Sarpur fyrir mars, 2009

æfing

amm, í kvöld hittum við stjórnandann Paul McCreesh sem stýrir Sköpuninni á fimmtudaginn. Frekar spennandi, þetta er víst snilldarhljómsveitarstjóri. Hlakka heilmikið til.

Já og festið ykkur nú endilega miða á fimmtudagskvöldið. Á eftir að heyra í einsöngvurunum, vonandi góðir.

beðið

eftir unglingnum þau koma varla í bæinn fyrr en um eittleytið í alfyrsta lagi, lögðu af stað frá Reykjum klukkan níu og ekki er færið nú til hraðaksturs.

Syyyyfjuuuuð…

tíhí

hefur mann ekki stundum langað til að gera svona:

(sjá hér)

Sjálfgræðisflokkurinn hefur EKKERT að gera í ríkisstjórn allavega næstu 8 árin – (myndi reyndar ekki gráta þó árin yrðu þrjátíu) en það bara þarf að vinnast tími til að taka til.

Hér er ansi hreint góður leiðari um málið – úr óvæntri átt og ekki beinlínis um málin hér en ansi hreint auðvelt að yfirfæra.

tónleikar gengu vel

alveg standing ovation og allt, ég held reyndar kannski að Richard hafi átt megnið af því en samt, við stóðum okkur hreint ekki illa, held ég.

Pizzu- og pastahlaðborð á Horninu á eftir, alveg ágætt. Freyja og Finnur komu bæði á tónleikana og skemmtu sér held ég ágætlega, allavega lét Finnur vel af sér. Er að spá í að leyfa Freyju að vera með á einum tónleikum, sjá hvernig hún stendur sig…

næsta vika

lítur frekar svakalega út.

Fyrir utan venjulegu kennsluna er ég að syngja með Sinfóníunni, 3 aukaæfingar þar, + tónleikar og svo er ég með 12 1/2 tíma kúrs, Hljóðfærafræði mannsraddarinnar, í Listaháskólanum. Held ekki ég muni geta mikið samið í vikunni…

hananú

þar nærri dó ég úr hlátri

en ég bý heldur ekki í

(það er sko hægt að smella á punktana þrjá hér fyrir ofan)


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa