Sarpur fyrir september, 2004

hér er nýi fíni fáninn okkar allra

hér er nýi fíni fáninn okkar allra

AAARRRGHHHHHH! hannes hólmstein sem háskólarektor…

AAARRRGHHHHHH! hannes hólmstein sem háskólarektor…

þennan möguleika var ég ekki búin að sjá fyrir. eigum við að veðja, einhver?

ekki koma gleraugun hans finns ennþá, naumast tími…

ekki koma gleraugun hans finns ennþá, naumast tími sem þetta tekur. pantaði á mánudaginn í síðustu viku.

hann er ekkert smá fyndinn drengurinn. gengur bara voða vel í víólutímunum, getur spilað kópavogurhoppstopp á lausan streng, geri aðrir betur. held það hafi verið 4 krakkar sem byrjuðu á suzukivíólu í haust, það er að ég held bara kennt í suzukiskólanum, gæti verið í kópavogi líka, reyndar. nema hvað, ein af þessum þrem fyrir utan finn er stelpa á deildinni hans. sé þau fyrir mér spila víóludúett á jólaskemmtun leikskólans, fjögurra ára kríli. verð illa svikin ef þið fáið ekki að sjá mynd af því, um jólaleytið.

og jónsteinar orðinn hæstaréttardómari það lá a…

og jónsteinar orðinn hæstaréttardómari

það lá að…

jón lárus setti upp kattalúgu niðri um daginn og í…

jón lárus setti upp kattalúgu niðri um daginn og í morgun minnkaði ég rifuna á svefnherbergisglugganum þannig að núna kemst hún ekki þar inn. kattarkjánanum gengur nú ekkert allt of vel að fatta hvar hún á að fara, er frekar illa við lúguna. til að byrja með var hún ekki komin með segulinn á sig þannig að hún komst ekki nema aðra leiðina, og er ekki farin að ná því að nú þarf hún ekki nema að ýta aðeins með trýninu á lúguna til að hún komist.

ein af afmælisgjöfunum okkar var blandari. vorum …

ein af afmælisgjöfunum okkar var blandari. vorum hikandi hvort við ættum að opna eða skila en enduðum á því að opna. í gærkvöldi var svo útbúinn þessi líka ljómandi góði karamellusjeik með banoffeetoffee sósu. sjáum held ég ekki eftir því að ákveða að eiga græjuna.

annars kom einn af gefendunum í heimsókn einmitt í gær, hann var hálfþvingaður til að vera með í þessari gjöf. ætlaði að gefa okkur útvarpssendi á ipodinn, þannig að maður geti sent músíkina í græjurnar, bæði heima og í bílnum. þetta má víst ekki selja hér á landi, stangast á við fjarskiptalög, gat nú verið. held þetta drífi svona 4-5 metra. náttúrlega skelfilega hættulegt drasl! verð að viðurkenna að mig hefði langað meira í sendinn en blandarann.

pistillinn hans guðbergs aftan á fréttablaðinu í d…

pistillinn hans guðbergs aftan á fréttablaðinu í dag er bara snilld!

búin að fá þetta fína uppkast að jólasögu frá honu…

búin að fá þetta fína uppkast að jólasögu frá honum jóni guðmunds, snjöll hugmynd þar í gangi. á eftir að skerpa hana smá og hefla til. en fínt að fá, ekki veitir af að vinna smá, innan við tveir mánuðir í deadline…

fórum í skiptileiðangur í dag með nokkrar afmælisg…

fórum í skiptileiðangur í dag með nokkrar afmælisgjafir, skiptum dýrum vínum út fyrir önnur dýr vín, salt- og piparkvörnum út fyrir pönnu og barsett og síðast en ekki síst forsætisráðherrabókinni út fyrir ensk-íslensku orðabókina. áttum gjafabréf í kringlunni upp á 7500 kall, nýttist í orðabókina, hún er talsvert dýrari en forsætisráðherrabókin. góð skipti allt saman.

krakkarnir hjá tengdó, ég reyna að vinna smá.

freyja enn komin með eyrnabólgu, lekur úr hægra ey…

freyja enn komin með eyrnabólgu, lekur úr hægra eyra. nú gefst ég upp á þrjóskunni og fer til hómópata. getur amk ekki skaðað. þetta er endalaust hjá henni, greyinu. heyrt of margar sögur um horfnar krónískar eyrnabólgur og lungnabólgur og þannig lagað.

ég er skelfilegur skeptíker á allt svona samt.

fífa komin upp í gradualekórinn úr undirbúningsdeildinni, snilld. enda kom hún ljómandi eins og sól af æfingunni í gærkvöldi, loxins virkilega gaman í kór. ekki það að það hafi ekki verið gaman í fyrra en nú hefur hún eitthvað að kljást við. freka mamman fór á þriðjudaginn eftir æfingu og spurði hvort ekki stæði til að flytja hana upp, hún væri alveg tilbúin í erfiðari verkefni. jónsi sagðist alveg vita það, en hann var hikandi með að taka svona unga krakka inn út af erfiðri ferð sem þau væru að fara næsta sumar, til spánar. hafa víst oft lent í því að krakkar fái ógurlega heimþrá og gráti eftir mömmum sínum þegar pressan verður of mikil. fífa er hins vegar mjög sjálfstæð og hefur farið á foreldralaus námskeið, reyndar ekki í útlöndum en samt erfið og krefjandi (allt hjá lilju hjaltadóttur, fyrrverandi fiðlukennararnum hennar er erfitt og krefjandi, sko!)

meiri sims skírði eina stelpuna Elviru og hvað …

meiri sims

skírði eina stelpuna Elviru og hvað haldið þið? barnið er píanósnillingur. þetta finnst mér fyndið.

líst ekki á ef verkfallið verður langt, alveg burtséð frá vondum áhrifum á börn og kennara. ég á nefnilega mjög erfitt með að einbeita mér að tónsmíðum með stelpurnar heima. einhvern veginn hrúgast vinirnir hingað líka, trúlega vegna þess að hér er einhver heima…

það er eiginlega eins gott að stelpurnar eru í ver…

það er eiginlega eins gott að stelpurnar eru í verkfalli, svo mikið að gera með að fara með börnin í læknaheimsóknir, hljóðfæratíma og tékk ýmis konar 😉

finnur fór í heyrnarmælingu í dag, ekkert að heyrninni hjá honum, mesta furða! gleymdi að nefna það um daginn að honum er líka hætt við að fá lungnabólgu. erum á leið til tannlæknis, má alveg vera í góðu lagi með tennurnar á honum líka, reyndar í okkur öllum, nóg samt.

fífa fór í bíó í dag með vinkonu sinni, verkfallstilboð í kringlubíói. víst hægt að vera stanslaust í bíó frá tólf til hálfsex, ekki nennti hún því nú samt. ein mynd dugði, enda var hún að fara í fiðlutíma klukkan 4. tók fiðluna með sér og tölti frá kringlu upp í tónlistarskólann, í skipholtinu. sagðist nærri hafa villst á leiðinni, eins gott ég sagði henni frá aðal kennileitunum á leiðinni, henni fannst henni vera borgið þegar hún sá amerikan stæl skiltið…

gaman á kóræfingu í kvöld (ekki það að það sé ekki…

gaman á kóræfingu í kvöld (ekki það að það sé ekki alltaf gaman!) vorum að byrja á sinfó verkinu, lásum það í gegn. ekkert svakalega erfitt, engar erfiðar nótur, stundum þarf að halda háum tónum lengi og sterkt, verður svosem ekkert mál en má ekki æfa mjög lengi.

altsólóið fer upp á g“ þarf þokkalega altsöngkonu til að ná því. kannski verður það bara sópran sem syngur það sóló…

finnur þarf að fá gleraugu, ræfillinn litli, ekki …

finnur þarf að fá gleraugu, ræfillinn litli, ekki nóg með að vera eyrnabarn, þá er hann líka augnabarn. mínus 3,5 á öðru, það auga er latt, gæti lagast eitthvað, mínus 1,75 á hinu. búin að panta og borga gleraugu, ugh, tuttuguogáttaþúsundogeitthundrað. ekki smá kostnaður þar. september nógu þungur fyrir, þarf að borga hljóðfæranám, kór, dans, hljóðfæraleigu, bilaða tölvu og nú gleraugu. ugggh. svo er bara að vona að hann týni þeim ekki!

jæja þá. þrefalda teitið okkar búið, ofurammli …

jæja þá.

þrefalda teitið okkar búið, ofurammli í gærkvöldi, 80 nöfn í gestabókinni, örugglega einhverjir gleymt að skrifa líka. heppnaðist afskaplega vel. ætluðum að kaupa einhverjar veitingar og gera restina sjálf, endaði á því að við keyptum ekki neitt, mamma og pabbi, tengdamamma/pabbi og systur okkar jóns boðin og búin að hjálpa okkur. eigin lagnir í rauða drykknum, langbesta vínið okkar hingaðtil, ekki spor heimabruggsbragð, mmm! bjórinn var dýrastur, keyptum 8 1/2 kassa af krusoviçe, ekki smá góður bjór

fengum lánaðan gjeeeðveikan kókkæli hjá svila mínum, alvöru kistil frá miðri síðustu öld. vorum reyndar smá stressuð með hann, kunnum ekki við annað en að breiða yfir hann (það sést sko inn í salinn frá gangi), þvílíkt eftirsóttir þessir kistlar, einu sinni reyndi einhver gaukur hjá kók að stela kælinum, meira að segja, eftir að svilinn neitaði að selja hann. að sjálfsögðu settum við kók í litlum glerflöskum ofan í hann, annað hefði verið þvílíkt stílbrot. ókei, bjórinn fékk að fljóta með ofan í.

ein ræða (lofræða um undirritaða) og tvö músíkatriði, fjölskyldukórinn og svo hinn kórinn sem var einu sinni fjölskyldukórinn minn en er hættur að vera það núna. ég fékk ekkert að syngja með, það er súrt. mikið meira gaman að syngja með en hlusta. reyndar var kafli í einu laginu hummaður og þá laumaðist ég að syngja með, hehe!

síðustu þrír dagar hafa ekki verið neitt smá þéttraðaðir, endalausar reddingar fyrir eina svona veislu. helga vinkona okkar bauðst til að hjálpa okkur að skreyta, það kom ekkert voða illa út heldur. allt í kremuðu og limegrænu. nú verð ég alltaf að skreyta allt í læmgrænu, keypti svo mikið skreytidót í litnum, kertastjaka ossoleis. humm, hefði kannski verið gáfulegra að skreyta í fjólubláu.

eitt finnst mér samt skrítið. við vorum með boðið í SEM salnum, á sléttuvegi. á föstudaginn, þegar ég fer að sækja lyklana og ganga frá greiðslu segir umsjónarkonan svona eins og í framhjáhlaupi: „já, og svo veistu að salurinn er bara leigður út til klukkan eitt“ HAAA? segi ég, nei, það vissi ég nefnilega ekki neitt um. var ekki nefnt við manninn minn þegar hann pantaði salinn. hún: „hann hefur þá ekkert spurt að því“ ég: „hvernig á manni að detta í hug að spyrja að því?“ sko, ég skil þetta ákvæði í sjálfu sér mjög vel, þetta er efsta hæðin í íbúðablokk og ekki nema eðlilegt að það séu ekki partí með músík og látum fram á miðjar nætur. hins vegar þegar eru einhverjir annmarkar á leigu á svona sal get ég ekki skilið annað en að leigusali hljóti að taka það fram af sjálfsdáðum. við hefðum nokkuð örugglega ekki leigt salinn hefðum við vitað af þessu.

kom reyndar ekki að sök, langflestir voru að tínast í burtu milli tólf og eitt, restina tókum við með okkur heim og héldum áfram. ekki margir, en gaman samt. fyrrnefndur svili hóaði í gutta sem vinna fyrir hann og fékk þá til að sækja okkur á sléttuveginn og skutla heim til okkar á chevrolet suburban sem hann á, limo týpa, svona fbi bíll. lúxusinn, maður minn! dvd spilari, skjárinn rennur niður úr loftinu, þráðlaus heyrnartól, kremuð leðursæti, ekki nema tvö á breiddina, ekkert verið að troða eins mörgum sætum og hægt er. dökkar hliðarrúður, júneimit. mig laaaanngaaar í þennan bíl. bara fimm millur.

ég fattaði hins vegar hvers vegna ég hef aldrei getað horft á friends. ég nefnilega þoli ekki dósahlátur. grænar ferkantaðar bólur milli tánna.

hvað á það fyrirbæri líka eiginlega að þýða? eru brandararnir ekki nægilega fyndnir til að maður fatti þá sjálfur og fari að hlæja? ef þarf að segja fólki hvenær það á að hlæja hlýtur það að þýða að framleiðendur vantreysti húmornum sjálfir.

dagurinn í dag fór í a) þynnku, b) frágang c) borða afganga d) fundur með söguhöfundi jólasögunnar, e) drekka flöskurnar sem var búið að opna en ekki drekka í gær, f) blogga. ókei, e og f samhliða. best að snúa sér að e aftur.

gögnin mín í höfn. snilld. hringdi í gaurinn í…

gögnin mín í höfn. snilld.

hringdi í gaurinn í gær, hann sagði að hann væri búinn að ná þessu mestöllu. spurði hvort ég þyrfti allt saman, ég sagði nei, bara finale skjölin, myndirnar, word og excel skjölin. fínt, sagði hann, annars yrðu þetta svo margir diskar. lagði á. hringdi strax aftur: heyrðu, börnin mín yrðu voða glöð ef þú settir líka inn sims skjölin…

var að fá nýja fína rauða netbankadebikortið mitt….

var að fá nýja fína rauða netbankadebikortið mitt. haha, nú hætti ég að fá ljótar úttektarrukkanir! netbankinn rokkar. nú hljóta hinir bankarnir að fylgja á eftir, amk er mikil ásókn í þessi kort. við jón lárus sóttum bæði um í síðustu viku; ég fékk strax svar, líklega vegna þess að ég er þegar með reikning hjá þeim, en jón lárus er ekki búinn að heyra neitt frá þeim ennþá.

en um að gera að skipta, þó hinir bankarnir fylgi á eftir. alltaf að styðja svona frumkvöðladæmi, við til dæmis kaupum helst eingöngu bensín hjá atlantsolíu!

er að lesa tvær bækur þessa dagana. báðar bandarí…

er að lesa tvær bækur þessa dagana. báðar bandarískar en talsvert ólíkar

dude, where’s my country eftir michael moore. á köflum bráðfyndin, allan tímann sjokkerandi (hvernig segir maður það annars eiginlega á góðri íslensku?), stundum trúir maður varla eigin augum. corporate america ekki á kafi í góðum hlutum. ekki það að maður hafi ekki vitað það, en samt…

hin bókin er eftir dave barry, hiaasen style, lofar góðu. ég er ekki komin mjög langt í henni, en þetta er mjög góður penni. ég les pistlana hans vikulega og hef gaman af.

nú er ég hins vegar búin að fá tölvuna aftur þannig að kannski hægist örlítið á bókalestrinum.

aaahhh! komin með elsku litlu tölvuna mína aftur….

aaahhh! komin með elsku litlu tölvuna mína aftur. nýi harði diskurinn minn murrar á borðinu, væri reyndar til í að losna við það hljóð, kannski nóg að setja mottu undir, skrifborðið mitt tekur nefnilega undir murrið.

er ekki enn búin að heyra af gögnunum mínum, en nú er bara að fara að hlaða inn forritunum upp á nýtt. diskurinn mun stærri en sá gamli, vorum bara með 20 gíg en núna 120. ekki slæmt.

tölvan á leiðinni heim með nýjan harðan disk. sá …

tölvan á leiðinni heim með nýjan harðan disk. sá gamli kominn í hendurnar á kraptaverkamanni úr hafnarfirði, hann sagði að ef hann næði þessu ekki myndi hann geta sent diskinn til englands, þeir myndu pottþétt ná gögnunum af honum, það yrði þó dýrara.

ég sagði að mér væri nokk sama um það.

þessa dagana virðumst við ekki gera annað en að fara með börnin (já, og tölvuna) til læknis. freyja til eyrnalæknis um daginn, allt í skralli, fór í aðgerð í morgun, heima í allan dag, þarf að fara í tékk eftir viku, finnur er að fara til augnlæknis og í heyrnarpróf og málþroskamat í næstu viku. vona hann þurfi ekki að fá gleraugu, sé guttann minn fyrir mér týna svona einum á viku. hef hins vegar ekki áhyggjur af hinu, held hann heyri fínt og málið er allt að koma, miðað við eyrnabólgusjúkling!

jæja, farin að kenna tótu og finnboga og eydísi tónheyrn. meira á morgun.


bland í poka

teljari

  • 380.688 heimsóknir

dagatal

september 2004
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa