Sarpur fyrir 3. september, 2004

vá var að setja niður boðslistann í ammlisveisl…

var að setja niður boðslistann í ammlisveisluna

hélt ég væri að bjóða svona áttatíu en listinn hljóðar upp á hundraðogþrjátíu

og ég sem var að hugsa um að bjóða tenglalistanum mínum með. sorrí folks, einhvern tímann seinna 🙂

grrrr ég er að reyna að fá botn í kortin sem ma…

grrrr

ég er að reyna að fá botn í kortin sem maður fær upp á símavefnum

sorrí mávur, þetta er bara DRASL

maður getur hvorki stækkað né minnkað, fídusinn virkar ekki.

við íkonin koma ekki skýringar, stoppi maður örina yfir þeim

skýringar vantar á hvar póstnúmerin eru, það eru ekkert allir sem vita það

ókei, kortin koma reyndar fram, lengi vel kom alltaf: heimilisfang finnst ekki!

en samt

grrrr

tók smá til á listanum mínum, fólk sem er steinhæt…

tók smá til á listanum mínum, fólk sem er steinhætt að blogga og bloggletingja sem ég er nokkuð viss um að kíkja aldrei á síðuna mína þó þau tengi við hana. hörður mar, fríða, mótmælið ef þið sjáið þetta 😉

jibbí! freyja fékk sellótíma á föstudagsmorgnum, …

jibbí! freyja fékk sellótíma á föstudagsmorgnum, ég má kippa henni út úr skólanum, koma í tíma, keyra til baka aftur í skólann.

þetta auðveldar nú ýmislegt í vetur.

loxins tengill á hana önnu og kominn tími á það fy…

loxins tengill á hana önnu og kominn tími á það fyrir lifandis löngu!

jæja, vorum að negla sal fyrir ammlisveisluna mikl…

jæja, vorum að negla sal fyrir ammlisveisluna miklu, við jón lárus eigum stórafmæli (garg) með tæplega árs millibili og höldum upp á það um það bil miðja vegu. fimmtán ára brúðkaupsafmæli líka, þannig að við höfum fullt af ástæðum til að halda partí. var eiginlega viss um að fá fíh salinn, en það gekk ekki, það er verið að gera hann upp, átti að vera tilbúinn í lok ágúst en það gekk bara óvart ekki upp, hann er bara fokheldur núna! þannig að við sátum allt í einu uppi með planað partí en engan sal, úff. en nú búið að redda málum, þurftum þó að hnika til dagsetningu.

þá er bara að fara að senda út boðskortin ossoleis 🙂

nú nálgast þrjátíuþúsundin á teljaranum mínum ansi…

nú nálgast þrjátíuþúsundin á teljaranum mínum ansi hratt. á ég ekki að hafa verðlaun eins og síðast og þarsíðast?

hoho hver haldiði sé utan á séðu og heyrðu núna…

hoho

hver haldiði sé utan á séðu og heyrðu núna, nema hann skúli vinur minn (ókei, aðallega vinur hennar hallveigar en líka minn). hann er sko kominn áfram í ædol. kemur kannski ekki neitt ógurlega á óvart, verulega hæfileikaríkur.

humm, hvar á ég nú að læða mér inn til að horfa á (fyrsta) þáttinn hans? ekki að ræða það að ég kaupi ztöð zwö!


bland í poka

teljari

  • 380.722 heimsóknir

dagatal

september 2004
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa