Archive for the 'heilabrot' Category

minnið

ekki ætluðum við með nokkru móti að muna hvers vegna við höfðum ekki sett neinn mat á matseðilinn á morgun. Brutum heilann fram og til baka allan gærdag og fyrradag og það var ekki fyrr en í dag að það datt inn hjá bóndanum hver hafði eiginlega boðið okkur í mat…

fyndið

við vorum að hækka lausafjártrygginguna hjá okkur, keyptum selló um daginn og svo kom í ljós að fiðlan sem unglingurinn er með í láni er smá penings virði.

Fór upp í Vörð, (úff hvað ég er annars fegin að vera þar, ekki í þessum stóru þremur sem þurfa að standa fyrir sínu þessa dagana), fékk fína þjónustu með smá kröfu á þeim og svo að hækka lausafjártrygginguna.

Allt í fína, hækkunin fór í gegn, svo fékk ég bréf: ‘Hækkaði að þinni beiðni lausafjártryggingu fyrir hljóðfæri, værirðu til í að senda mér upplýsingar um þessi hljóðfæri, myndir eða kvittanir e.þ.l.’

Hefði eitthvert netfang eða jafnvel nafn fylgt, hefði þetta verið auðsótt mál…

(ókei, hringdi í Vörð í dag og fékk uppgefið netfang til að senda upplýsingarnar á. Samt fyndið)

blár ópal

haldið þið ekki að á tónleikum Caput á sunnudaginn var, hafi ég séð eldri konu draga gamaldags bláan ópalpakka upp úr tösku sinni og bjóða tveimur öðrum með sér!?

Ég átti erfitt með mig að fara ekki til hennar og sníkja.

Reyndar, annað hvort hefur hún hamstrað ópal eða þá hún er með pakkann fullan af einhvers konar allt öðru ópali og hefur gaman af að sjá undrunar- og öfundarsvip á ókunnugu fólki…

hummm

kennarinn hennar Freyju er lasinn og Siggi frændi er í útlöndum, hvern á ég að biðja um að prófa þessi selló til að heyra hvort það dýrara er þessum 200 þúsund króna munar virði?

hvers vegna

ætli bankarnir séu ekki farnir að bjóða upp á gráafiðringssjóði? Svona lokaðar bækur, með fastri innlögn, ekki má hreyfa fyrr en á fimmtugsafmælinu.

Einhvern veginn verður liðið jú að eiga fyrir Ferrariinum eða Lamborghininum…

öskudagur nálgast

og með honum óhjákvæmilegi hausverkurinn: Hvað getum við gert í búningamálum barnanna?

Ég er ekki svona mamma sem sest við saumavélina og galdrar fram glæsilega búninga. Ég á ekki einu sinni saumavél. Í Danmörku þykir víst alveg skelfilegt að búa ekki til búningana sjálfur (var að minnsta kosti þannig fyrir nokkrum árum). Þar væri ég vonlaus móðir. En ætli maður kíki ekki bara niður í Leikbæ, að minnsta kosti fyrir litla gaur, hans búningur síðan síðast orðinn allt allt of lítill. Yngri dóttirin spyr alltaf með jöfnu millibili hvað hún geti nú verið á öskudaginn og ég svara alltaf því sama: Veidiggi.

Ég held nú samt ekki að ég kaupi þennan handa þeim…


bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

nóvember 2021
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa