Sarpur fyrir ágúst, 2009

já og stráksi

er kominn í Drengjakórinn, flaug inn auðvitað (ekki að ég hafi búist við öðru…)

Fyrsta æfing á miðvikudaginn, spennandi að vita hvernig honum líkar.

góð tilfinning

að vera byrjuð í ræktinni aftur, orðið svolítið langt síðan síðast. Náði að klára tímann, mesta furða, væntanlega redda hjólreiðarnar þolinu.

Svo var Söngvaseiðsæfing, ég fylgdist með og skrifaði niður stöður og þannig, nú í kvöld er bara að læra þetta sem við eigum að syngja. Smá latínutexti kannski erfiðastur.

Kenna á morgun, úff!

ber, sveppir og svelti

er ekki eitthvað furðulegt við að fara í berjamó og sveppamó og svo nánast beint á fund til að hvetja mann til að borða lítið og hreyfa sig helling?

Það var allavega dagurinn hér.

Svo á morgun byrjar púlið – og svo æfingar í leikhúsinu. Jámm, ég er að fara að taka nokkrar sýningar fyrir Væluna í Söngvaseið. Klikkað spennandi, hlakka ekki smá mikið til.

fer ég til berja

fagran sunnudag…

góður

hann Gen, náði takttegundinni úr dæminu á undan.

Svona lítur byrjunin á þessu út:

soundcloud

nýr spilari – veit ekki hvort hann er neitt betri en sá gamli:

Held ég sé svolítið út úr kú þarna, öll dæmin á forsíðunni eru eitthvað house eða trans dót. En hei!

Hver heyrir takttegundina í þessu, annars?

hvernig

getur maður orðið svona óhemju þreyttur án þess að gera nokkurn skapaðan hlut?

Vöknuðum frekar seint, afslöppun fram yfir hádegi, skutumst í Ríkið og að kaupa bensín, síðan stímdum við í Mosfellsdalinn að kíkja á markaðinn – aldrei man maður eftir að koma með reiðufé, ég reyndar skil ekki alveg hvers vegna enginn þarna leigir posa, það kostar ekki nema 5000 kall per skipti (ef ég man rétt). Vorum að leita að næpum, þær voru svo reyndar ekki til, þannig að peningaleysið kom ekki að sök.

Svo var fjölskyldudagur Samskipa, hljómar reyndar ekki eins og að gera ekkert, en ég gerði samt nánast ekki neitt, Jón Lárus, Finnur og Freyja fóru í Lazer Tag (veit ekki hvers vegna það heitir ekki laser heldur lazer) en við Fífa gerðum ekkert nema vakta grillið og fá okkur borgara þegar þeir voru til.

Fífa keyrði bæði uppeftir og heim. Nú bara afslöppun og já, snemma í bólið held ég bara. Gersamlega að leka niður.


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

ágúst 2009
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa