gat nú verið! 5 dögum áður en við eigum að syngja Messías með Sinfóníunni og daginn fyrir fyrstu æfingu með enska stjórnandanum byrjar mín að hósta. Skrítin í röddinni og illt í hálsinum á mánudeginum, ákveð að syngja ekkert á kvöldæfingunni heldur sitja úti í sal og hlusta. Tókst næææstum því, tók undir í eina kaflanum sem ég er ekki alveg með á tæru (eða þeas var ekki á mánudaginn – lærður núna).
Vakna svo auðvitað í morgun alveg þegjandi hás. Muuu.
Fór á hljómsveitaræfinguna, sat reyndar inni í kór en það var ekki spurning um að syngja eða ekki. Steinþagði.
Heim og kveinkaði mér á smettinu. Fékk auðvitað fullt af ráðleggingum.
Þannig að nú sit ég með trefil og hitapoka, sötrandi hálsbólgudrykk frá kaffisigrúnu, royal jelly töflur (í stað própólis, var ekki til í heilsubúðinni og heilsuhúsið lokað í dag vegna vörutalningar!), bé vítamín, dé vítamín (þetta tvennt reyndar sérstakar söngvararáðleggingar frá sérfræðingnum í heilsubúðinni sem gaf mér dé vítamínskot upp á 500 einingar, hvað sem það nú er) sniffandi tetréolíu og búin að spreyja mig með avamys nefspreyinu drengsins (það reyndar í stað þess að skola nefið með saltvatni).
Svo er bara að krossa putta. Þið megið gjarnan gera það með mér, takk. Held mig heima á morgun, ekki bara út af tónleikunum, væri ekki beinlínis sniðugt að fara að kenna með röddina í þessu ástandi. Þarf yfirleitt bara að kynna mig þegar ég hringi í skólana og tala með minni fínu rámu bassarödd, til að þau grípi þetta…
Nýlegar athugasemdir