jæja, komið að áfimmviknafresti plögginu.
Sinfóníuhljómsveit áhugamanna heldur fjórðu tónleika starfsársins á sunnudaginn kemur. Gríðarlega spennandi efnisskrá, að minnsta kosti varð ég fyrir mjög miklum áhrifum þegar ég heyrði Fratres eftir Arvo Pärt í fyrsta skipti, ótrúlega magnað stykki. Og já, við eigum alveg að geta skilað því mjög vel. Richard Simm myndi ég segja að sé einn okkar albestu píanista og píanókonsert Chopins í f-moll er glæsilegt verk, mjög áheyrendavænt. Svo er jú fullgerða sinfónía Schuberts (harðneita að það sé nokkur skapaður hlutur ófullgerður við hana, þó hún sé bara tveir kaflar) alltaf yndislegt verk og við kunnum hana mjög vel, enda ekki mörg ár síðan við fluttum hana síðast.
Kíkið endilega á tónleika, klukkan fimm í Seltjarnarneskirkju.

Nýlegar athugasemdir