Sarpur fyrir 22. september, 2004

það er eiginlega eins gott að stelpurnar eru í ver…

það er eiginlega eins gott að stelpurnar eru í verkfalli, svo mikið að gera með að fara með börnin í læknaheimsóknir, hljóðfæratíma og tékk ýmis konar 😉

finnur fór í heyrnarmælingu í dag, ekkert að heyrninni hjá honum, mesta furða! gleymdi að nefna það um daginn að honum er líka hætt við að fá lungnabólgu. erum á leið til tannlæknis, má alveg vera í góðu lagi með tennurnar á honum líka, reyndar í okkur öllum, nóg samt.

fífa fór í bíó í dag með vinkonu sinni, verkfallstilboð í kringlubíói. víst hægt að vera stanslaust í bíó frá tólf til hálfsex, ekki nennti hún því nú samt. ein mynd dugði, enda var hún að fara í fiðlutíma klukkan 4. tók fiðluna með sér og tölti frá kringlu upp í tónlistarskólann, í skipholtinu. sagðist nærri hafa villst á leiðinni, eins gott ég sagði henni frá aðal kennileitunum á leiðinni, henni fannst henni vera borgið þegar hún sá amerikan stæl skiltið…


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

september 2004
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa