Sarpur fyrir febrúar, 2012

ólíkt hefst maður að

á síðustu tveimur vikum, tónleikar með Sólstöfum, Mozart/Hummel/Haydn, Howard Shore (LordOfTheRings), svo byrjuðum við í kvöld á alrómantísku prógrammi (Sibelius/Schumann/Tjækofskí) og á mánudaginn verða það Schütz og Hassler. Já og Britten og þaðan af nýrra í hinum kórnum.

Tæpast hægt að halda því fram að fjölbreytnin sé ekki í fyrirrúmi. Og engin ástæða til að láta sér leiðast í vinnunni.


(hotlinka hér í mynd Godds – vonandi í lagi!)

á maður ekki að

plögga tónleika?

ænei… eiginlega frekar sorrí að rífa upp bloggfærslu til þess – en það verða samt ansi hreint skemmtilegir tónleikar áhugamannabandsins á morgun, sunnudag. MozartHummelHaydn, Vilhjálmur Ingi einleikari í Hummel trompetkonsert og eins og var óspennandi að æfa hljómsveitarhlutann án einleikara lifnaði stykkið við þegar flotti sólistinn mætti á svæðið og hóf blástur. Hlakka helling til á morgun. Er konsertmeistari í þetta sinn.

Klukkan fimm í Seltjarnarneskirkju. Þetta plögg jafngildir allavega einum seldum miða. Eða tveimur. Er það ekki?

hlustun

já ég var að leita að lagi á itunes áðan, fann það eftir heiti og setti í gang. Eins og staðan var á forritinu. Nú er ég búin að hlusta á Does Your Mother Know með Abba, Domine Jesu Christe eftir Durufle, Dominus a dextris tuis eftir Händel, Don Juan, sinfónískt ljóð eftir Richard Strauss, Don’t Go Away með Zombies, Don’t Let Me down með Ampop, Don’t Let Me Down með Bítlunum, Don’t Stand So Close To Me með The Police, Don’t Stop Me Now með Queen, Don’t Stop The Music með Jamie Cullum, Don’t stop till you ge enough með Michael Jackson, Don’t You Forget About Me með Simple Minds, Down By the Riverside með Golden Gate Quartet – en stræka á Down Home Girl með Rolling Stones. Enda eru þeir leiðinlegir.

Frekar áhugavert að hlusta eftir titlum. Ekki leiðist manni.


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

febrúar 2012
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
26272829  

sagan endalausa