Sarpur fyrir apríl, 2005

Finnur er 5 ára í dag og ég finn ekki afmælisgjöfi…

Finnur er 5 ára í dag og ég finn ekki afmælisgjöfina hans 😦

Hefði svoleiðis getað svarið að ég setti hana inn í fataskáp hjá mér þegar ég kom með hana heim um daginn. Búin að róta út um allt í skápnum en hún finnst hvergi. Næsta skref er að tæma skápinn alveg. Óskiljanlegt bara.

húrra, messan er að fara að koma út :-) Smekkleys…

húrra, messan er að fara að koma út 🙂

Smekkleysa í ágúst, þeir eru með heimsins bestu svipu á sér, þannig að ég þarf ekki einu sinni að spyrja – Ágúst hvaða ár? Verður í síðasta lagi í desember.

hvað er þetta með þessa fýlu sem kemur af manni þe…

hvað er þetta með þessa fýlu sem kemur af manni þegar maður notar brúnkukrem. ojbara. En ég hlýt að verða voða brún og sæt í kvöld eða á morgun.

Aðalfundur Tónskáldafélagsins á morgun annars, svo félagsmönnum og mökum boðið í mat og ótakmarkaðan drykk. Verst að vera að halda upp á afmæli drengsins á sunnudaginn, þannig að varla verður maður til fimm í þetta skiptið. Kannski er það nú samt kostur en ekki galli.

Bekkjarkvöldið gekk fínt, tvær bekkjarhljómsveitir…

Bekkjarkvöldið gekk fínt, tvær bekkjarhljómsveitir, ógnarkraftur, sé fram á þátttöku í músíktilraunum eftir ekkert allt of mörg ár. Kláruðust ekki nándarnærri allar flatkökurnar það var þvílíkt magn af mat þarna. Hér verða allir að taka flatkökur með osti með í nesti á morgun.

jahhá! bara atvinnutilboð í tölvupóstinum meira …

jahhá!

bara atvinnutilboð í tölvupóstinum

meira af því seinna.

Bekkjarkvöld hjá þeirri eldri á eftir, vonandi ver…

Bekkjarkvöld hjá þeirri eldri á eftir, vonandi verða sumir strákanna ekki með hálftíma atriði eins og venjulega…

ég er annars bekkjarfulltrúi, varla búin að gera nokkurn skapaðan hlut í vetur (ætla ekki að bjóða mig fram til áframhaldandi setur) Fyrsta bekkjarkvöldið sem er haldið. Það eru held ég búin að vera þrjú hjá þeirri yngri, ásamt endalausum leikjadögum og ferðum í keilu og á skauta. Fullmikið, eiginlega. En þessi í sjöunda bekk eiga svosem að sjá um þetta svolítið sjálf. Ef þau langar í keilu tala þau sig bara saman.

jæja, best að fara að smyrja fjóra pakka af flatkökum með osti (tímdi ekki hangikjöti) til að leggja á hlaðborðið.

einkavæðing er hið frábæra svar við öllu ekki satt…

einkavæðing er hið frábæra svar við öllu ekki satt? sjá hér.

Það er sumt sem er fínt að einkavæða en annað á bara að láta kyrrt eins og það er. If it ain’t broken, don’t try to fix it.


bland í poka

teljari

  • 371.383 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa