Sarpur fyrir 15. september, 2004

tölvan á leiðinni heim með nýjan harðan disk. sá …

tölvan á leiðinni heim með nýjan harðan disk. sá gamli kominn í hendurnar á kraptaverkamanni úr hafnarfirði, hann sagði að ef hann næði þessu ekki myndi hann geta sent diskinn til englands, þeir myndu pottþétt ná gögnunum af honum, það yrði þó dýrara.

ég sagði að mér væri nokk sama um það.

þessa dagana virðumst við ekki gera annað en að fara með börnin (já, og tölvuna) til læknis. freyja til eyrnalæknis um daginn, allt í skralli, fór í aðgerð í morgun, heima í allan dag, þarf að fara í tékk eftir viku, finnur er að fara til augnlæknis og í heyrnarpróf og málþroskamat í næstu viku. vona hann þurfi ekki að fá gleraugu, sé guttann minn fyrir mér týna svona einum á viku. hef hins vegar ekki áhyggjur af hinu, held hann heyri fínt og málið er allt að koma, miðað við eyrnabólgusjúkling!

jæja, farin að kenna tótu og finnboga og eydísi tónheyrn. meira á morgun.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

september 2004
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa