Sarpur fyrir febrúar, 2004

útstáelsi hjá okkur þessa helgina, matarklúbbur á …

útstáelsi hjá okkur þessa helgina, matarklúbbur á föstudagskvöldið og matar- og spilakvöld í gærkvöldi. ágætt að halda sig heima, næstu helgar. fífa passaði í fyrsta skiptið heilt kvöld, á föstudaginn, fékk vinkonu sína með sér. gekk bara fínt. systkinin líka svo miklir englar 🙂

öll familían verður hér í næstu viku, óli kemur frá glasgow og þorbjörn og fjölskylda frá egilsstöðum. gerist ekki mjög oft að við erum öll saman komin. gaman. þau verða við frumflutning á „nýja“ verkinu mínu, á 15.15 tónleikum þann 6. mars. hallveig systir syngur og caput spilar, hlökkum til. meiri auglýsingar um það, síðar í vikunni.

ætli þetta sé satt…? Í háskólanum er ítölskun…

ætli þetta sé satt…?

Í háskólanum er ítölskunámskeið og kemur kennari að utan að kenna. Meðal þeirra sem eru á námskeiðinu er Geir nokkur Haarde. Í vikunni gerðist það að kennarinn lét nemendurna þýða fyrirsagnir úr íslenskum dagblöðum og fékk Geir eftirfarandi fyrirsögn til að þýða „Impregilo borgar ekki skatta“. Engum sögum fer af því hvernig karlinum gekk þýðingin. Hinsvegar lét sá ítalski í ljós undrun sína á þessari „aulalegu fyrirsögn“ og hélt að allir vissu að Impregilo borgar ALDREI NEITT!!!!! Æðstu stjórnendur þar væru úr innsta hring Mafíunnar………upplitið á ráðherranum var víst einsog á litlum dreng sem gert hefur í buxurnar … 

er að fara með stelpurnar að spila í bjöllukór, fí…

er að fara með stelpurnar að spila í bjöllukór, fífa hefur gert það áður, var í bjöllukór í fyrra og spilaði líka smá í sumar á bryanston námskeiðinu. freyja er hins vegar að prófa í fyrsta skipti

ég er líka að skrifa fyrir bjöllur, skálholtsverkið fyrir sumarið, þetta er alvöru bjöllusett 5 áttundir, krómatískt, brilljant! er búin að fá það lánað til að fara með austur 🙂

og bluddy russell crowe er víst með ástralskan rík…

og bluddy russell crowe er víst með ástralskan ríkisborgararétt, þó hann hafi fæðst á nýja sjálandi, flutti þaðan fjögurra ára eða svo

hmmmm!!! dubioso

neibb, kanada víst rétt, þá rússland og síðan nore…

neibb, kanada víst rétt, þá rússland og síðan noregur. allar eyjar taldar með.

muuu mh var svooo nálægt því að slá mr út :-…

muuu

mh var svooo nálægt því að slá mr út

😦

en ég var ekki sátt við spurninguna um xylophone, bæði hef ég nú aldrei séð lamið á hann með hömrum, jú, sleglar, kjuðar, ekki hamrar. hins vegar ef það á að gefa rétt fyrir xylophone, er marimba amk jafn rétt svar

hamra notar maður á rörklukkur, en þær eru ekki úr tré

svo er ég hreint ekki viss með strandlengjuna, vil meina að noregur sé með lengstu strandlengju, allir firðirnir!

í dag ætla ég að deila með ykkur (hafi einhver áhu…

í dag ætla ég að deila með ykkur (hafi einhver áhuga) uppáhalds tónlistinni minni. lofa bráðfallegri músík, í þættinum hennar arndísar bjarkar, fallegast á fóninn, á rás 1 í dag klukkan 15.00. væri gaman að heyra hvort einhver hlustar 🙂


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

febrúar 2004
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
29  

sagan endalausa