu) |
![]() í fyrra Originally uploaded by hildigunnur. |
þvuh!
keypti annað aðventuljós í búðinni þarna sem íslingum finnst skemmtilegast að versla í – not. Það virkar ekki. Ég til baka á morgun að skipta. Veit að þetta er drasl en ekki til í að kaupa drasl sem virkar ekki einu sinni þegar maður kemur heim úr búðinni.
Maraþongláp í kvöld annars, búin að horfa á Ørnen (ekki smá kúl sem hann er annars) síðasta Lostþátt sem við vorum ekki búin að ná að sjá (ekki sem verstur, ekki of mikill hasar en sálfræðidramað í gangi) Og núna er búið að setja einn þátt af 24 af stað niðri í sjónvarpsherbergi. Farin niður að horfa.
jæja, þá er spurning um að taka niður borðann og fara að leyfa sér að hlakka til jólanna. Aðventuljósin komin út í glugga, (hmm, annar stjakinn er ónýtur, spurning um að kaupa í staðinn, fer svo ógurlega vel á því að hafa sjöarmastjakana bæði í stofuglugganum og samsvarandi borðstofuglugga). Gróf líka fram aðventukransinn, best að troða í hann kertunum frá drengjakórnum. Og taka til í stofunni svo þetta njóti sín nú allt saman 🙂
Kolaportsdagurinn tókst framar vonum, einhver börn í Pakistan eiga von á hlýjum klæðnaði og jafnvel húsaskjóli von bráðar. Veit ekki nákvæma tölu ennþá en inn komu þónokkrir tugir þúsunda. Krakkarnir voru ógurlega dugleg. Slatti af dóti eftir samt, á laugardaginn kemur verður jólaföndurdagur í Austurbæjarskóla og við setjum upp bás þar með afganginum.
Ekkert smá hvað maður verður þreyttur samt. Var á fullu frá níu í morgun til hálfeitt, komst þá heim, aðrir foreldrar og börn sáu um básana, síðan fór ég aftur klukkan fimm til að ganga frá og koma afganginum upp í skóla. Greinilega enn ekki komin með fulla orku ennþá, klukkan bara átta og mig langar mest til að fara bara í rúmið. Spurning um að láta það bara eftir sér…
Nú fer að styttast í hundraðþúsundustu heimsóknina á síðuna mína. Teljarinn er undir myndarununni hér á vinstri vængnum. Fylgist spennt með…
Ég var reyndar einu sinni búin að birta svona kort en það hefur aðeins breyst síðan þá:
create your own visited country map
or check our Venice travel guide
kannski maður ætti að prófa þetta ef fuglaflensan fer í gang:
við unglingurinn horfðum á X-men 2 í kvöld, þurftum að stoppa á meðan Flatibær var sýndur, krílin notuðu hina margreyndu aðferð: „Þið getið bara horft á diskinn á eftir“ sem foreldrarnir hafa margnotað þegar þau vilja reka ungviðið frá sjónvarpinu. Ekki þýddi einu sinni að benda þeim á hvað Flatibær er endursýndur oft. Ójæja.
Bóndinn fór í vinnupartí, hið árlega viðskiptavinaboð Samskipa, þar voru víst bara vondar snittur í matinn þannig að síðast þegar fréttist af vinnufélögunum voru þeir á Grillhúsinu að fá sér hamborgara. Slappt.
Einkunnir frágengnar og skráðar í tölvukerfið. Mikið vildi ég að hinir skólarnir væru með kerfin sín þannig að maður gæti unnið einkunnir heiman frá sér. Tíma ekki hýsingu held ég. LHÍ er náttúrlega með eigin server.
Best að skjótast niðureftir snöggvast með einkunnablaðið undirskrifað, það er víst ekki komin rafræn undirskrift fyrir svonalagað.
Einn nemandi féll, svona hætti að mæta keis. Hinir náðu allir, með mismiklum stæl. Ein tía.
arrg, ég ætlaði að klára einkunnagjöf í kvöld og svo fórum við bara á pöbb í staðinn! Ó vell. Reddast á morgun. Kláraði einn af fjórum kúrsum í dag.
en mikið var nú bara gott að geta sagt börnunum að fara að sofa og tölta aðeins út. Þurfti verulega á þessu að halda eftir allt þetta sem ég gerði ekki í dag.
fór þó í ræktina, ætli það sé ekki skýringin. Stórhættulegar þessar íþróttir, ég hef alltaf sagt að það ætti að banna þetta…
Hvernig er hægt að vera svona þreyttur án þess að hafa gert nokkurn skapaðan hlut allan daginn.
mig langar í einn bjór. En við eigum engan. Búum líka svo langt frá öllum pöbbum að það er ekki séns að fara og fá sér, nei…
Nýlegar athugasemdir