Dublin Lá a dó

Steinsváfum til klukkan hálfátta (hálfsjö að íslenskum tíma) en fannst við hafa sofið út. Morgunmatur var ekki innifalinn hjá okkur en við keyptum voucher fyrir slíkum til að tékka á hvernig hann væri á hótelinu, myndum svo kaupa fyrir vikuna ef hann væri góður, sérstaklega þar sem ekki var um auðugan garð að gresja af stöðum sem hægt væri að fá morgunmat í nágrenninu. Sem betur fer var hann hörkugóður. Írskar “slátur”pylsur, white og black pudding reyndust mjög góðar. Geggjað flottir lampar í morgunmatarsalnum:

Upp á herbergi aftur, fram til ca ellefu. Enginn í akkorði!

Eins gott ég hafði fattað á síðustu stundu að taka með millistykki því auðvitað er Írland með þessar fáránlegu hlussuinnstungur eins og Bretar. Þýddi samt að við gátum bara hlaðið eina græju í einu. Slíkt þyrfti að plana. Tveir símar, tölva og ipad. Mér láðist að hlaða símann áður en við fórum út og hann var í talsverðri notkun, alltaf að nota google maps og taka myndir og fletta einhverju dóti upp svo hann varð nánast tómur í lok dags, rétt slapp til.

Strætó niður í bæ um ellefuleytið. Nokkrar strætóleiðir stoppa einnar mínútu gang frá hótelinu og bruna beint niður í bæ svo það var ekkert vandamál. Endastöðin á leiðinni sem við tókum var Lower Abbey rétt hjá kennileiti sem heitir Spire og er fjallhá málmnál beint upp í loftið.

Hádegismatur var fyrsta boðorð. Vorum búin að lesa um einhvern tælenskan stað og sikksökkuðum okkur gegn um Temple Bar svæðið til að finna hann. Svo reyndist það bara vera teikavei staður og því nenntum við ekki. Meira sikksakk og smá villur og þá fundum við stað sem hét Duck, kínverskur og reyndar ekki nema rétt ríflega teikavei, þó var hægt að setjast og borða. Pöntuðum okkur nánast ketó máltíðir, bara kjöt, ég klúðraði því samt aðeins með að kaupa mér kók með.

Þetta var svo fáránlega mikið, hefði verið feikinóg að kaupa einn skammt! Fengum brottfararbox og pökkuðum rest niður í bakpoka fyrir kvöldmat. 

Þá bara meira rölt og meiri skoðunarferðir, yfir göngubrýr og meðfram ánni, kíktum á kastalann, eða réttara sagt kastalagarðinn, ég er búin að sjá nóg af kastalaherbergjum um ævina. En garðurinn var flottur.

Þetta fannst mér fyndið nafn á veitingastað. Þeeeegiðu!

Bjór og freyðari á Porterhouse kránni, Jón gat ekki ákveðið sig svo honum var boðið svona örsmakk. Mjög gott, sérstaklega súkkulaðiporterinn sem er þarna í miðjunni en barþjónynjan átti reyndar ekki miða fyrir hann eins og hina tvo.

Þá aftur að strætóstoppustöðinni. Þetta últra tacky fyrirbæri varð á vegi okkar. Allt í lagi með strætóinn en þessir plastvíkingahjálmarmeðhorn, hrollur!

Fundum strætóstoppið. Þar beið með okkur hópur ungs fólks sem var búið að fá sér í allavega aðra tána ef ekki báðar. Mjööög hávært en svo sem ekki með nein leiðindi. Við nenntum þeim eiginlega ekki, bökkuðum úr röðinni og ákváðum að taka bara næsta strætó sem átti að koma þremur mínútum síðar. Reyndist mistök því strætóarnir hér eru ekki troðnir út eins og hægt er heldur komst ekki öll röðin í þennan. Þar á meðal ekki háværi hópurinn. Fórum í sama strætó og þau. 10 mínútna ferð af háværu rausi þar til þau fóru út tveimur stoppustöðvum á undan okkur.

Við höfðum síðan plottað að koma við í stórum LIDL súpermarkaði kortérs gang frá hótelinu, hugsuðum okkur gott til glóðarinnar að kaupa þokkalegt rauðvín fyrir kvöldið. En neibb. Úrvalið var alveg hroðalega lélegt, bæði af víni og bjór, pínulitla hverfisbúðin (ekki sérstök vínbúð sko) var skárri. Talsvert skárri. Keyptum samt eina, ösnuðumst ekki til að fletta henni upp með Vivino appinu. Svona er ég hrædd um að þetta verði ef og þegar verður leyft að selja áfengi í verslunum hér heima. Drasl í búðunum og rándýrar sérverslanir.

Rest af önd og svíni í kvöldmat. Vínið úr LIDL var fokvont (urr). Enduðum á að hella því. Jón hljóp út í hverfisbúðina, þar var til fínn lager í kæli sem bjargaði málinu. Pældum í að kíkja í kokkteil á hótelbarnum en orkan var bara búin eftir, tja svo sem ekki mikið…

2 Responses to “Dublin Lá a dó”


  1. 1 Elín Kjartansdóttir 2022-07-11 kl. 00:19

    Gaman að sjá ferðablogg frá þér 😉


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

júlí 2022
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: