pad thai

bjuggum til pad thai núðlur í kvöldmatinn, fórum eftir þessari uppskrift með aðferðina – sósan reyndar úr krukku en hver veit hvort maður prófar sósugerð næst.

Spurning líka hvort ætti að prófa að súrsa rófur, talað um pickled turnips í uppskriftinni (hmm, eru rófur ekki annars rutabagas? Man þetta aldrei)

Þetta sló nú ekki pad thai núðlurnar á Krúa út, en sveimérþá ef það var ekki bara ágætis staðgengilsréttur.

13 Responses to “pad thai”


 1. 1 ella 2009-03-25 kl. 22:09

  Turnips munu vera næpur held ég.

 2. 2 hildigunnur 2009-03-25 kl. 22:44

  Ella, já ég held það sé alveg rétt hjá þér, en það er fjandanum erfiðara að fá næpur hér á landi 😦 Mér finnast þær svo miklu betri en rófur, slá líka hnúðkálið út, að mínum smekk.

 3. 3 bestertesterblog 2009-03-26 kl. 08:28

  Rófur eru rutabagas. Alveg á tæru.

 4. 4 ella 2009-03-26 kl. 08:30

  Þú verður líkast til bara að pota niður nokkrum fræjum.

 5. 5 hildigunnur 2009-03-26 kl. 09:08

  Ester, jámm, hélt það. Ella, jújú, er reyndar ekki með matjurtagarð en á svosem horn hérna bak við hjá mér. Ætli næpur þurfi nokkuð mikla sól?

 6. 6 ella 2009-03-26 kl. 09:30

  Nei nei, vaxa þær ekki neðanjarðar? 🙂

 7. 7 hildigunnur 2009-03-26 kl. 09:54

  ha, blöðin líka? vaaaá, það vissi ékki 😛

 8. 8 Elías Halldór 2009-03-26 kl. 10:02

  Ég man að ég keypti eitt sinn turnips í Englandi, þær litu nákvæmlega eins út og næpur. Þær voru hins vegar allt öðruvísi á bragðið, eða bragðlausari en rófur.

 9. 9 Elías Halldór 2009-03-26 kl. 10:03

  Rutabaga er hins vegar gulrófa og er það sama og swede eða swedish turnip, sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Rutabaga

 10. 10 hildigunnur 2009-03-26 kl. 10:10

  Hmm, Elías, það skýrir hið slæma orðspor sem turnips hafa. Hvað ætli alvöru næpur heiti á engilsaxnesku?

  Síðustu næpur sem ég fékk var á útimarkaði í Frakklandi, hvar ég ráfaði um með Parísardömunni, fyrir tæpu ári…

 11. 11 ella 2009-03-26 kl. 10:38

  Ósköp er lífið haft flókið. Hver stjórnar því eiginlega?

 12. 12 hildigunnur 2009-03-26 kl. 10:48

  Ella, segi það nú! Ekki veit ég…

 13. 13 ella 2009-03-26 kl. 16:07

  Latína: Brassica rapa oleifera
  Danska: majroe
  Norska: nepe
  Sænska: majrova
  Enska: turnip
  Þýska: Weisse Rübe, Navet, Speiserübe
  Franska: navet
  Spænska: nabo
  Ítalska: rapa


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.761 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: