Sarpur fyrir júlí, 2012

Dagur #8. Heim.

Útsýnið af svölunum.

Oggulítið var maður nú farinn að sakna  krakkanna, kattarins og heimilisins þannig að það var ágætis tilfinning að vera að fara heim. Áttum ekki flug fyrr en klukkan 6 um kvöldið þannig að við gátum sofið út (heh ég get ekkert sofið út neitt, vaknaði auðvitað klukkan hálfátta og þótti gott). Dagbókarskrif, morgunmatur, pakka og svo svalirnar. Hér sést útsýnið frá svölunum og Guli Bíllinn sem við vorum búin að þvælast ansi mikið um á.

Hana bjó til hádegismat, ekki fór það þannig að við fengjum ekkert soðbrauð í ferðinni. Það er reyndar sá partur af tékkneskum mat sem mér líkar einna síst við – en þetta var reyndar mjög gott, besta slíka sem ég hef fengið.

Miljo tróð í okkur bjór og heimatilbúna Slivoviceinu sínu fyrir ferðina, skutlaði okkur síðan út á völl. Kjaftaði á honum hver tuska, eins og hann kvartaði nú yfir að vera lélegur í ensku þá gekk það ansi hreint vel þegar Eydís var ekki með til að þýða. Kvöddum hann á flugvellinum, hlakka til að sjá fjölskylduna aftur þegar þau koma til Íslands í sumarfríið sitt eftir tvær vikur. Verður sko boðið heim!

Útsýnið úr vélinni rétt fyrir lendingu í Keflavík

Innskráning gekk ágætlega þó einhvern veginn tækist okkur að fá ekki sæti saman í vélinni. Gerði svo sem minnst til, þetta er bara klukkutíma flug. Næst þegar við förum til Tékklands ættum við að geta notað okkur beina flugið þangað, vonandi verður því haldið áfram. Það er bara að smella í gang núna, fyrstu vélarnar voru ekki farnar þegar við fórum út.

Redduðum síðustu gjöfinni fyrir krakkana á vellinum og svo prófa loungeið. Fínt bara, ágætis matur og ljómandi drykkir. Og net.

Ótrúleg birta

Flugið lítt í frásögur færandi, Kastrup ekki heldur, nema mér finnst frekar hallærislegt hvað allt er lokað þar þegar komið er fram á kvöld. Eiginlega bara tax-free búðin opin og lounge harðlokað og læst eftir klukkan 8.

Hitt flugið, steinsofnaði yfir bókinni minni og svaf megnið af tímanum. Fífa og Valdi sóttu okkur út á völl, ógurlega var gott að koma heim í rúmið sitt.


bland í poka

teljari

  • 377.785 heimsóknir

dagatal

júlí 2012
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa