Sarpur fyrir ágúst, 2003

jæja, fjölskyldan öll að skríða saman (hmm, áhugav…

jæja, fjölskyldan öll að skríða saman (hmm, áhugaverð mynd sem þetta kallar fram!)

hljómeykisstjórnarfundur í kvöld, búin að setja niður eina upptöku og eina tónleika í haust, þurfum að ákveða jólatónleikana, viljum gjarna vera í háteigskirkju, hún er alltaf eitthvað svo jólaleg og hátíðleg! verið að spá í að fara í tónleikaferðalag til englands og skotlands í páskafríinu, gæti orðið gaman!

annars allt í rólegheitum hér, maður svífur um í vímu af ofnalakki (ojj!)

og áfram heldur kvefið, búin að vera þung í höfðin…

og áfram heldur kvefið, búin að vera þung í höfðinu í dag, en rennslið smáminnkar! ætti að verða skárri á morgun!

í dag fengum við ofnana í stofunni sandblásna, eða reyndar stálhaglablásna, núna eru þeir bara púra járnið, í staðinn fyrir þessi 6 eða 7 lög af málningu sem voru á þeim! ætlum að spreyja á þá einu lagi af glæru lakki, verða rosalega flottir og ég tala nú ekki um hvað þeir koma til með að hita betur!

annars hittumst við öll systkinin í morgun, ekki svo oft sem það gerist, með þorbjörn á egilsstöðum og óla í glasgow! mamma og pabbi buðu í morgunmat, þar sem eini tíminn sem við gátum öll hist var frá tíu til tólf í morgun! upptekið fólk

annars vorum við systkinin að spá í að halda tónleika saman (þeas við hallveig vorum að plotta það, sorrí strákar að lesa þetta fyrst á blogginu) verst að það er ekki til miklar tónbókmenntir fyrir 2 sóprana og 2 tenóra (einn léttan og einn þyngri). ætli maður verði bara ekki að skrifa eitthvað! gæti verið að maður henti svo sem einni sellórödd saman við, fyrir emily!

farin í rúmið, reyna að batna!

gónótt!

ojjj! ég er SVOOO kvefuð! hóstar, hnerrar, n…

ojjj!

ég er SVOOO kvefuð!

hóstar, hnerrar, nefrennsli, þyngsli í höfði, the works!

og skólasetning í suzuki á eftir, neyðist víst til að fara þangað. meiningin er að kennararnir kíki í hvítvínsglas eftir setninguna, en ætli ég sleppi því ekki í þetta sinn!

annars ætti ég eiginlega ekkert að vera að fara, ég er nokkurn veginn búin að læra að fara ekki út á milli fólks þegar ég er lasin, ekkert unnið með því! maður er lengur að ná sér, og smitar alla í kring um sig! atvinnusjúkdómur kennara, skelfileg samviskusemi! algjör misskilningur!

maður er nefnilega ekki svo glatt ómissandi! ég heyrði einu sinni mjög góða aðferð við að athuga hvort maður sé ómissandi. hún er svona:

fáðu þér glas, fylltu það af vatni.

stingdu fingri niður í vatnið.

dragðu hann upp úr aftur.

ef það er hola í vatninu, þá ertu ómissandi

hah!!!

datt inn um lúguna hjá mér í dag bókin tsatsiki og…

datt inn um lúguna hjá mér í dag bókin tsatsiki og mútta, sænsk barnabók, gleypti hana í mig í dag, algerlega brilljant! jón lárus liggur inni í sófa og les, og hlátrasköllin glymja hér fram til mín! stelpurnar enn ekki búnar að lesa hana, gaman að vita hvort þær ná húmornum!

las líka um daginn milljón holur eftir Louis Sachar, líka óhemju góð

mér finnst alltaf að barnabækur verði að vera þannig að fullorðnir hafi gaman af þeim líka, versta sem ég veit þegar er verið að tala niður til krakkanna!

svona fyrir utan barnabókmenntirnar er ég að gleypa í mig kathy reichs og lisu gardner, báðar góðar! minette walters líka frábær, var að lesa fox evil, brill!

glæsilegir dómar um tónleikana hennar hallveigar í…

glæsilegir dómar um tónleikana hennar hallveigar í dag, bæði í mogga og dv! gagnrýnendur líka hrifnir af lögunum mínum, td segir ríkharður örn í mogganum: „Hildigunnur Rúnarsdóttir, systir söngkonunnar, samdi fyrir þrem árum útsetningar á íslenzkum þjóðlögum úr safni sr. Bjarna Þorsteinssonar fyrir tilstilli Unu Margrétar Jónsdóttur hjá RÚV, er valdi að manni skilst einkum hin minna þekktu lög. Þrjú þeirra voru hér á boðstólum, Þú Ísraels lýður, Þá Jesús til Jerúsalem og Í Babýlon við vötnin ströng. Einföld en sterk lög er vissulega verðskulda víðari útbreiðslu en hingað til, og við hæfilega látlausan píanóundirleik er stóðst fyllilega samanburð við beztu útsetningar Ferdinands Rauter í þjóðlagasafni Engelar Lund, ekki sízt nr. 2. “

um hallveigu og árna heimi m.a:

„Það er eiginlega sama hvar niður er borið í þessum átta gimsteinum Griegs; þau Hallveig fóru á þvílíkum kostum að hlustendur gátu ekki annað en að hlýða hugfangnir allt frá byrjun til enda á seiðandi túlkun þeirra.“

jónas sen í dv ekki síðri!

„Ekki síðri voru þrjú íslensk þjóðlög í útsetningu Hildigunnar, systur Hallveigar, Þá Ísraels lýður, Þá Jesús til Jerúsalem og Í Babýlon við vötnin ströng. Útsetningarnar… eru heillandi í einfaldleik sínum. Þær voru líka snilldarlega fluttar; Hallveig söng af fölskvalausri innlifun og Árni Heimir mótaði svo vel þá fáu tóna sem hann þurfti að spila að úr varð magnaður seiður er greinilega hreyfði við áheyrendum.“

og seinna í dómnum:

„… Hér komust þau Hallveig og Árni Heimir á þvílíkt flug að maður gjörsamlega gleymdi stund og stað. Túlkunin var ótrúlega sannfærandi, létt og leikandi þegar við átti, en hádramatísk þess á milli. Söngur Hallveigar var sérlega vel útfærður, öruggur og hljómfagur, og píanóleikurinn var hnitmiðaður og glæsilegur, auk þess að vera skáldlegur. Í stuttu máli var þetta besti flutningur á þessu verki Griegs sem ég hef heyrt á tónleikum hér á landi og fagur vitnisburður um hæfileika og getu þessa frábæra listafólks.“

flott, eh!!!

urrgh, nú næ ég ekki sambandi við eigin síðu! von…

urrgh, nú næ ég ekki sambandi við eigin síðu! vona að það sé eitthvað hjá blogger, ekki mér!

annars er búið að vera megafínt að vera á makka undanfarna daga! ekkert víruskjaftæði nema nokkur bréf í pósthólfið frá einhverjum sárlösnum pcum!

hehe!

enn einn sólardagurinn í rvík! brill! verst að…

enn einn sólardagurinn í rvík! brill!

verst að þurfa að eyða deginum í leiðinlegasta hluta kennslunnar; að búa til stundatöflur! ojjj! við í suzuki fáum (flestar) stundatöflur nemendanna, og þurfum að púsla saman hópum og tímum í þeim ramma sem okkur er settur (þeas þegar við fáum stofur). hallveig þarf að kenna 3 daga í viku í suzuki, 2 og 3 tíma í senn, það fyndist mér alveg skelfilegt! mér verður aldrei neitt úr deginum ef ég þarf að fara og kenna eitthvað smá. voðalega fá börn sem geta komið fyrir klukkan 3, ömurlegt að byrja svona seint að kenna! ég er held ég alla dagana mína til klukkan 7. henti reyndar slatta af krökkum sem ég var ekki búin að fá stundatöflur frá á tímann klukkan 2, en er ekki neitt voðalega bjartsýn á þann tíma:-(

tóta g kom færandi hendi til mín í dag, hafði keypt handa mér þvílíkt fallega mynd og gaf mér fyrir alla samvinnuna síðastliðin 5 ár! maður fær bara samviskubit! það var jú ég sem var nemandinn og hefði frekar átt að færa kennaranum mínum gjöf en öfugt! hún er annars brilljant söngkennari, góð tækni og á auðvelt með að koma henni frá sér, svo fyrir utan að vera svona líka ljómandi músíkölsk! ekki oft sem þetta allt saman sameinast í einum kennara! verður skrítið að vera ekki í söngtímum í vetur:-(

vorum að ákveða að finnur „fái“ að vera allan daginn á leikskólanum, byrja ss 9 í stað 11 hingað til! þarf að láta vita á morgun. held hann hafi bara gott af því! ekki samt viss um að hann verði hrifinn;-) en það má alltaf fara til baka með það ef ekki gengur vel!


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

ágúst 2003
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31  

sagan endalausa