Sarpur fyrir 12. september, 2004

veislurnar hér 3 kvöld í röð, tengdamamma átti afm…

veislurnar hér 3 kvöld í röð, tengdamamma átti afmæli í gær, þar eru alltaf þvílíkar megaveislur, stórhættulegt, dælt í mann mat og víni eins og hver vill og stundum mikið meira. reynir amk verulega á átaksþolið. kannski maður stígi bara ekkert á vigtina í ræktinni á morgun, tíhí

svo var mamma með kvöldmat í kvöld, þar er maður svosem heldur ekki vanhaldinn. hún hefur þó ekki bæði desert og köku og líkjör. eins gott, nóg með hinar tvær svallveislurnar um helgina…

í gær fórum við til að skipta um tryggingafélag, e…

í gær fórum við til að skipta um tryggingafélag, eins og ég held ég hafi nefnt í pistli hér fyrr.

tryggingarnar okkar fara að tínast út hver af annarri, þeir hjá verði sjá um að afskrá okkur þegar gjalddagarnir detta inn á dagatalinu. gott mál. eina sem við skiljum eftir er líftryggingin, enda er hún til margra ára.

eitt svolítið skondið. við mætt þarna inn í gamla ibm hús við skaptahlíð, uppi á annarri hæð að tala við gunnar sölumann. nemahvað, hann er í vafa um eitthvað sem við spyrjum um, og kallar – hei, siggi, hvað segirðu um…? nemahvað, siggi sveins skýtur upp kollinum, sest við næsta skrifborð og svarar spurningunni, ásamt fleiri vafaatriðum. ekkert sosum merkilegt við það, nema þegar við erum búin að ljúka frágangi okkar mála labbar inn pétur ormslev og sest við innsta skrifborðið.

ég hálfsé eftir því að hafa ekki spurt gunnar að því í hvaða boltaíþrótt hann hafi verið í landsliðinu. greinilega skilyrði til að fá ráðningu þarna.


bland í poka

teljari

  • 380.722 heimsóknir

dagatal

september 2004
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa