Sarpur fyrir 22. mars, 2009

krambúleruð

tókst að hrynja niður stigann heima og er nú með marblett á upphandlegg, fjólubláa tá og er helaum í rófubeininu. Haltra um.

Annars erum við að baka eigin tortillur og ég er búin að blanda skammt af fajitas kryddi. Verður spennandi að smakka. Tortillurnar eru hundrað sinnum betri en þær sem maður kaupir, erum búin að gera svoleiðis þrisvar. Algjör snilld, en náttúrlega nokkur handtök.

Svo tónleikar í kvöld, hlakka til. Ný útgáfa af Mozart Requiem, Süssmayer hent út, svo líka stutt messa eftir Bach sem ég þekki ekki neitt, en er víst mjög flott. Klukkan átta í Langholtskirkju, veit ekki til að það sé uppselt…


bland í poka

teljari

  • 375.560 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa