Sarpur fyrir febrúar, 2004

útstáelsi hjá okkur þessa helgina, matarklúbbur á …

útstáelsi hjá okkur þessa helgina, matarklúbbur á föstudagskvöldið og matar- og spilakvöld í gærkvöldi. ágætt að halda sig heima, næstu helgar. fífa passaði í fyrsta skiptið heilt kvöld, á föstudaginn, fékk vinkonu sína með sér. gekk bara fínt. systkinin líka svo miklir englar 🙂

öll familían verður hér í næstu viku, óli kemur frá glasgow og þorbjörn og fjölskylda frá egilsstöðum. gerist ekki mjög oft að við erum öll saman komin. gaman. þau verða við frumflutning á „nýja“ verkinu mínu, á 15.15 tónleikum þann 6. mars. hallveig systir syngur og caput spilar, hlökkum til. meiri auglýsingar um það, síðar í vikunni.

ætli þetta sé satt…? Í háskólanum er ítölskun…

ætli þetta sé satt…?

Í háskólanum er ítölskunámskeið og kemur kennari að utan að kenna. Meðal þeirra sem eru á námskeiðinu er Geir nokkur Haarde. Í vikunni gerðist það að kennarinn lét nemendurna þýða fyrirsagnir úr íslenskum dagblöðum og fékk Geir eftirfarandi fyrirsögn til að þýða „Impregilo borgar ekki skatta“. Engum sögum fer af því hvernig karlinum gekk þýðingin. Hinsvegar lét sá ítalski í ljós undrun sína á þessari „aulalegu fyrirsögn“ og hélt að allir vissu að Impregilo borgar ALDREI NEITT!!!!! Æðstu stjórnendur þar væru úr innsta hring Mafíunnar………upplitið á ráðherranum var víst einsog á litlum dreng sem gert hefur í buxurnar … 

er að fara með stelpurnar að spila í bjöllukór, fí…

er að fara með stelpurnar að spila í bjöllukór, fífa hefur gert það áður, var í bjöllukór í fyrra og spilaði líka smá í sumar á bryanston námskeiðinu. freyja er hins vegar að prófa í fyrsta skipti

ég er líka að skrifa fyrir bjöllur, skálholtsverkið fyrir sumarið, þetta er alvöru bjöllusett 5 áttundir, krómatískt, brilljant! er búin að fá það lánað til að fara með austur 🙂

og bluddy russell crowe er víst með ástralskan rík…

og bluddy russell crowe er víst með ástralskan ríkisborgararétt, þó hann hafi fæðst á nýja sjálandi, flutti þaðan fjögurra ára eða svo

hmmmm!!! dubioso

neibb, kanada víst rétt, þá rússland og síðan nore…

neibb, kanada víst rétt, þá rússland og síðan noregur. allar eyjar taldar með.

muuu mh var svooo nálægt því að slá mr út :-…

muuu

mh var svooo nálægt því að slá mr út

😦

en ég var ekki sátt við spurninguna um xylophone, bæði hef ég nú aldrei séð lamið á hann með hömrum, jú, sleglar, kjuðar, ekki hamrar. hins vegar ef það á að gefa rétt fyrir xylophone, er marimba amk jafn rétt svar

hamra notar maður á rörklukkur, en þær eru ekki úr tré

svo er ég hreint ekki viss með strandlengjuna, vil meina að noregur sé með lengstu strandlengju, allir firðirnir!

í dag ætla ég að deila með ykkur (hafi einhver áhu…

í dag ætla ég að deila með ykkur (hafi einhver áhuga) uppáhalds tónlistinni minni. lofa bráðfallegri músík, í þættinum hennar arndísar bjarkar, fallegast á fóninn, á rás 1 í dag klukkan 15.00. væri gaman að heyra hvort einhver hlustar 🙂

lagaði tengla hjá mér, uppáhalds veitingastaðurinn…

lagaði tengla hjá mér, uppáhalds veitingastaðurinn hættur 😦 valdi mér annan. pizzutengillinn líka kominn í lag, mmm, eldsmiðjan!

hér um tíuleytið í morgun, um það bil sem búðir op…

hér um tíuleytið í morgun, um það bil sem búðir opnuðu á laugavegi, birtust hér hjá mér 5 vampírur. dvöldu hjá mér í um kortér, fóru síðan í leiðangur. litlu síðar komu ljón og blómálfur, hurfu skömmu síðar í sömu erindagjörðum. pó var á leikskólanum ásamt dalmatíuhundi, 3 kóngulóarmönnum, einum hulk, einum tarzan og óteljandi línum, prinsessum og barbíum.

og nú er öllum illt í maganum 😦

fékk bréf frá zúkka, hafði látið hann fá messuna m…

fékk bréf frá zúkka, hafði látið hann fá messuna mína til áheyrnar, svolítið stressuð, verð ég að viðurkenna, þar sem hann er mest fyrir flókna nútímatónlist.

en hann er bara nokkuð ánægður með verkið! hrósar vinnubrögðum og mörgum stöðum í verkinu upp í hástert, finnst þó svolítið mikið af endurtekningum sums staðar og hljómamálið mætti vera fjölbreyttara.

hefði viljað birta bréfið, en hann vill það ekki 😦 spurði!

annars ekki sem verst!!! 🙂

litli ormurinn minn, hann finnur, er þvílíkt efni …

litli ormurinn minn, hann finnur, er þvílíkt efni í tölvunörd! hann er alltaf að breyta hjá mér uppsetningunni; um daginn leiddist honum að þurfa alltaf að fara í system preferences til að breyta upplausninni á skjánum (einn leikur sem hann notar þolir ekki meira en 256 liti) þannig að hann bjó til skjáíkon til að vera fljótari að breyta.

ég hef ekki hugmynd um hvernig hann fór að því! ekki það, ég gæti örugglega fundið það út ef ég reyndi.

hann er ekki orðinn fjögurra ára!

kaninn er klikk! núna síðustu daga er búin að v…

kaninn er klikk!

núna síðustu daga er búin að vera heilmikil diskussjón á kórlistanum mínum, hvar flestir félagar eru bandarískir kórstjórar.

ansi hreint mörgum þeirra finnst ekki bara í fína lagi, heldur bara sjálfsagt mál að breyta textum, misgömlum, allt frá afgömlum upp í nýlega, finni þeir einhvern vott af non PC sexist language í þeim.

þetta lesist, komi fyrir orðið man, í merkingunni mannkyn

sem betur fer er nú slatti þeirra sem mótmælir harðlega (the few clueful Merkins), og mér sýnist þeir vera að fara með sigur af hólmi í rökræðunni.

en ég er bara búin að sitja hér gapandi yfir sentiments expressed, eins gott að það er vetur, annars væri ég örugglega búin að gleypa nokkrar flugur.

bráðum er að koma út diskur með þrjátíu þjóðlagaút…

bráðum er að koma út diskur með þrjátíu þjóðlagaútsetningum mínum, gaman. smekkleysa stefnir á apríl, ég lofa engu. en það verður gaman þegar diskurinn kemur út, góðar útsetningar, jahá!

sunnudagskvöld, hvítvín í glasi, mmm. erum búin…

sunnudagskvöld, hvítvín í glasi, mmm.

erum búin að vera afskaplega dugleg í tilraunaréttunum síðustu daga, 4 tilraunadagar í röð, flestir úr matreiðslubók nönnu, algjör snilldarbók. meira að segja plönuð tilraun á morgun líka, indverskar fiskbollur á bolludaginn. spennandi.

bollukaffi í garðabænum í dag, fuuulllt af rjómabollum, 5 mismunandi fyllingar, mamma og hallveig snillingar.

fann þetta á síðunni hennar tótu; tær schnilld! …

fann þetta á síðunni hennar tótu; tær schnilld!

These are entries to a Washington Post competition asking for a rhyme with the most romantic first line but … the least romantic second line:

Love may be beautiful, love may be bliss

But I only slept with you, because I was pissed.

I thought that I could love no other

Until, that is, I met your brother.

Roses are red, violets are blue, sugar is sweet, and so are you.

But the roses are wilting, the violets are dead, the sugar bowl’s empty and

so is your head.

Of loving beauty you float with grace

If only you could hide your face

Kind, intelligent, loving and hot;

This describes everything you are not

I want to feel your sweet embrace

But don’t take that paper bag off of your face

I love your smile, your face, and your eyes

Damn, I’m good at telling lies!

My darling, my lover, my beautiful wife:

Marrying you screwed up my life

I see your face when I am dreaming.

That’s why I always wake up screaming

My love, you take my breath away.

What have you stepped in to smell this way?

My feelings for you no words can tell,

Except for maybe „go to hell“

What inspired this amorous rhyme?

Two parts vodka, one part lime

aaaahhh, hvað var rosalega gaman í gær! fórum á á…

aaaahhh, hvað var rosalega gaman í gær! fórum á árshátíð nemendafélaga tónlistarskólans í hafnarfirði, reykjavík og sigursveins, kennurum boðið að taka þátt. við slepptum reyndar matnum en komum í tæka tíð til að sjá skemmtiatriði og síðan voru rússíbananarnir að spila. dansað fram á rauða, hefði vel getað haldið áfram. þeir pökkuðu reyndar saman 3 kortérum fyrir auglýst balllok, við vorum ekki alveg sátt við það.

mættu bara 2 kennarar frá hafnarfirði, slappt!

31% af evrópu ekki nógu gott! create your …

31% af evrópu

ekki nógu gott!

create your personalized map of europe

or write about it on the open travel guide

og færeyjar fá ekki enn að vera með! hmm!

endaði á því að hlusta á mahler í útvarpinu, bara …

endaði á því að hlusta á mahler í útvarpinu, bara nokkuð flott. ekkert nálægt tónleikaupplifun, náttúrlega, en naut þess samt. lokaði að mér í stofunni, sagði fjölskyldunni að ef þau ætluðu að vera með einhvern hávaða, vinsamlegast að vera á neðri hæðinni! (gott að eiga hlýðin börn 🙂

núna er ég komin í þvílíkt mahler stuð, að hlusta á níundu sinfóníuna í augnablikinu. bilað flott!!!

oooh mig langar ekkert smá á sinfóníutónleikana…

oooh

mig langar ekkert smá á sinfóníutónleikana í kvöld! ætli sé uppselt?

mahler í uppáhaldi, ójá

hvað haldið þið að sé komið upp á borð til mín nún…

hvað haldið þið að sé komið upp á borð til mín núna???

hann ingvar, aðal- og listrænn stjórnandi sinfóníuhljómsveitar áhugamanna hringdi í mig og bauð mér að stjórna jólatónleikum sveitarinnar á þessu ári, ég má velja mér verkefni og söngvara með.

arrrghhhh!!!

ég er ekki viss um að ég þori þetta. þó ég hafi stjórnað kórum hef ég afskaplega lítið lært að stjórna. en spennandi er það (daníel, fæ ég nokkra tíma hjá þér ;-))

ætla að hugsa mig um samt, í nokkra daga. ætti ekki að verða vandamál með að finna söngvara.


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

febrúar 2004
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
29  

sagan endalausa