Sarpur fyrir apríl, 2005

Finnur er 5 ára í dag og ég finn ekki afmælisgjöfi…

Finnur er 5 ára í dag og ég finn ekki afmælisgjöfina hans 😦

Hefði svoleiðis getað svarið að ég setti hana inn í fataskáp hjá mér þegar ég kom með hana heim um daginn. Búin að róta út um allt í skápnum en hún finnst hvergi. Næsta skref er að tæma skápinn alveg. Óskiljanlegt bara.

húrra, messan er að fara að koma út :-) Smekkleys…

húrra, messan er að fara að koma út 🙂

Smekkleysa í ágúst, þeir eru með heimsins bestu svipu á sér, þannig að ég þarf ekki einu sinni að spyrja – Ágúst hvaða ár? Verður í síðasta lagi í desember.

hvað er þetta með þessa fýlu sem kemur af manni þe…

hvað er þetta með þessa fýlu sem kemur af manni þegar maður notar brúnkukrem. ojbara. En ég hlýt að verða voða brún og sæt í kvöld eða á morgun.

Aðalfundur Tónskáldafélagsins á morgun annars, svo félagsmönnum og mökum boðið í mat og ótakmarkaðan drykk. Verst að vera að halda upp á afmæli drengsins á sunnudaginn, þannig að varla verður maður til fimm í þetta skiptið. Kannski er það nú samt kostur en ekki galli.

Bekkjarkvöldið gekk fínt, tvær bekkjarhljómsveitir…

Bekkjarkvöldið gekk fínt, tvær bekkjarhljómsveitir, ógnarkraftur, sé fram á þátttöku í músíktilraunum eftir ekkert allt of mörg ár. Kláruðust ekki nándarnærri allar flatkökurnar það var þvílíkt magn af mat þarna. Hér verða allir að taka flatkökur með osti með í nesti á morgun.

jahhá! bara atvinnutilboð í tölvupóstinum meira …

jahhá!

bara atvinnutilboð í tölvupóstinum

meira af því seinna.

Bekkjarkvöld hjá þeirri eldri á eftir, vonandi ver…

Bekkjarkvöld hjá þeirri eldri á eftir, vonandi verða sumir strákanna ekki með hálftíma atriði eins og venjulega…

ég er annars bekkjarfulltrúi, varla búin að gera nokkurn skapaðan hlut í vetur (ætla ekki að bjóða mig fram til áframhaldandi setur) Fyrsta bekkjarkvöldið sem er haldið. Það eru held ég búin að vera þrjú hjá þeirri yngri, ásamt endalausum leikjadögum og ferðum í keilu og á skauta. Fullmikið, eiginlega. En þessi í sjöunda bekk eiga svosem að sjá um þetta svolítið sjálf. Ef þau langar í keilu tala þau sig bara saman.

jæja, best að fara að smyrja fjóra pakka af flatkökum með osti (tímdi ekki hangikjöti) til að leggja á hlaðborðið.

einkavæðing er hið frábæra svar við öllu ekki satt…

einkavæðing er hið frábæra svar við öllu ekki satt? sjá hér.

Það er sumt sem er fínt að einkavæða en annað á bara að láta kyrrt eins og það er. If it ain’t broken, don’t try to fix it.

ég hef lengi verið að velta fyrir mér hvaðan alli…


ég hef lengi verið að velta fyrir mér hvaðan allir þessir broskallar koma!

fórum í göngutúr í grasagarðinn nokkrar suz gellur…

fórum í göngutúr í grasagarðinn nokkrar suz gellur. Fullt af plöntum að stinga upp kollinum, ródódendronrunnar í fullum skrúða rétt hjá Kaffi Flóru. Urðum reyndar svekktar að það væri ekki búið að opna kaffihúsið, neyddumst til að fara í kaffi upp á Konditorí Copenhagen. Ekki að það sé neitt sérlega slæmt, reyndar…

bara læti í áhugamannabandinu. Við erum að fara u…

bara læti í áhugamannabandinu. Við erum að fara upp í Skálholt, síðustu tónleikar starfsársins verða þar. Nema hvað, aðalstjórnandinn okkar var orðinn svo pirraður á því að vera ekki búinn að fá neinar nótur, né einu sinni almennilega upp gefið hvað ætti að spila að í hann hljóp stífni og hann bara harðneitaði að fara. Okkur tókst samt að lempa hann til þannig að það verður farið austur. Hefði verið eitursúrt fyrir trompetsólistann sem spilar með okkur, örugglega búinn að vera að æfa konsertinn sinn í allan vetur.

þá er hún Freyja litla skottan mín komin með blogg…

þá er hún Freyja litla skottan mín komin með bloggsíðu, vonandi endist hún betur en systir hennar.

eyddi öllum morgninum í að klippa og líma, búa til…

eyddi öllum morgninum í að klippa og líma, búa til próf fyrir suzukibörnin. Fjör – eða kannski ekki. Ég er ekki þessi föndurtýpa. Hefði verið miklu fljótari að gera þetta í tölvunni en þá hefði ég eiginlega þurft aðgang að skanna. Það hafði ég ekki í morgun. zúrt.

Annars eru þessir kennsludagar þegar prófin eru byrjuð bara ansi hreint ljúfir. Bara mæta og sitja yfir, eitt barn í einu inni í munnlegu prófunum, öll voða þæg og ljúf (og stressuð, múhahahaha) Ekki nema 3 mánudagar eftir í kennslu, annar í hvítasunnu truflar og vikan eftir það fer í upptökupróf fyrir slúbberta sem náðu ekki 7…

í tilefni Formúlu dagsins…

í tilefni Formúlu dagsins…

var á æfingu á Carmina Burana hjá Fílharmóníu í mo…

var á æfingu á Carmina Burana hjá Fílharmóníu í morgun. Hallveig systir að syngja sóló, ég skaust á æfingu, ætlaði að spara mér miða á konsert, svolítið dýrt inn, sko. Nú náttúrlega dauðlangar mig á tónleikana, hef ekki heyrt kórinn svona góðan í mörg ár, ef nokkurn tímann, Hallveig stendur alltaf fyrir sínu, Óli Kjartan og Þorgeir Andrésar frábærir, drengjakórinn úr Kópavogi (Karlakór Kópavogs) bara fínn. Ekkert smá stuð líka með allt þetta slagverk, landslið slagverksleikara mætt á svæðið. Tónleikar annað kvöld og svo á þriðjudagskvöldið, inni í Langholtskirkju.

sko… Jóóón, er ekki öll fjölskylda þín að syngja? eruð þið ekkert í vandræðum með að koma út boðsmiðunum ykkar (blikk, blikk…)

Þarf ekki að vera sorrí, svekkt og sár, slatti af …

Þarf ekki að vera sorrí, svekkt og sár, slatti af fólki sem þorði ekki annað en fara inn á rúv og hlusta. Þetta eru bara svo skemmtilegir tónleikar, hef sjaldan skemmt mér eins vel. Svo er bara að tékka hvort maður geti kannski snapað sér upptöku af lögunum. Ætli ég þurfi nokkuð leyfi frá STEFi og FÍH ef ég hef samþykki tónskálds og flytjenda?

Hér eru tónleikarnir, ykkur til ánægju og yndisauk…

Hér eru tónleikarnir, ykkur til ánægju og yndisauka. Verð geðveikt móðguð ef enginn hlustar og kommentar (grrrr!)

gleðilegt sumar, allir Minni á tónleikana, verða…

gleðilegt sumar, allir

Minni á tónleikana, verða á Rás 1 klukkan 16.10 í dag, hasarinn og brandararnir eru í seinni hlutanum

NHØP dáinn. Held ég sakni hans meira en páfans :-…

NHØP dáinn. Held ég sakni hans meira en páfans 😦

Var annars ekkert smá viðbjóðslega dugleg áðan. H…

Var annars ekkert smá viðbjóðslega dugleg áðan. Hallveig er í LJóðaakademíunni hjá Kristni og Jónasi í Salnum, vantaði nótur og bað mig koma með þær. Ég fann nóturnar og skutlaðist inn í Kópavog. Nema hvað, í staðinn fyrir að setjast niður og hlusta á spennandi masterklass fór mín í ræktina að hamast. Stefni hins vegar á að fara og hlusta á morgun, 2-3 tíma.

Í gær kúrðum við elsta dóttirin uppi í rúmi og ég …

Í gær kúrðum við elsta dóttirin uppi í rúmi og ég var að hjálpa henni með heimavinnuna. Meðal annars íslensku, eitthvað orðaforðadæmi í vinnubók við Skruddu (ekki þó þessa Skruddu). Lýsingar á fólki og hún átti að finna eitt lýsingarorð sem við átti. Til dæmis: Siggi kemur alltaf með vel útilátið nesti í skólann, en tímir aldrei að gefa neinum með sér. Siggi er ____________. Flest var nokkuð augljóst, þó ekki allt, nískan hjá Sigga kom hikstalaust. Síðasta spurningin var hins vegar: Jón kann mannasiði og kemur alltaf vel fram. Jón er ____________. Og hvað haldið þið að hún hafi sagt, eins og skot? Kurteis, nehei. Jón var sko nörd…

veit ekki hvert ég ætlaði.

Annars var þetta góð stund hjá okkur. Hún átti líka að finna skammstafanir sem hún þekkti, skrifa hvað þær þýddu og finna aðra möguleika. Upp var gefið td. BSRB, Bandalag sóprana og rámra baritóna, ekki slæmt. Hún mundi eftir ASÍ; við fundum út í sameiningu: Alþjóðlegt skeinifélag ísbjarna. Og varð úr því mikið hláturskast, sérstaklega þegar ég sagði henni að hún yrði náttúrlega að teikna lógóið. Gott að geta dottið í hláturskast með unglingnum sínum ennþá.


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa